Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Side 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Side 20
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 201116 Fyrir hjúkrunarfræðinga, stjórnendur, hjúkrunarkennara og þá sem taka ákvarðanir á öllum stigum samfélagsins er mikilvægt að hafa góða siðfræðiundirstöðu. Hún er einnig grundvallarskilyrði fyrir góðri umönnun. Með því að stunda hjúkrunarrannsóknir viljum við búa til vitneskju sem gagnast heilbrigði, hjúkrunaraðgerðum og styrkingu sjúklinga. Hluti þessarar vitneskju kemur úr rannsóknum í siðfræði. Nauðsynlegt er að slíkar rannsóknir beinist að víðu sviði og séu stundaðar af vel þjálfuðum rannsóknarteymum. Þær þurfa að birtast í vísindatímaritum, hafa alþjóðlega skírskotun, byggjast á öðrum rannsóknum og vera notaðar í rannsóknarþjálfun og í áætlunum hjúkrunarrannsakenda. Ekki er til mikið af klínískum reynslu- rannsóknum í siðfræði í hjúkrun. Meira er til af kenningarskrifum, kennslubókum, umræðugreinum og álitsgreinum. Þetta er allt mikilvægt en til þess að búa til vísindarök fyrir íhlutunum hjúkrunar- fræðinga þarf að forgangsraða reynslurannsóknum betur. Fleiri rannsóknir þarf í klínískri siðfræði. Klíník fjallar um sjúklinga en klíník virðist vera mest rannsakaða sviðið innan hjúkrunar. Rannsóknarspurningar innan klínískrar siðfræði geta fjallað um erfið skeið lífsins (eins og hvenær, hvernig og af hverju mannfólkið fæðist og deyr) og réttindi sjúklinga (til dæmis sjálfræði, einkalíf, friðhelgi). Þær geta einnig fjallað um siðfræðihugsun og athæfi hjúkrunarfræðinga (að taka ákvarðanir, að segja satt, að vera málsvari sjúklings og að veita upplýst samþykki) eða leiðir til þess að greina og skýra frá siðfræðivandamálum (til dæmis siðfræðinefndir og siðfræðifundir). Á öllum þessum sviðum er hægt að finna dæmi um að hjúkrunarfræðingar breyti rétt. Aftur á móti eru einnig spurningar sem sjaldan er hreyft við. Við vitum til dæmis ekki margt um siðfræði heilsueflingar eða sjúklingafræðslu. Það sama má segja um siðfræði heilbrigðistækninnar eða við umönnun heilabilaðra. Rannsaka þarf betur siðfræði hjúkrunarmenntunar. Siðfræðispurningar fjalla hér um réttindi og skyldur kennara og nemenda, innihald og aðferðir siðfræðikennslunnar og mat á námsárangri við siðfræðikennslu. Samkvæmt venjum hafa í hjúkrunarnámi verið kenndar siðfræðireglur heilbrigðis- stétta (Numminen o.fl., 2008). Innihald siðfræðikennslunnar er þó æði misjafnt milli hjúkrunarskóla. Sums staðar hefur Helena Leino-Kilpi, helena.leino-kilpi@utu.fi Fræðimaður í fullu fjöri SIÐFRÆÐIRANNSÓKNIR VANTAR Í HJÚKRUN Ekki er nóg gert af því að rannsaka siðfræði í hjúkrun að mati Helenu Leino- Kilpi frá Finnlandi. Sérstaklega vanti rannsóknir í klínískri siðfræði. Helena tekur hér við kefli Garys Rolfe sem skrifaði í síðasta tölublað. Stefnt er að því að birta áfram pistla eftir erlenda fræðimenn í hjúkrun.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.