Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 Undur Björgvin Tómasson orgelsmiður frá Stokkseyri spásseraði um miðbæ Reykjavíkur í gær og lék á lírukassa. Eggert Aukin samskipti og friðsamlegt samstarf færir þjóðir nær hverri annarri. Þannig skapast far- vegur og tækifæri til að koma sjónarmiðum á framfæri og hafa áhrif á þróun mála eins og í mannréttindum... Íslendingar hafa jafnan verið andvígir viðskipaþvingunum og -bönnum á aðrar þjóðir í pólitískum tilgangi. Almennar viðskiptaþvingan- ir ná sjaldnast yfirlýstum tilgangi sín- um og bitna helst á almenningi við- komandi landa. Gagnkvæm samskipti við Rússland og aðrar Austur-Evrópuþjóðir hafa verið Íslendingum afar mikilvæg ára- tugum saman. Við minnumst þorska- stríðanna og viðskiptabanns Breta og annarra núverandi ESB-þjóða á Ís- lendinga á þeim árum. Engu að síður eru þær áfram okkar helstu sam- starfsþjóðir. Að ná fullu forræði yfir fiskimiðun- um kringum landið var hluti af sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. Hún kost- aði vopnuð átök á hafinu og viðskiptastríð af hálfu öflugra stór- velda. Í bankahruninu 2008 áttum við hauk í horni í Rússum þegar öflug ríki beittu okkur hryðjuverkalögum og einangrunartilburðum í samskipt- um. Viðskiptabann og takmörkun á samskiptum er sjaldnast leið til að stuðla að friði, miklu fremur hið gagnstæða. Höldum góðu viðskipta- sambandi við önnur lönd Almennar viðskiptaþvinganir eru stórpólitísk aðgerð. Utanríkisráð- herra Íslands verður að hafa skýrt umboð, taki hann þátt í slíku og jafn- framt gera sér grein fyrir ábyrgð og mögulegum afleiðingum þess. Til- gangurinn þarf að vera skýr og for- sendurnar fyrir því að þessi þjóð en ekki önnur sé beitt aðgerðum af þeim toga. Utanríkisstefna Íslands verður að vera sjálfri sér samkvæm. Hinu gamla kalda stríði stórveldanna er lokið og Íslendingar eiga ekki að taka þátt í að endurvekja baráttu- aðferðir þess. Í krafti sjálfstæðis og mannúðar hefur Ísland mest áhrif á alþjóða- vettvangi. Við eigum að bera virðingu fyrir og styðja mannréttindi og sjálfstæðis- baráttu þjóða og þjóðarbrota hvar sem er í heiminum, hvort sem það er í Tíbet, á Balkanskaga, í Úkraínu eða löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þar eigum við að láta rödd okkar heyrast. Stærsta vandamál heimsins núna er hið hryllilega stríðsástand fyrir botni Miðjarðarhafs og flótti íbúanna frá þeim hörmungum sem dynja á al- menningi. Þar bera Evrópulöndin mikla ábyrgð sem þau verða að axla. Verum friðflytjendur á alþjóðavettvangi Með auknum friðsamlegum sam- skiptum, festu og virðingu fyrir öðr- um þjóðum stuðlum við sem sjálfstæð þjóð best að friði og bættum mann- réttindum í heiminum. Við Íslend- ingar eigum að vera friðflytjendur á alþjóðavettvangi og bjóðast til að miðla málum og koma á samtali milli stríðandi þjóða og þjóðfélagshópa. Eftir Jón Bjarnason » Almennar viðskipta- þvinganir eru stór- pólitísk aðgerð. Utan- ríkisráðherra Íslands verður að hafa skýrt umboð, taki hann þátt í slíku. Jón Bjarnason Höfundur er fyrrverandi ráðherra og formaður Heimssýnar. Sýnum sjálfstæði í utanríkismálum NEW YORK | Vitað hefur verið vel um vandamálin við hagvaxtarmódel Kína á síðustu árum, en hið nýlega hrun kínverska hlutabréfamarkaðarins hefur fært þau í skarp- ari sýn. Umræður um ójafnvægi og veikleika kínverska efnahagsins eiga það hins vegar til að líta framhjá sumum af jákvæðari eiginleikum þróunar landsins á inn- viðum sínum, sér í lagi feril stjórn- valda í því að grípa inn í með leiðrétt- ingar í tæka tíð og hinn stóra efnahagsreikning ríkisins, sem hægt er að beita ef þörf er á. Að þessu leyti, hins vegar, ætti að líta á hlutafjárbóluna sem varð til á fyrri hluta ársins sem undantekn- ingu. Ekki bara leyfðu kínversk eft- irlitsyfirvöld bólunni að vaxa með því að leyfa fjárfestum í smásöluverslun – sem margir hverjir voru nýgræð- ingar á markaði – að taka þátt í verð- bréfaviðskiptum fyrir lánsfé; heldur hefur stefnan sem mörkuð var til þess að bregðast við þeirri leiðrétt- ingu markaðarins sem hófst síðla júní einnig verið mörkuð vanda- málum. Í ljósi fyrri reynslu þegar kemur að bólum, voru þessi mistök furðu- leg. Ég var í Peking haustið 2007, þegar Shanghai-vísitalan skaust upp í nærri því 6.000 (hámarkið nýlega var rétt fyrir 5.000), að hluta til vegna þátttöku til- tölulega óreyndra fjár- festa í smásölu. Á þeim tíma hélt ég að helsta áhyggjuefnið yrði hinn vaxandi við- skiptaafgangur, sem nam meira en 10% af vergri landsfram- leiðslu, en hann myndi valda ágreiningi við við- skiptafélaga Kína. En leiðtogar landsins höfðu mun meiri áhyggjur af fé- lagslegum áhrifum markaðs- leiðréttingarinnar sem fylgdi í kjöl- farið. Þó að órói í samfélaginu hefði ekki blossað upp, tók hins vegar við langt tímabil af mjög lágu gengi eig- in fjár, jafnvel á meðan hagkerfið óx hratt. Árið 2008 var það blanda af ört hækkandi verði og óhóflegri skuld- setningu heimilanna sem gaf al- þjóðlegu fjármálakreppunni byr undir báða vængi. Þegar slík skulda- bóla springur, eru áhrifin send bein- ustu leið í raunefnahaginn í gegnum eignastöðu heimilanna, þannig að minnkunin á neyslu ýtir undir at- vinnuleysi og minnkandi fjárfest- ingu. Það er mun erfiðara að finna straumrofa í slíku ferli en í því til dæmis sem verður til af völdum erf- iðrar eignastöðu í fjármálageiranum. En samt sem áður virðast kín- versk yfirvöld ekki hafa lært lexíuna af þessum tveimur kreppum. Ekki bara hafa þau ekki reynt að draga úr áhættunni, sem var undirstrikuð af hruninu 2007, sem fylgir nýjum fjár- festum á markaði; þau í raun ýttu undir hana, með því að leyfa, og jafn- vel hvetja þessa fjárfesta til þess að safna skuldum með viðskiptum með lánsfé. Það sem gerði illt verra, þegar markaðurinn fór að leiðrétta sig í upphafi júní, var að þá slökuðu kín- verskir eftirlitsaðilar á hömlum á slíkum viðskiptum á sama tíma og þeir hvöttu fyrirtæki í ríkiseigu og stjórnendur í eignastýringu að kaupa meira hlutafé. Svo virðist sem yfirvöldin hafi haft meiri áhuga á að halda markaðnum uppi, en að leyfa stýrða leiðréttingu á verði. Vissulega kom kínverska hluta- bréfabólan ekki fram á sjónarsviðið fyrr en nýlega. Síðastliðinn október, þegar hlutabréfavísitalan í Shanghai var um 2.500, litu margir skýrendur svo á að eigið fé væri metið of lágt. Í ljósi hins tiltölulega mikla hagvaxtar virtist vera rökstuðningur fyrir hækkandi verði, þar til í mars, þegar markaðurinn, aðallega drifinn áfram af litlum viðskiptum með litla og meðalstóra hluti, skaust upp í 5.000, og setti efnahaginn í hættu. (Og, í raun héldu margir því enn fram að hækkunin væri ekki ósjálfbær, þar sem hlutabréfamarkaðurinn var að versla á V/H hlutfalli upp á 15, sem var í samræmi við 10 ára meðaltalið í miðjum apríl.) En þetta var bóla – drifin áfram af mjög mikilli skuldsetningu. Þó að hugsanlega séu tímabundnar bólur óhjákvæmilegar, og engin bóla sé án afleiðinga, veldur stór skuldsetn- ingabóla oftar en ekki miklu meiri skaða, vegna áhrifa sinna á raun- efnahaginn og lengd þess tíma sem það tekur að komast úr skuldunum. Þetta endurspeglast í hinum hæga bata í þróuðustu hagkerfunum í dag. Jafnvel í Bandaríkjunum, sem hafa komið betur undan kreppunni en flestir, hefur hagvöxtur ekki farið mikið yfir 10% síðan í upphafi árs 2008. Á sama tíma óx efnahagur Kína um u.þ.b. 66%. Að sjálfsögðu, þar sem kínversk heimili eiga hlutfallslega lítið af eigið fé miðað við fasteignir, er ólíklegt að niðursveiflan á markaðnum muni taka efnahaginn af hjörunum. Engu að síður þá er ekki hægt að líta framhjá hættunni á því, líkt og 2007, að tapaður sparnaður ýti undir sam- félagslegan óróa, sérstaklega á tíma þegar tæki eins og samfélagsmiðlar gefa borgurunum tækifæri til þess að deila upplýsingum hratt, kvarta opinberlega og skipuleggja mótmæli. Eins og fyrri kreppur hafa sýnt, og eins og niðursveiflan í Kína hefur vakið athygli á, verður að stíga skref til þess að draga úr áhættum á mark- aði. Kína þarf sérstaklega hófsamt regluverk sem takmarkar notkun skuldsetningar til þess að kaupa eig- ur. Í þeim efnum hefur ríkið þegar ákveðið forskot: Tiltölulega hátt hlutfall eigin fjár og lágt veðsetning- arhlutfall einkenna dæmigerð fast- eignakaup heimilanna í Kína. Ennfremur ættu yfirvöld, þegar markaðsleiðrétting hefst, að leyfa henni að fara sinn veg, frekar en að halda verði uppi með aukinni skuld- setningu – en sú aðferð framlengir einungis í leiðréttingunni. Ef kín- verskir eftirlitsaðilar leyfa markaðn- um að leiðrétta sig, munu fágaðir kerfisfjárfestar, sem horfa til lengri tíma, stíga inn í á endanum, og bæta stöðugleika markaðarins. Í millitíð- inni má réttlæta sterka eiginfjár- stöðu ríkisins til þess að kaupa nógu mikið eigið fé til þess að halda mark- aðnum frá því að síga of langt niður. Eftir því sem markaðir Kína stækka – fjármagnið í umferð í Shanghai- og Shenzen-mörkuðunum er um það bil 11 billjarðar Banda- ríkjadala – taka þeir í síauknum mæli fram úr getu stefnusmiða til þess að stýra verði og verðmati. Eina raun- hæfa leiðin áfram er að kínversk yf- irvöld einblíni á að þróa áfram reglu- verk og stofnanir sínar, á sama tíma og þau fylgja eftir loforðum sínum um að leyfa mörkuðunum að sjá um aðalhlutverkið í nýtingu auðlinda. Eftir Michael Spence »En samt sem áður virðast kínversk yf- irvöld ekki hafa lært lexíuna af þessum tveimur kreppum. Ekki bara hafa þau ekki reynt að draga úr áhættunni; þau í raun ýttu undir hana. Michael Spence Michael Spence, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, er prófessor við Stern- viðskiptaskólann, hluta af Háskól- anum í New York, og meðlimur í Hoover-stofnuninni. ©Project Syndicate, 2015. www.project-syndicate.org Að leyfa kínversku bólunni að springa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.