Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Síða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Síða 11
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 2011 7 áratugar síðustu aldar. Hann var með mælanlegan blóðþrýsting og hjartslátt sem var samstilltur þreifanlegum púlsum. Sýndarsjúklingurinn andaði sjálfkrafa, gat opnað og lokað munninum og var stjórnað af utanáliggjandi tölvu. Núorðið líta tölvustýrðir sýndarsjúklingar nokkuð raunverulega út og bregðast við íhlutunum á sífellt raunverulegri hátt. Tölvustýrðir sýndarsjúklingar eru í raunverulegri stærð og með nákvæm hæðar- og þyngdarhlutföll. Þeir eru með höfuð, háls, búk, útlimi og húð og eru hannaðir til að líkjast raunverulegum sjúklingum og er þeim stjórnað af háþróuðum hugbúnaði. Sýndarsjúklingar geta þannig líkt eftir lífeðlisfræði mannsins í rauntíma á mjög nákvæman hátt, og geta nemendur æft mörg atriði sem stuðla að verklegri færni og auknum skilningi á starfsemi mannslíkamans. Tölvustýrðir sýndarsjúklingar hafa mælan legan blóðþrýsting og hægt er að gefa þeim lyf í æð og vöðva. Augnlok sýndarsjúklinga opnast og lokast, ljósop bregðast við ljósi, lyfjum og taugaskaða. Hægt er að hlusta á öndunarhljóð, hjartahljóð og garnahljóð sýndarsjúklings sem hvert fyrir sig er hægt að stilla í eðlilegt eða óeðlilegt ástand á borð við loftbrjóst, hjartaóhljóð eða garnastíflu. Púls og hjartahljóð eru samstillt við hjartalínurit. Öndunarhljóð eru samstillt við hreyfingu brjóstkassans í hverjum andardrætti. Hægt er að framkvæma mikil inngrip á sýndarsjúklingum ásamt því að tengja hann við raunveruleg tæki, svo sem vaktara. Þá eru öndunarfæri sýndarsjúklinga flókin smíð og samræmast líffærauppbyggingu mannsins þannig að loftvegameðhöndlun er eins lík raunveruleikanum og verða má. Hægt er stjórna öndunartíðni og draga úr henni þannig að sjúklingurinn fjari út í öndunarstopp. Þá er hægt er að gefa súrefni með súrefnisgleraugum eða súrefnisgrímu. Öndun getur farið fram með aðstoð öndunarbelgs eða með aðstoð öndunarvélar í gegnum barkarennu. Unnt er að nota öll hjálpartæki sem notuð eru við loftvegameðhöndlun, svo sem kokgrímu og kokrennu. Hálsinn býður upp að þjálfaður sé barkaraufskurður. Á vaktara má sjá hver súrefnisprósenta er í inn- og útöndun og koldíoxíð í útöndun. Vegna þess hversu fulkominn öndunarvegur sýndarsjúklings er, er barkaþræðing möguleg og hægt að berkjuspegla hann með þar til gerðum búnaði. Nemendur geta þreifað púls í útlimum, metið öndunartíðni, öndunarmynstur

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.