Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Síða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Síða 23
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 2011 19 vitnað í stjórnarskrá um nauðungarvistun og virðist sem innilokun á stofnun falli undir þau ákvæði í lagalegum skilningi. Hún er því í raun ekki lögleg nema til komi svipting sjálfræðis sem algengt er að beita tímabundið þegar í hlut eiga einstaklingar með alvarlegan geðsjúkdóm. Þau lög gagnast hins vegar ekki vel fyrir aldraða með heilabilun þar sem bæði einkenni og tímarammi vandans er allt annar. Raunar er það svo að furðulítið hefur verið fjallað um læsingar á sérdeildum fyrir fólk með heilabilun, til dæmis finnst lítið um þetta atriði í fræðiskrifum um slíkar sérdeildir. Það bendir til þess að fagfólk á sviðinu sé vissulega ósátt við að læsa saklausa skjólstæðinga sína inni en eigi erfitt með að benda á aðra kosti. Áður hefur verið vitnað hér í ályktun gæðaráðs í öldrunarhjúkrun hjá Landlæknisembættinu sem einmitt fjallar sérstaklega um læsingarnar og slær föstu að þær séu á gráu svæði lagalega. Í því áliti virðast einungis tveir kostir: annars vegar svipting sjálfræðis og hins vegar innilokun. Úrræði Skoðum nú félagsþjónustulögin dönsku. 125. grein þeirra fjallar um viðvörunarkerfi og sérstakan dyrabúnað. Hægt er að fá sérstakt leyfi viðkomandi yfirvalda (nefndir hjá sveitarfélögum) til að nota viðvörunarkerfi, til dæmis GPS-búnað sem lætur vita þegar íbúi fer út fyrir ákveðið svæði. Þetta er vægasta aðgerðin. Næsta stig er að setja útbúnað við dyr ef einum eða fleiri íbúum telst hætta búin af að fara út. Sá útbúnaður má ekki vera læsing heldur eitthvað sem seinkar útgöngu og er skylt að hafa bjöllu eða annað svo að íbúar geti óskað eftir aðstoð við að komast út. Ekki má hindra neinn íbúa í að fara ferða sinna ef hann krefst þess nema fengið hafi verið sérstakt leyfi til þess samkvæmt 127. grein laganna (um að hindra íbúa með valdbeitingu í að yfirgefa stofnun) og er það þá alvarlegasta inngripið. Öll þessi leyfi eru háð því að sýnt sé fram á að 1) íbúi sé ófær um að gæta sín og að honum eða umhverfi hans sé veruleg hætta búin og 2) að aðrar og mildari aðferðir hafi verið reyndar án árangurs. Leyfin eru veitt tímabundið og skulu endurskoðuð innan 8 mánaða en leyfi til að hindra með valdbeitingu samkvæmt 127. grein skal vera í stöðugri endurskoðun. Hvernig fara nú Danir að að framfylgja þessum lögum sem virðast vissulega mjög róttæk miðað við íslenskan veruleika? Fara þeir ekki bara í kringum þau? Síðastliðið haust fékk ég tækifæri til námsdvalar í sérstofnun fyrir fólk með heilabilun á vegum Kaupmannahafnar, Pilehuset. Hér er um að ræða hjúkrunarheimili og dagþjálfun. Stofnunin er ólæst í þeim skilningi að alls staðar má finna útgöngudyr. Þar eru þó margar læstar dyr en þeirri reglu er fylgt að hver einstaklingur eigi möguleika á að komast út og fara ferða sinna. Eitthvað er um notkun á viðvörunartækjum fyrir einstaka skjólstæðinga en það er ekki algengt og gert að fengnu leyfi. Það sem er gert til að tryggja öryggi íbúanna var að öllu umhverfi er þannig hagað að það hvetji til að halda sig á öruggum svæðum. Víða eru útgöngudyr deilda faldar með því að mála landslagsmynd yfir þær og vegginn. Fólk kemst alls staðar út í garð en garðarnir eru þannig skipulagðir að þeir dragi fólk fremur að svæðum sem liggja til baka inn heldur en að útgönguhliðum. Þannig er í einum garðinum stórt búr með Frá hjúkrunarheimilinu Pilehuset í Kaupmannahöfn. Á myndinni sést móta fyrir dyrunum inni í landlags- myndinni. Sumir sátu gjarnan við myndina og undu sér vel en enginn reyndi að komast út um ólæstar dyrnar. páfagaukum í veggnum sem hægt var að skoða bæði inni og úti. Það má deila um siðferði þessa fyrirkomulags en í reynd er það þó miklu æskilegra en læsingar. Talsvert er til af rannsóknum sem sýna að á sérdeildum fyrir fólk með heilabilun er því meira um að fólk reyni að komast út og verði órólegt við útidyr deildar eftir því sem þær eru meira áberandi. Langir gangar með dyrum á endanum eru algengir og vel þekkt að órólegir einstaklingar dragast að þeim. Líklegt má telja að læsingar með lyklum stuðli enn fremur að óróleika. Það er með öðrum orðum tilfinningin um að vera læstur inni fremur en að viðkomandi vilji endilega fara sem skapar óróleikann í mörgum tilvikum (Namazi og Johnson, 1992). Það er ekki tilgangur þessara skrifa að kveða upp dóm um réttar leiðir í þessum vandasömu málum heldur að vekja umræður, benda á að löggjöf og framkvæmd á Íslandi helst ekki nægilega í hendur og ekki síst að hvetja fagfólk til að leita leiða til að tryggja öryggi skjólstæðinga með aðferðum sem skerða sjálfræði þeirra eins lítið og framast er unnt. Það er mikið hægt að gera í þessa átt – við getum gert miklu betur en

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.