Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Síða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Síða 19
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 2011 15 manneskju og umhverfis er. Leiðbeiningar höfundar eru byggðar á rannsóknum, sérfræðiþekkingu og viðmiðum frá Hjarta- vernd í Bandaríkjunum og heilbrigðis- stofnunum. Þessar leiðbeiningar geta hjálpað til við að finna eðlileg viðmið til að ná heilsumarkmiðum og viðhafa heilbrigðar lífsvenjur. Höfundur mælir ekki með að notuð séu bætiefni heldur staðhæfir að hægt sé að fullnægja daglegri næringarþörf með hollu fæði í hæfilegu magni. Þegar fjallað er um fæðutegundir leggur höfundur mesta áherslu á að forðast viðbættan sykur en miðað er við að 45%-65% af hitaeiningum fæðunnar komi úr kolvetnum. Auka ber grófmeti og trefjar í fæðunni, borða meira af ferskum ávöxtum og grænmeti. Mælt er með að forðast vörur sem innihalda mettaða fitu en nota einómettaða og fjölómettaða olíu. Drekka á helst um tvo lítra af vatni á dag en forðast að drekka sætan ávaxtasafa og gosdrykki. Höfundur talar um að ekki séu vísindalegar leiðbeiningar um að nota beri lífrænt ræktaðar matvörur heldur er það val hvers og eins. Varðandi hreyfingu er mælt með að fólk þjálfi sig að minnsta kosti í tvær og hálfa klukkustund á viku auk styrktarþjálfunar tvo daga vikunnar. Í bókinni eru gefin dæmi um fæðutegundir sem gott er að hafa á heimilinu og hvað ætti að hugsa um þegar farið er að versla. Gefin eru dæmi um hollar uppskriftir og hvernig njóta má góðra matarvenja. Lokakaflinn er tileinkaður leiðbeiningum um hvernig maður sækir sér frekari fræðslu á ákveðnum sviðum og dæmi gefin um vefföng og hvar hægt er að fá upplýsingar frá viðurkenndum félagasamtökum. Þessi bók er góð hvatning fyrir hjúkrunarfræðinga um að hugsa vel um eigin heilsu ekki síður en um heilsu annarra. Efnið er auðlesið og sett þannig upp að leiðbeiningarnar eru auðveldar og gætu að mörgu leyti hentað almenningi til að auka þekkingu um heilsuna. Sólfríður Guðmundsdóttir er hjúkrunar fræðingur með meistaragráðu í fjölskyldu hjúkrun og doktors gráðu í stjórnun lýðheilsu. Hún starfar við Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði og er ráðin tímabundið til FÍH til að stuðla að heilsueflingu félagsmanna. hjúkrunarfræðingur MEÐ SÉRMENNTUN - VILT ÞÚ BREYTA TIL? Kynntu þér atvinnutækifæri í Noregi. Óskum eftir ljósmæðrum og sérhæfðum hjúkrunar- fræðingum til að starfa við gjörgæsluhjúkrun, skurðhjúkrun, svæfingahjúkrun og bráðahjúkrun í skemmri og lengri tíma í Vestfold fylki, Akershus fylki og Osló. Þetta er spennandi tækifæri til að auka víðsýni og styrkja starfshæfni. gilt starfsleyfi og tungumálakunnátta nauðsynleg. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu okkar www.solstodur.is. Starfsviðtal er hægt að panta hjá Rósu Þorsteinsdóttur, ráðningarstjóra, í síma 514 1452 eða 861 6357, eða á tölvupóstfanginu rosa@solstodur.is. Sólstöður er félag sem sérhæfir sig í að útvega heilbrigðisstarfsfólki afleysingastörf til lengri eða skemmri tíma erlendis. Áreiðanleiki og traust er ávallt haft að leiðarljósi í störfum félagsins. Sólstöður ehf. Laugavegi 182, 105 Reykjavík, sími: 5141452 PO RT h ön nu n Sólsto ur Atvinnutækifæri

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.