Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 51
9.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Bók Sjóns, Mánasteinn: drengurinn sem aldrei var til, kom út hjá JPV árið 2013. Hún segir af ungum dreng sem heitir Máni Steinn Karls- son og því sem drífur á daga hans. Lesandi er staddur í upphafi 20. aldarinnar þegar farsóttir, styrjaldir og náttúru- hamfarir geisa. Máni Steinn passar illa inn í þá samfélagsformgerð sem hann er staddur í, verandi hvort tveggja lesblindur og samkynhneigður. Hann leitar því á náðir kvikmyndanna í leit að samastað. Sagan gerist árið 1918, er í stuttu nóvelluformi og hefur sögulegar skírskotanir, sem eru áberandi í höfundarverki Sjóns í seinni tíð. Mánasteinn Íslenski vegaatlasinn: með þéttbýlis- kortum kom út í þarsíðustu viku í með- færilegu broti, og bundinn í gorm til að auka þægindi við flettingar. Í atlasnum er Íslandi skipt upp í 82 ferninga og hlýtur hver þeirra sína eigin blaðsíðu, sem er einkar handhægt. Þar að auki fylgir heild- arkort af landinu, sem kemur sér vel þegar yfirsýn skortir. Auk þess má finna í atlasnum fjölda sérkorta á borð við kort af golfvöllum landsins, sundlaugum þess og tjaldsvæðum. Eins geymir bókin fjöldann allan af þéttbýlis- kortum og býður nú í fyrsta sinn upp á möguleikann að fá Íslandskortið í snjalltæki. Þá þarf einungis að sækja sér ókeypis smá- forrit af netinu og skanna inn QR-kóða sem má finna aftarlega í bókinni. Íslenski vega- atlasinn er með skýringum á íslensku, ensku, þýsku og frönsku. Veröld gefur út. Nú er vegaatlasinn bæði í boði á bók og í snjall- græjuna, svo að það er ómögulegt að villast. SÁ EINN VEIT ER VÍÐA RATAR Jerome David Salinger er einhver dularfyllsti rithöf- undur tuttugustu aldarinnar. Ekki er víst að nokkur maður hafi eytt jafn mikilli orku og hann í að gleymast eftir að hafa slegið í gegn. Fimm ár eru síðan Salinger safnaðist til feðra sinna, en þá hafði hann ekki sent frá sér nýtt efni síðan 1959 og ekki gefið viðtal síðan 1980. Þar áður hafði hann síðast rætt verk sín við 16 ára stúlku fyrir skólablaðið hennar árið 1953. Ári eftir að hann sló í gegn með goðsagnakenndri bók sinni The Catcher in the Rye árið 1951 flúði hann frá New York á býli í Cornish í New Hampshire, gróf sér göng að húsi sínu og sleppti þremur varðhundum laus- um. Nú hefur franski rithöfundurinn Frédéric Beigbeder, sem er þekktur fyrir að vera litríkur persónuleiki í heimalandi sínu, gert sér mat úr gamla einsetugoðinu með bókinni Oona og Salinger. Beigbeder gerir sér gott úr heimildaleysinu kringum Salinger og fyllir upp í eyðurnar með sögu af sambandi hans og kornungrar dóttur Nóbelsskáldsins Eugene O’Neill. Það mun vera sú sama og giftist síðar Charlie Chaplin. Friðrik Rafns- son hefur þýtt yfir á íslensku. Forlagið gefur út. Það voru engir smáræðismenn í lífi Oonu: Nóbelsskáld, dularfullur rit- höfundur og kvikmyndagerðarmaður. GETIÐ Í EYÐURNAR Bók Heinz Heger Mennirnir með bleika þríhyrninginn sem kom upprunalega út árið 1972 birtist íslenskum les- endum í íslenskri þýðingu Guðjóns Ragnars Jónssonar árið 2013. Bókin er ein sárafárra frá- sagna af meðferð samkyn- hneigðra í fangabúðum nasista. Hún var jafnframt best þekkt heimilda um samkynhneigðan eftirlifanda fangabúðanna. Bókin er byggð á viðtölum sem Heinz Heger tók við Jo- seph Kohout á árunum 1965- 1967, en Kohout var fangels- aður fyrir samkynhneigð árið 1940 og sat inni í fimm ár. Bókin er ekki síður gagnrýni á þá meðferð sem samkyn- heigðir fengu eftir að þeim var sleppt úr fangabúðunum, en þeir hlutu t.d. aldrei bætur frá vesturþýska ríkinu. Bleikur þríhyrningur Heinz Heger Hinsegin bókmenntir FJÖLBREYTT FLÓRA Í TILEFNI HELGARINNAR ER EKKI ÚR VEGI AÐ RIFJA UPP FÁEIN BÓKMENNTAVERK SEM SNERTA VIÐ MÁLSTAÐ GLEÐIGÖNGUNNAR MEÐ EINU EÐA ÖÐRU MÓTI. BÆKUR Í ÖLLUM REGNBOG- ANS LITUM. Sögusmiðirnir og mynda- höfundarnir Sirrý Mar- grét Lárusdóttir og Smári Pálmarsson tóku vænan snúning á stöðl- uðum hugmyndum um barnabækur árið 2010 þegar þau sendu frá sér hinsegin barna- bók sem hét Askur og prinsessan. Sagan af Aski klæðskerasyni, Lilju prinsessu og Dofra galdramanni var gefin út af Ókeibæ, vakti mikla lukku á sínum tíma og var um skeið á metsölulistum bókabúða. Askur og prinsessan Árið 2003 kom út bók hjá Háskólaútgáfunni undir heitinu Samkynhneigðir og fjöl- skyldulíf þar sem fjallað var um þær af- drifaríku breytingar sem orðið höfðu á lífi samkynhneigðra á undangengnum 30 árum. Átján manns komu að gerð bókarinnar, sem mun vera fyrsta íslenska umfjöllunin um hlutskipti, fjölskyldulíf og félagstengsl samkyn- hneigðra. Bókin hefur hvort tveggja að geyma fræði- legar greinar sem og frásagnir samkyn- hneigðra foreldra og barna þeirra. Rannveig Traustadóttir, dósent í félags- vísindadeild Háskóla Íslands, og Þorvaldur Kristinsson bókmenntafræðingur ritstýrðu. Fjölskyldulíf BÓKSALA 29. JÚLÍ -4. ÁGÚST Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Enchanted ForestJohanna Basford 2 Secret GardenJohanna Basford 3 Konan í lestinniPaula Hawkins 4 Independent PeopleHalldór Laxness 5 Iceland in a BagÝmsir 6 Iceland Small World- lítilSigurgeir Sigurjónsson 7 Íslenski vegaatlasinnÝmsir 8 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante 9 Blóð í snjónumJo Nesbø 10 Sagas of the IcelandersÝmsir Kiljur 1 Konan í lestinniPaula Hawkins 2 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante 3 Blóð í snjónumJo Nesbø 4 DavíðsstjörnurKristina Ohlsson 5 HamingjuvegurLiza Marklund 6 Ljós af hafiM.L.Stedman 7 KrakkaskrattarAnne Cathrine Riebnitzsky 8 Einn plús einnJojo Moyes 9 RótlausDorothy Koomson 10 Tapað fundiðÁrelía Eydís Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.