Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 25
9.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 VESTA Tungusófi, hægri eða vinstri tunga. Grátt eða brúnt áklæði. Stærð: 295 × 160 × 80 cm 239.990 kr. 299.990 kr. GLOBE Fæst í svörtu, rauðu og ljósu leðri. Stærð: 76 × 70 × 113 cm Stóll 319.990 kr. Skemill 69.990 kr. Stóll og skemill 315.980 kr. 389.980 kr. lífrænan hátt ofan í geilina við melinn yfir ánni og eins og gægist þar yfir. „Þetta er svo sérstakur og fallegur melur. Hann er eins og mósaík,“ segir Helgi. „Við gættum vel að því að húsið væri vel byggt og endingargott, þar sem þarna geta komið alls- kyns veður. Við nutum góðs af samstarfi við frábæra verktaka, bræðurna með Mælifell. Allt handverkið er mjög gott og öruggt. Þetta er hús sem á að duga.“ Á hluta veggjanna er dimmrautt bárusínk og sama efni, grátt, á þaki. „Til að brjóta flötinn upp settum við inn við gufubaðið og pallinn viðarklæðningu, úr furu,“ segir Helgi. „Hún kallar fram strúktúrinn í húsinu og kemur ágætlega út.“ Byggingin fellur vel að landinu Helgi lagði auðheyrilega mikla áherslu á að byggingin félli vel inn í landið og hefur tekist það afar vel. Þegar horft er frá ánni situr húsið hógvært á melnum og leynir mikið á sér. „Það kúrir eiginlega þarna á melnum,“ segir hann og hlær. Veiðihús við íslenskar veiðiár hafa verið misvel lukkuð, eins og gengur. Í ljós kemur að Helgi og félagar teiknuðu einnig hið fína hús við Svartá í Húnavatnssýslu, auk Hvammsgerðis hér áður og viðbyggingu við veiðihúsið við Laxá í Leirársveit sem Streng- ur leigði í tíu ár. „Þetta tengist þessu mikla áhugamáli mínu, stangveiðinni,“ segir hann. „En Selá þekki ég eins og vasana mína, veiddi í henni í fjörutíu ár, hún er alveg mögnuð. Rétt eins og nágrannaáin Hofsá, Mér finnst erfitt að gera upp á milli þeirra. Það er líka eftirsóknarvert, eins og í Selá, að þar er veiðimaðurinn alveg út af fyrir sig, með náttúrunni og góðum félögum,“ segir Helgi. Hann hefur gert dvöl gesta þar enn þægilegri og áhugaverðari í hinu vandaða nýja veiðihúsi, Fossgerði. Morgunblaðið/Einar Falur „Austfirðingur“ á vegg þar sem gengið er niður í vöðlugeymslu og aðstöðu starfsfólks. Baðherbergi gesta eru fagurlega hönnuð. Tvö eru með baðkari í stað sturtu, ef gestir kjósa. Fossgerði séð úr lofti, þar sem byggingin „situr“ í nokkrum einingum í geilinni á melnum. Hin gjöfula Selá streymir hjá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.