Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 39
beita því. Þær eru örugglega í besta falli hægvirkar. Myllur guðs mala hægt en þær mala vel, segir þar. En refsiaðgerðir hafa sýnt að þær lúta iðulega öðr- um lögmálum en myllur guðs. Fyrsta skilyrði, eigi að vera von um árangur, er að markmiðin sem á að ná séu öllum ljós svo að eitthvert vit sé í þvingun- unum. Það gildir bæði um gerendur og þolendur. Bandaríkin hafa beitt ríkisstjórn Kastrós efnahags- þvingunum í hálfa öld. Fyrst í stað tóku fleiri ríki í raun þátt í þeim þvingunum en það hefur kvarnast úr liðinu með tímanum. Nú hafa Bandaríkin fallið frá sínum efnahagsþvingunum á Kúbu án þess að hafa náð fram sínum markmiðum. Sumir túlka þá niðurstöðu sem sigur fyrir Obama forseta! Norður-Kórea var beitt efnahagsþvingunum til að koma í veg fyrir að landið kæmi sér upp kjarnorku- vopnum. Nú er landið orðið kjarnorkuveldi. Íran hefur verið beitt efnahagsþvingunum um langa hríð í sama tilgangi og Norður-Kórea. Bandaríkin og önnur neitunarvaldsríki SÞ ásamt Þýskalandi hafa nú samið við Íran um að létta af öllum þvingunum gegn því að Íran komi sér ekki upp kjarnorkuvopn- um. Það er að segja næstu 10 árin! Obama segir um- heiminum að þetta sé enn einn sigur hans. En hann er þó aðeins að viðurkenna að efnahagsþvinganirnar hafa verið fjarri því að gera sitt gagn, þótt þær hafi vissulega þrengt að lífsskilyrðum írönsku þjóðar- innar um langa hríð. Í raun er Bandaríkjaforseti að segja, að eina leiðin til að koma í veg fyrir að Íran komi sér upp kjarnorkuvopnum sé að beita landið herafli í stórum stíl. Bandaríkin eru nú, svo sem eðlilegt er, haldin stríðsþreytu og forsetinn getur ekki hugsað sér að leggja með landið í nýjan leið- angur af því tagi. Þótt meirihluti í báðum þingdeild- um Bandaríkjaþings sé andvígur samningunum við Íran og skoðanakannanir sýni að mikill meirihluti al- mennings sé einnig algjörlega andvígur samning- unum segir það ekki alla söguna. Hvorki þingið né almenningur hefur treyst sér til að lýsa yfir stuðn- ingi við eina kostinn sem eftir er, þegar ljóst er að efnahagsþvinganirnar duga ekki. Beinar og afger- andi hernaðaraðgerðir. Hver eru markmiðin nú? En að hverju beinast efnahagslegar refsiaðgerðir gagnvart Rússum? Í upphafi fór ekki á milli mála að innlimun Krím- skagans var veigamesta atriðið ásamt meintri undir- róðursstarfsemi Rússa í Austur-Úkraínu. Fáeinum vikum áður en þær voru ákveðnar hafði farþegaþota frá Malasíu verið skotin niður og með henni fórust 298 manneskjur. Leyniþjónustur Vesturlanda eru ekki í neinum vafa um að flaugar sem uppreisnar- menn hafi fengið frá Rússum hafi grandað vélinni. Enginn hefur þó haldið því fram, að úkraínsku upp- reisnarmennirnir hafi viljandi skotið niður farþega- flugvélina vitandi að um farþegaflugvél væri að ræða. Því síður að Rússar eða Pútín sjálfur hafi ver- ið á bak við slíkan óhugnað. Útsendarar bandamanna höfðu ýtt undir andófið gegn Janúkóvítsj og misst vald á atburðarásinni. Viðbrögð Rússa, hernaðarlegur stuðningur þeirra við uppreisnarmenn og innlimun Krímskaga ásamt hinni óhugnalegu, en um leið slysalegu, árás á far- þegaflugvélina, hrópaði á viðbrögð. Og kostirnir voru þekktir. Hörð diplómatísk viðbrögð, efnahags- legar refsiaðgerðir eða beinar hernaðarlegar að- gerðir gegn Rússum. Það seinasta gengur ekki upp. Enginn hefur hernaðarátök við eitt af stærstu ríkj- um veraldar í bakgarði þess, þótt það hafi áður verið öflugra en það er nú. Það er ekki hægt að horfa framhjá því, að þar fer annað mesta kjarnorkuveldi í heimi og það veldi lýtur stjórn sem fer sínu fram. Diplómatískt kvak, jafnvel með diplómatískum að- gerðum eins og þeim, að banna Rússum að sækja fína og gagnslausa fundi, hefðu einar og sér verið eins og öfugmælavísa eftir þessa miklu atburði. Þrautalendingin Efnahagslegu refsiákvarðanirnar voru einar eftir. Bandaríkin þrýstu á. Evrópuþjóðirnar voru ófúsar en almenningsálitið vildi viðbrögð. Markmið refsi- aðgerðanna er sagt vera að þrengja að lífskjörum Rússa svo að fjara muni undan stuðningi við Pútín og þannig stuðla að valdaskiptum í Keml. Efnahags- þvinganirnar voru frá upphafi veikburða og hikandi og hefðu hrotið af Rússum eins og vatn af gæs ef heimsverð á olíu hefði ekki óvænt hrunið á sama tíma. Olían er Rússum það sem þorskur, loðna, ál- bræðsla og ferðamenn eru Íslendingum. Bandaríkin leggja lítið til aðgerðanna því viðskipti á milli þjóðanna eru óveruleg, einkum í samanburði við viðskipti Rússa og ríkja Evrópu. Refsingarnar bitna illa á veikburða efnahag ESB og það áður en Rússar grípa til nokkurra mótað- gerða af sinni hálfu. Enginn veit í raun hvaða skilyrði Rússar þurfa að uppfylla svo að fallið verði frá refsiaðgerðum. Sé for- sendan að þeir skili Krímskaganum, þá er rétt að gera ráð fyrir að aðgerðirnar geti staðið í aldir. Evr- ópskir leiðtogar muldra sín á milli að Krím sé auð- vitað ekki raunhæft markmið. En hvar ætla þeir þá að draga mörkin? Hvenær ætla þeir að hætta? Gefast þeir upp eftir 50 ár eins og Bandaríkja- stjórn á Kúbu með Kastróbræður enn við stjórnvöl- inn? (Það er ekki hægt að gagnrýna Obama fyrir að viðurkenna misheppnaðar refsiaðgerðir eftir hálfrar aldar tilraun. En það er óþarfi að kalla uppgjöfina sigur.) Efnahagsþvingunum gegn Íran var hætt þegar þeir áttu aðeins fáeina mánuði í að framleiða kjarn- orkusprengjur. Eftir 10 ár verður ekki einu sinni að- finnsluvert að þeir framleiði kjarnorkusprengjur og eftir 7 ár má selja þeim eldflaugar sem geta flutt slíkar sprengjur hvert á land sem er. Og þessi uppgjöf, sem kannski var óumflýjanleg, er líka sögð sigur. Ekkert samráð var haft við Íslendinga um að grípa til refsiaðgerða gegn Rússum. Engin sam- þykkt lá fyrir í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Nauðsynlegt að kynna áhættumatið Ekki hefur verið upplýst hvort fyrir liggi í utanríkis- ráðuneytinu skýrsla um það, hvaða efnahagslega áhætta fylgdi því að bjóða Ísland fram sem sjálf- boðaliða í refsiaðgerðum. Slík skýrsla hlýtur þó að liggja fyrir og hafa verið kynnt í ríkisstjórn landsins áður en tillögur ráðherrans um refsiaðgerðir voru samþykktar. Skýrslan hefur vafalítið verið rædd í utanríkis- málanefnd, hugsanlega í trúnaði. Það er engin ástæða til að halda þeim trúnaði lengur. Hafi utan- ríkismálanefnd samþykkt þátttöku Íslands fyrir sitt leyti, eftir að hafa farið rækilega yfir áhættumat vegna þeirrar aðgerðar, er skiljanlegra að nefndin árétti nú í kór fyrra álit sitt án nokkurrar raunveru- legrar skoðunar. En sjálfsagt er og nauðsynlegt að yfirvöld birti almenningi nú þegar áhættumatsskýrsluna svo bera megi þær spár, sem þar koma fram, við þann veru- leika sem nú blasir við. Morgunblaðið/Júlíus 9.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.