Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 109.990 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 137.489 Meira en bara blandari! Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Auðkýfingurinn Donald Trump var miðdepill fyrstu sjónvarpskapp- ræðna forsetaefna repúblikana í Bandaríkjunum í fyrrinótt en er samt ekki álitinn helsti sigurvegari þeirra. Nokkrir fréttaskýrendur höfðu spáð því að Trump myndi vera ró- legri, varfærnari og „forsetalegri“ í kappræðunum en hann hefur verið til þessa í kosningabaráttunni, en þeir reyndust ekki vera sannspáir. Flestir hinna frambjóðendanna voru varfærnir og málefnalegir, reyndu að vera landsföðurlegir og létu stjórnendur kappræðnanna um að þjarma að Trump. Dan Balz, fréttaskýrandi The Washington Post, telur að kappræðurnar hafi lítil áhrif á fylgi forsetaefnanna í skoð- anakönnunum. Peningamennirnir mikilvægastir núna? „Engum urðu á mikil mistök sem gera möguleika þeirra að engu,“ hef- ur fréttaveitan AFP eftir stjórnmála- skýrandanum Geoffrey Skelley, fræðimanni við Virginíuháskóla. Hann segir að öldungadeildarþing- maðurinn og frjálshyggjumaðurinn Rand Paul hafi verið eini frambjóð- andinn sem hafi þjarmað að Trump. Paul sakaði auðkýfinginn um að hafa reynt að „kaupa“ stjórnmálamenn með fjárframlögum í kosningasjóði þeirra. Stjórnmálaskýrandinn Peter Brown, við Quinnipiac-háskóla, segir að á þessu stigi kosningabaráttunnar skipti mestu máli fyrir forsetaefnin að sýna að þau eigi raunhæfa mögu- leika á að ná kjöri til að tryggja sér nægan fjárhagsstuðning. „Spurning- in er hver þeirra laðar til sín pening- ana.“Nate Cohn, stjórnmálaskýrandi The New York Times, tekur í sama streng og segir að fyrir flest forseta- efnin hafi ekki skipt mestu máli að heilla áhorfendur og auka fylgi sitt í könnunum, heldur að vinna áhrifa- menn í flokknum og peningamenn á sitt band. Hann telur að Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, hafi ekki komið mjög vel út úr kappræð- unum hvað þetta markmið varðar þótt honum hafi ekki orðið á nein mis- tök og stundum staðið sig vel. Helstu keppinautar Bush um atkvæði íhaldssamra kjósenda, þeir Scott Walker, Marco Rubio og John Ka- sich, hafi allir staðið sig vel í kapp- ræðunum. Cohn og fleiri stjórnmálaskýrend- ur vestra telja að Marco Rubio, öld- ungadeildarþingmaður frá Flórída, sé helsti sigurvegari kappræðnanna. Rubio er afkomandi innflytjenda sem flúðu frá Kúbu og kom fram sem holdtekja ameríska draumsins, að sögn fréttaskýrenda. Donald Trump var eina forsetaefn- ið sem neitaði að lofa því að styðja frambjóðanda repúblikana hvernig sem forkosningar flokksins færu. Hann hefur gefið til kynna að hann hyggist fara fram sem óháður fram- bjóðandi sigri hann ekki í forkosning- unum og repúblikanar óttast að það myndi gulltryggja demókrötum sig- ur í næstu forsetakosningum. Þessi afstaða Trumps fer ekki vel í dygga stuðningsmenn repúblikana og gæti því reynst honum dýrkeypt í forkosn- ingum flokksins. AFP Miðdepillinn Donald Trump ræðir við fréttamenn í Cleveland í Ohio þar sem kappræðurnar fóru fram. Fox News sá um að sjónvarpa kappræðunum og stjórnendur þeirra þóttu standa sig vel, koma með beinskeyttar spurningar. Donald Trump kom, sá og sigraði ekki  Rubio álitinn helsti sigurvegari kappræðna repúblikana Ted CRUZ 44 ára Öldungadeildarþingmaður frá Texas. Álitinn mjög íhaldssamur Jeb BUSH 62 ára Marco RUBIO 44 ára Öldungadeildar- þingmaður frá Flórída. Sonur innflytjenda frá Kúbu Ben CARSON 63 ára Fyrrv. taugaskurðlæknir. Nýtur stuðnings Teboðs- hreyfingarinnar Mike HUCKABEE 59 ára Fyrrv. ríkisstjóri Arkansas. Prédikari, sjónvarpsmaður Donald TRUMP John KASICH 63 ára Ríkisstjóri Ohio. Lýst semmiðjumanni í flokknum Chris CHRISTIE 52 ára Ríkisstjóri New Jersey. Lýst sem hispurs- lausum raunsæismanni Forsetaefni sem tóku þátt í sjónvarpskappræðum í tengslum við forkosningar Repúblikanaflokksins Helstu forsetaefni repúblikana í Bandaríkjunum Scott WALKER 47 ára ríkisstjóri Wisconsin, íhaldssamur 24,3% 12,5 9,5 6,8 5,8 5,5 5,3 4,5 3,5 2,8 Rand PAUL 52 ára Öldungadeildarþing- maður frá Kentucky. Frjálshyggjumaður Heimild: RealClearPolitics 69 ára Auðkýfingur og sjónvarpsstjarna Fyrrv. ríkisstjóri Flórída. Faðir hans og bróðir voru forsetar Bandaríkjanna Fylgi í könnun sem gerð var 6. ágúst Metfjöldi áhorfenda » Talið er að allt að fimmtán milljónir manna hafi fylgst með sjónvarpskappræðunum að þessu sinni, fleiri en nokkru sinni fyrr. » Um það bil þrjár milljónir manna fylgdust með fyrstu sjónvarpskappræðum forseta- efna repúblikana í forkosning- unum fyrir forsetakosning- arnar árið 2012. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í gær að aðstæður tuga þúsunda flóttamanna í Grikk- landi væru „skammarlegar“ en ríkisstjórn landsins sagði að flótta- mannastraumurinn væri svo mikill að Grikkjum væri það ofviða að taka við öllu fólkinu nú þegar þeir tækjust á við efnahagskreppu. Um 124.000 manns, flestir þeirra flóttamenn frá Sýrlandi, Afganist- an og Írak, hafa komið til Grikk- lands það sem af er árinu, 750% fleiri en á síðasta ári. Þar af komu 50.000 í júlímánuði einum. „Það er alger glundroði á grísku eyjunum,“ sagði Vincent Cochetel, yfirmaður Evrópudeildar Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Hann bætti við að á meðal flóttamannanna væru konur og börn sem þyrftu að sofa undir ber- um himni, án matvæla og drykkjar- vatns. Hann kvaðst aldrei áður hafa séð slíkt ástand í Evrópuríki. „Þetta er Evrópusambandið og þetta er al- ger skömm.“ UM 120.000 FLÓTTAMENN HAFA KOMIÐ TIL GRIKKLANDS Í ÁR „Alger glundroði á grísku eyjunum“ AFP Neyð Flóttafólk í miðborg Aþenu. Frakkar hófu í gær leit að braki úr farþegaþotunni MH370 við Réunion- eyju í Indlandshafi. Miklar líkur eru taldar á að vænghluti sem fannst á strönd eyjunnar sé úr MH370 sem var af gerðinni Boeing 777-200 og hvarf fyrir 17 mánuðum. Leitarmenn vonast til þess að finna fleiri hluta úr flaki vélarinnar á strönd eyjunnar eða í grennd við hana. Fréttaveitan AFP hafði eftir Aline Simon, liðsforingja í franska hernum, að frönsk herflugvél væri nú að leita að braki á svæðinu. Auk flugvélarinnar gengur fólk um strendur eyjunnar og þyrlur og bátar eiga að taka þátt í leitinni. Frá því að vænghlutinn fannst hafa marg- ir komið fram með hluti sem þeir töldu vera úr MH370 en það reyndist ekki vera rétt. RÉUNION-EYJA Frakkar hefja leit að braki úr MH370 Leit Franska vélin lendir á Réunion.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.