Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Page 13
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 2011 9
þeir að fá grunnupplýsingar um tilfellið
sem unnið verður með. Í kjölfarið hefst
tilfellið sem er tekið upp á myndband.
Að því loknu er farið sameiginlega yfir
ferlið skref fyrir skref á viðrunarfundi (e.
debriefing). Endurgjöf er gjarnan háttað
þannig að í fyrsta hluta viðrunarfundarins
segja þátttakendur frá því sem átti
sér stað á hlutlausan hátt þannig að
hópurinn fái sameiginlega sýn á það
sem gerðist. Annar hluti felur í sér að
jákvæðir þættir eru dregnir fram. Þriðji
hlutinn byggist á því að sýnt er myndbrot
frá æfingunni, oftast eitthvað sem fór
aflaga eða hefur sérstakt lærdómsgildi.
Það gefur aðra sýn á það sem átti sér
stað og verður kveikjan að umræðum
um hvernig leysa hefði mátt vandamálið
á annan og betri hátt. Mikilvægt er
fyrir leiðbeinendur að veita uppbyggilega
gagnrýni og hvatningu. Komist fólk í þá
stöðu að þurfa að verja gerðir sínar getur
það hindrað að ný þekking nái að skjóta
rótum. Stjórnun viðrunarfundarins í lok
herminámsins er því mjög vandasamt
verk og krefst mikillar þjálfunar.
Kostir hátæknihermináms
Kostir sýndarsjúklinga við kennslu hafa
verið kannaðir frá því að sá fyrsti var
framleiddur. Abrahamson og félagar
(2004) greindu nokkra kosti þess og
töldu þá helst fólgna í því að hægt væri
að auka á skipulegan hátt erfiðleikastig
vandamálsins sem glímt var við hverju
sinni og að hægt væri að endurtaka
æfingar aftur og aftur. Leiðbeinendur
gátu gefið nemendum sínum leiðsögn
og ráð samstundis og nemendur lærðu
á eigin hraða. Hátækniherminám býður
upp á marga möguleika og fjölbreyttar
aðferðir við kennslu. Einn kosturinn er sá
að hægt er að sýna, þjálfa og leiðbeina
framkvæmd klínískra vinnubragða án
þess að nokkur hætta steðji að sjúklingum
(Grenvik o.fl., 2004). Vegna þess að
umhverfið er öruggt hafa nemendur
tækifæri til að gera mistök, sjá afleiðingar
þeirra og læra af þeim. Slíkt er í flestum
tilvikum óhugsandi á alvöru klínískum
vettvangi þar sem reyndari aðilar grípa
inn í áður en í óefni er komið (Devitt, o.fl.,
2001; Kneebone, 2003). Oftast eru fleiri
en einn nemandi í hverri herminámsstund
og geta þannig fylgst með og lært af
mistökum hver annars.
Með herminámi er auðvelt að taka
sértæk viðfangsefni til umfjöllunar en
leiðbeinandinn getur ákveðið hvaða
atriði eða vandamál eru æfð hverju
sinni í samræmi við kennsluefnið. Ólíkt
raunverulegum klínískum aðstæðum
getur stjórnandi hermináms hagrætt
einkennum sýndarsjúklingsins þannig
að þau atriði, sem verið er að fjalla
um hverju sinni, séu í forgrunni hjá
sýndarsjúklingnum. Þannig er hægt að
afmarka viðfangsefni kennslunnar og gera
þau skýrari og greinilegri. Með herminámi
er hægt að skipuleggja klínískar æfingar
fyrir fram í stað þess að bíða eftir heppilegu
námstækifæri við raunverulegar klínískar
aðstæður. Nemendur geta því kynnt
sér viðfangsefnin, sem verða skoðuð í
hermináminu, og mætt undirbúnir fyrir
ákveðin tilfelli. Í herminámi eru þarfir
nemandans í fyrirrúmi, ólíkt hefðbundnu
verknámi þar sem meðferðarþarfir
sjúklings eru aðalatriðið (Kneebone,
2003). Nemendur geta með þessu móti
einbeitt sér að ákveðnum viðgangsefnum
og æft þau eins oft og þurfa þykir.
Með herminámi má æfa viðbrögð við
sjaldgæfum, flóknum og lífshættulegum
klínískum tilfellum (Grenvik o.fl., 2004;
Rauen, 2001). Sumar raunverulegar
klínískar aðstæður bjóða ekki upp á
kerfisbundna og skipulagða verklega
kennslu, eins og til dæmis hjartastopp,
bráðaofnæmi eða illkynja háhiti (e.
malignant hyperthermia). Bent hefur verið
á að herminám sé í sumum tilvikum
ákjósanlegasta kennsluaðferðin, til dæmis
á sviði svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunar
þar sem oft skapast bráðaaðstæður.
Við raunverulegar klínískar aðstæður er
streita öllu jöfnu mikil og naumur tími
til að bregðast við. Atburðarásin er oft
óútreiknanleg og svigrúm til skipulegrar
kennslu því lítið. Við slíkar aðstæður fara
nemendur oftast í hlutverk áhorfanda á
meðan reyndara starfsfólk sinnir sjúklingi.
Hátækniherminám býður upp á áður
óþekkt tækifæri í tengslum við þjálfun
þverfaglegra teyma og hópa (Smith og
Gaba, 2000). Í námskrá heilbrigðisvísinda
er lögð mikil áhersla á fræðilega þekkingu
en þverfaglegri samvinnu er gefinn
lítill gaumur (Gaba, 2004). Umönnun
alvarlega veikra sjúklinga krefst þess að
margar heilbrigðisstéttir starfi saman á
samhæfðan hátt með skýrt skilgreindum
hlutverkum, ábyrgðarsviðum og
viðfangsefnum. Það er því kostur
hermináms að hægt er að þjálfa samvinnu
við þessar aðstæður.
Ókostir hátæknihermináms
Þrátt fyrir vaxandi notkun hátækni-
hermináms við menntun heilbrigðis-
starfsfólks eru enn margir þættir sem
standa í vegi þess að notkun hennar
breiðist út. Einn gallinn felst í því að
hún er viðbót við núverandi námskrár
heilbrigðisvísindagreina og kemur ekki
í stað annarra kennsluaðferða (Rauen,
2001). Þannig hefur hún í för með sér aukið
vinnuálag fyrir leiðbeinendur því tímafrekt