Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Page 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Page 21
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 2011 17 góð siðfræðileg hegðun jafnvel verið skilgreind sem eitt af helstu markmiðum hjúkrunarkennslunnar. Eftir aldamót hafa umbætur í hjúkrunarmenntun átt sér stað víða í Evrópu og í heiminum öllum. Hins vegar hafa þessar umbætur ekki verið mikið rannsakaðar. Því vitum við ekki ýkja mikið um námsárangur í siðfræði, um siðfræðihugsun hjúkrunarnema eða um hvernig gildismat þeirra breyttist á námstímabilinu. Rannsaka þarf betur siðfræði hjúkrunar- stjórnunar. Rannsóknar spurningar á þessu sviði tengjast skipulagsheildinni, valdamynstri, öfund milli stétta, siðfræðivenjum og forystu og stjórnun. Rannsóknir sýna að hjúkrunarstjórnendur sjá siðfræðivanda við ráðstöfun fjármuna (sjá til dæmis Aitamaa o.fl., 2010). Að auki sjá hjúkrunarfræðingar stundum hvernig hallar á sjúklinga, oft vantar vettvang fyrir umræður um siðferðilega vafasöm atvik og eins getur samstaða innan stétta verið siðferðilega vafasöm. Þessi vandamál ögra rannsakendum og hvetja þá til að skoða heilbrigðisstofnunir frá nýjum siðfræðissjónarhóli. Til dæmis er í mörgum löndum greint frá skorti á hjúkrunarfræðingum. Ein ástæða skortsins er að hjúkrunarfræðingar staldra ekki allir við í heilbrigðisþjónustu heldur finna þeir atvinnumöguleika utan hjúkrunar. Ein leið til þess að halda hjúkrunarfræðingum í vinnu innan heilbrigðiskerfisins getur verið að styðja við þá á heilbrigðisstofnunum, veita þeim möguleika að stunda afbragðshjúkrun og styðja við siðferðisþroska þeirra. Þannig getur siðfræði einnig skipt máli við mótun heilbrigðisstefnu. Rannsaka þarf betur siðfræði hjúkrunar- rannsókna. Í því felst að rannsakendur þurfa að greina hvernig þeir leysa sín eigin siðfræðivandamál. Þetta mætti kalla rannsóknarsiðfræði í hjúkrun. Undir er allt rannsóknarferlið, frá því hvernig rannsóknarspurningar eru orðaðar til þess hvernig skýrt er frá niðurstöðum. Í flestum löndum er sterklega mælt með því að hugað sé að siðfræði rannsókna og vel fylgst með framkvæmdinni. Heimssamtök lækna hafa til dæmis birt fjölda siðfræðiyfirlýsinga og er Helsinkiyfirlýsingin ein þeirra. Siðfræðileyfi þarf nú í flestum löndum og er þess krafist bæði hjá heilbrigðisstofnunum, háskólum, styrkveitendum og vísindatímaritum. Þetta á einnig við um hjúkrunarrannsóknir. Hjúkrunarrannsakendur þurfa því að íhuga siðfræði og vera gagnrýnir á eigin verk. Vert er að skoða sérstaklega siðfræði þess efnis sem birtist í vísindatímaritum. Hjúkrunarfræðingar lesa sér til í vísindatímaritum til þess að leita að rökum fyrir íhlutunum sínum og þurfa að geta treyst því að siðfræðin sé í lagi í birtum greinum. Ekki er vitað um nein sérstök rannsóknarsiðfræðileg vandamál í hjúkrunarrannsóknum. Hins vegar hafa ritrýnar haft ýmsar áhyggjur eins og kemur fram í nýlegri grein í Nursing Ethics (Broome o.fl., 2010). Helsta umræðuefni greinarinnar er að þátttakendur í rannsóknum njóti ekki nægilegrar verndar. Það er því ljóst að hjúkrunarrannsakendur, eins og allir vísindamenn, verða að stunda símenntun á sviði rannsóknarsiðfræði. Vísindatímarit þurfa að hafa skýrar siðferðisreglur og aðferðir til þess að greina ritstuld og önnur siðfræðileg vandamál. Slíkt mun verða æ mikilvægara vegna aukinna möguleika til þess að misnota rafræn gagnasöfn. Eins og hér hefur komið fram er rann- sóknar siðfræði mikilvæg fyrir margar sakir. Það er hins vegar ekki auðvelt að útvega rannsóknarstyrk vegna siðfræði rannsókna. Margir styrktar - aðilar kjósa fremur að styrkja nytja- rann sóknir og vilja sjá niðurstöður sem hægt er að koma í framkvæmd sem fyrst. Siðfræðirannsóknir leiða ekki endi lega til niðurstaðna sem geta nýst beint í framkvæmd. Hins vegar geta niðurstöðurnar leitt til nýs hugsunarháttar eða boðið upp á nýja valmöguleika. Þær geta stutt við ákvörðunartöku og forgangsröðun, sett spurningarmerki við hefðbundnar starfsaðferðir og fundið nýjar leiðir til þess að halda uppi virðingu fyrir sjúklingnum við umönnun. Það er því ástæða fyrir rannsakendur að hafa brennandi áhuga á siðfræði. Til þess að stunda siðfræðirannsóknir í hjúkrun þarf greiningartæki. Almennt talað vantar tæki til þess að greina siðfræðivandamál. Hins vegar bætir það ekki þekkingargrunn fræðigreinarinnar ef allir rannsakendur búa til sín eigin greiningartæki. Það er því nauðsynlegt að koma á fót langtímaverkefni þar sem er stefnt að því að móta slík tæki. Norðurlönd hafa sýnt áhuga á siðfræði- rannsóknum í hjúkrun. Þegar á níunda áratugnum birtust á Norðurlöndum, raunar í Noregi, leiðbeiningar varðandi siðfræði í hjúkrunar rannsóknum og þær voru með fyrstu leið beiningum sem birtust á þessu sviði í heiminum. Æskilegt væri að hlúa að norrænum rannsóknum á siðfræði í hjúkrun, til dæmis með því að koma í kring norrænum rannsóknar- námskeiðum í siðfræði og veita rannsakendum möguleika til starfsframa á þessu sviði. Heimildir Aitamaa, E., Leino-Kilpi, H., Puukka, P., og Suhonen, R. (2010). Ethical problems in nurs- ing management: The role of codes of ethics. Nursing Ethics, 17, 469-482. Broome, M., Dougherty, M., Freda, M., Kearney, M., og Baggs, J. (2010). Ethical concerns of nursing reviewers: An international survey. Nursing Ethics, 17 (6), 741-748. Numminen, O., van der Arend, A., og Leino-Kilpi, H. (2008). Nurses’ codes of ethics in practice and education: A review of the literature. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 23 (2), 380-394. Helena Leino-Kilpi er prófessor og deildarforseti hjúkrunar- fræðideildar við háskólann í Turku. Hún er einnig forstöðumaður Finnska skólans í hjúkrunarrannsóknum en skólinn er stofnun við háskólann í Turku. Helena hefur birt á þriðja hundrað ritrýndra greina. Áhugasvið hennar eru siðfræði og gæði í hjúkrun. Í háskólanum kennir hún heimspeki og rannsóknaraðferðir ásamt því að leiðbeina doktorsnemum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.