Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 43
Roger, Marta, Celia og Alexia eru hingað komin frá Barcelona. Þau höfðu verið í einn dag á landinu þegar blaðamaður rakst á þau á Skólavörðustíg en voru að leggja af stað í sjö daga göngu einhvers staðar á Suðurlandi og ætluðu svo til Grænlands í viku. Marta spyr blaðamann hvort Íslendingar trúi í alvöru á álfa og huldufólk og honum vefst tunga um tönn. Hún segir að henni finnist það falleg trú. „Ég held að fólk beri meiri virðingu fyrir náttúrunni að trúa á svona,“ segir hún. Þau ætluðu að nota daginn til að skreppa í Bláa lónið og safna kröftum fyrir komandi göngu- daga. FJÖLSKYLDA FRÁ KATALÓNÍU Sjö daga ganga Celia, Marta, Roger og Alexia frá Barcelona ætla í sjö daga göngu. David og Melissa Muenzer frá Washington D.C. komu hingað fyrir nokkrum dögum ásamt börnum sínum tveimur. Fjölskyldu- faðirinn kom hingað í viðskiptaferð fyrir níu árum og var alltaf ákveðinn í að koma aftur þegar börnin yrðu eldri. Þau hyggjast dvelja hér í tvær vikur og ætla að keyra hringinn. Þau hafa farið niður í Þríhnjúkagíg og sögðu það mjög mikla upplifun. Margt er á dagskrá, eins og hestaferðir, bátsferðir, hellaskoðun, hjólaferðir, gönguferðir, snjósleðaferðir og að snorkla. „Við erum með stútfulla dagskrá af ævintýraferðum. Við vorum búin að skipu- leggja þetta mjög vel á netinu,“ segir Melissa. FJÖLSKYLDA FRÁ AMERÍKU Stútfull ævintýradagskrá Fjölskyldan frá Bandaríkjunum átti í vændum mörg ævintýri á Íslandi. 9.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Steve og René Scurich frá Kaliforníu í Banda- ríkjunum eru hér í ljósmyndasafarí og ætla að ferðast um í hálfan mánuð. Ferðin var plön- uð með árs fyrirvara. Þau ætla að ferðast með hópnum um allt Ísland með rútu, en Steve er ljósmyndari og René áhuga- ljósmyndari. Steve segir að fyrir tíu árum hafi hann séð heimildarmynd um Ísland og síðan þá hafi draumurinn verið að koma hingað. „Ég vildi ég hefði komið fyrr, áður en svo margir ferðamenn uppgötvuðu landið,“ segir hann. Á ljósmyndanámskeiðinu er lögð áhersla á landslagsljósmyndun og hlakka þau mikið til ferðarinnar, en að henni lokinni ætla þau að eyða nokkrum rómantískum dögum í París tvö ein. HJÓN FRÁ KALIFORNÍU Ljósmyndasafarí Steve og René frá Ameríku voru að fara í ljósmyndasafarí. Sabina og Frank frá Þýskalandi eru nýlent og ætla að ferðast um landið í hálfan mánuð. Þau eru vel dúðuð þrátt fyrir 14 gráður og íslenska sumarblíðu. „Við erum að koma úr 35 °C hita í Berlín, þetta er eins og haust fyr- ir okkur. Þess vegna ákváðum við að koma, að flýja hitann, en nú er okkur hálf kalt. Það er svo mikill vindur,“ segja þau hlæjandi. Þau ætla að ganga Laugaveginn með lítið tjald á bakinu. Þau segjast hafa verið svo sein að panta að fullt hafi verið í alla skála á leiðinni. Blaðamaður fræddi þau um snjóinn á hálend- inu en þau sögðust vera vön snjó því að Sab- ina býr núna í Sviss. Eftir gönguna ætla þau að keyra hringinn, þannig að næstu dagar verða viðburðaríkir hjá parinu. PAR FRÁ ÞÝSKALANDI Frank og Sabina frá Berlín ætla að ganga Laugaveginn og þau hlakkar til. Ganga Laugaveginn með tjald á bakinu Jake og Ethel Ishshah eru búin að vera á Ís- landi í viku og hafa gist í tjaldi í Laug- ardalnum. Þau hafa farið í styttri dagsferðir á vespum sem þau leigðu. „Þær fara mjög hægt,“ segir Jake, sem dreymir um að koma aftur og keyra um landið á alvöru mótorhjóli. Þau segjast ekkert hafa skoðað næturlífið því að þau hafi ekki efni á því en hafa notað tímann vel í að skoða sig um í sveitunum. „Landslagið hér er það sem stendur upp úr, Þingvellir voru dásamlegir,“ segja þau. HJÓN FRÁ ENGLANDI Ferðast um á vespum Jake og Ethel frá Bristol í Englandi ferðuðust um á vespum en langar næst á mótorhjólum. Yegen og Anja frá Kíev í Úkraínu eru hér í hjólaferð. Þau hjóluðu Gullna hringinn og fóru einnig í Land- mannalaugar, þar sem þau fóru í göngu og í heitu laugina. „Þetta hef- ur verið dásamlegt. Við höfum séð svo margt. Alls kyns fossa og fjöll og við fórum líka til Víkur og sáum svörtu ströndina. Ég er mjög hrifinn af mosabreiðunum,“ segir hann og hún bætir við að fiðrildi hafi svifið yfir mosanum. „Mér leið eins og ég væri í einhvers konar töfraveröld,“ segir Anja. Hjólaferðin gekk vel þó að veðrið hafi verið „ótútreiknan- legt“ en þau segjast oftast hafa feng- ið fínasta veður, sól og blíðu. HJÓN FRÁ ÚKRAÍNU Hjóluðu Gullna hringinn Anja og Yegen frá Úkraínu hjóluðu mikið á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.