Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 20
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Við metum það svo út frá þeim gögn- um sem aðgengileg eru að gjaldeyris- tekjur af ferðaþjónustu í maí, júní og júlí nemi 104 milljörðum króna,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Yfir sama tímabil í fyrra námu tekj- urnar 80 milljörðum og því hafa gjald- eyristekjur af atvinnuveginum hækk- að um 24 milljarða milli áranna 2014 og 2015. Í tölunum eru ekki meðtaldar gjaldeyristekjur íslenskra fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu utan land- steinanna. „Sú sprenging sem orðið hefur í fjölda ferðamanna og auknum flug- samgöngum milli Evrópu og Banda- ríkjanna, með tengingu í gegnum Ís- land, veldur þessari miklu hækkun. Erlendir ferðamenn kaupa fjölbreytta vöru og þjónustu um allt land, meðal annars í tengslum við flug og skipa- samgöngur, gistingu, leigubíla, far- miða með rútum, bílaleigubíla, leið- sögn, ýmsa afþreyingu, mat og veitingaþjónustu og þess vegna er þessi tekjuauki að skila sér vítt og breytt um samfélagið,“ bætir Helga við. Aldrei fleiri í einum mánuði Í gær birti Ferðamálastofa nýjar tölur yfir fjölda ferðamanna í júlí- mánuði. Í þeim kemur fram að straumur ferðamanna til og frá land- inu hefur aldrei mælst meiri í einum mánuði. Þannig voru 180.679 manns sem yfirgáfu landið í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar í mánuðinum. Fyrra fjöldamet var slegið í ágústmánuði í fyrra en þá fóru 153.457 manns um flugstöðina samkvæmt sömu talningu. Í júlí í fyrra fór 144.571 ferðamaður um Leifsstöð og því nemur fjölgunin í júlí 25%. Helga segist búast við því að nýtt fjöldamet verði slegið í yfirstand- andi mánuði. „Reynslan kennir okkur að flestir ferðamenn eru hér á landi í ágúst og ef fjölgunin verður að meðal- tali sú sama nú og í júlí, þá má búast við nýju meti þegar þessi mánuður er genginn um garð.“ Sífellt mikilvægari grein Helga segir tölurnar staðfesta hversu mikilvægur hlekkur í efna- hagskerfi landsins ferðaþjónustan er orðin. „Efnahagslegt mikilvægi ferðaþjón- ustu eykst stöðugt sem ein helsta út- flutningsatvinnugrein þjóðarinnar. Hún ýtir undir fjölbreytni í atvinnulífi um allt land, hún skapar störf og þar með verðmæti og hún styður og styrk- ir þá innviðauppbyggingu sem byggð hefur verið upp, um allt land, á undan- förnum árum.“ Þá segir hún að hlutfall ferðaþjón- ustunnar í landsframleiðslunni sé vaxandi og að líkur standi til að sú þróun haldi áfram. „Ferðaþjónusta hefur þegar skilað Íslandi miklum efnahagslegum ávinn- ingi eins og fram kemur í nýjum ferðaþjónustureikningum Hagstof- unnar fyrir tímabilið 2009-2013. Þar kemur fram að hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu hafi verið um 7% á árinu 2013. Gera má ráð fyrir að þetta hlutfall haldi áfram að vaxa þegar horft er til þess að erlendum ferða- mönnum fjölgaði um 24% á árinu 2014 og vísbendingar um svipaða aukningu ef ekki meiri í ár,“ bætir Helga við. Ferðaþjónustan hefur skilað 24 milljörðum meira í sumar Morgunblaðið/RAX Ferðaþjónusta Spár um fjölgun ferðamanna hafa ekki staðist á síðustu árum og lítið lát virðist á fjölguninni í ár. Mikið umfang » Í fyrra námu heildar gjald- eyristekjur ferðaþjónust- unnar 304 milljörðum króna. » Árið 2013 voru heildartekj- urnar metnar 274 milljarðar. » Áætluð meðalútgjöld hvers ferðamanns á dag í sumar eru um 26 þúsund krónur. » Samtök ferðaþjónustunnar telja meðalútgjöldin varlega áætluð en þau námu 22 þús- und krónum árið 2013.  Gjaldeyristekjur frá maí til júlí 104 milljarðar  181 þúsund ferðamenn í júlí 20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á svínið                                    !" ! # "$ % "# $"  !#!" #%  &'()* (+(      ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 !" !# !  "% % ! $ #" % ! #%# %"  !#% ! $ "%## % $ $ % !# #! %" ! %$ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Vöruskipti í júlí voru óhagstæð um rúma 4,4 milljarða, reiknuð á fob verð- mæti, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands. Útflutningur var 51,9 milljarðar króna og innflutningur var tæpir 56,4 milljarðar króna. Hagstofna vekur athygli á því að áætlun um elds- neytiskaup íslenskra flutningsfara er- lendis er nú meðtalin í bráðabirgðatöl- um um vöruskipti. Vöruskipti óhagstæð um 4,4 milljarða í júlí ● Farþegum Wow air fjölgaði um 43% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra. Alls flutti flugfélagið 104 þúsund farþega til og frá landinu í júlí og hefur félagið aldrei flutt fleiri farþega í einum mán- uði. Sætanýting Wow air í júlí var 90% og fjölgaði framboðnum sætis- kílómetrum um 65% í júlí frá því á sama tíma í fyrra. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri, segir það magn- að að Wow air hafi flutt fleiri farþega í júlí en allt fyrsta ár félagsins, 2012. Fleiri farþegar hjá Wow air í júlí en allt árið 2012 Morgunblaðið/Golli STUTTAR FRÉTTIR ... Í júlí urðu til 215.000 ný störf í Bandaríkjunum og hefur störfum nú fjölgað að meðaltali um 235.000 á mánuði síðastliðna þrjá mánuði. Eykur það enn frekar á væntingar vestanhafs um hækkun stýrivaxta. Í tilkynningu peningastefnu- nefndar seðlabanka Bandaríkjanna í lok júlímánaðar sagðist nefndin telja það skynsamlegt að hækka stýri- vexti þegar hún sæi fram á að staðan á vinnumarkaði héldi áfram að batna. Atvinnutölur að undanförnu hafa ekki gefið annað í skyn en að at- vinnuhorfur fari batnandi og í kjölfar birtingar þeirra hækkaði ávöxtunar- krafa á stuttum ríkisskuldabréfum. Bandaríkjadalur styrktist verulega í gær gagnvart evru og pundi í kjölfar birtingar atvinnutalnanna, þótt hann hafi gefið eftir þegar leið á viðskipta- daginn. Samkvæmt gögnum frá Bloomberg benda vextir á framtíðar- samningum (e. futures) til þess að það séu 58% líkur á að stýrivextir verði hækkaðir í kjölfar næsta fund- ar peningastefnunefndar í septem- ber. Í júlí urðu til um 210.000 störf í einkageiranum, flest í smásölu, á meðan 5.000 störf urðu til í opinbera geiranum. Þá hækkuðu laun um 0,2% í júlí frá fyrri mánuði og er tímakaupið nú að meðaltali 24,99 dal- ir, sem er 2,1% hærra en fyrir ári síð- an. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum stendur í 5,3% sem er það lægsta í sjö ár eða frá fjármálakreppunni árið 2008. Atvinnuleysi hjá táningum lækkaði úr 18,1% í 16,2% frá júní til júlí. sigurdurt@mbl.is AFP Bandaríkin Atvinnuleysi er hið lægsta frá fjármálakreppu 2008. Störfum fjölgar í Bandaríkjunum  Vaxandi líkur á því að það styttist í hækkun stýrivaxta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.