Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Qupperneq 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Qupperneq 24
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 201120 við gerum núna ef við setjum okkur að forgangsraða sjálfræði fram yfir ofverndun og forræðishyggju. Reynsla Dana og fleiri, ásamt þeim fremur fáu rannsóknum sem hafa verið gerðar, bendir þó til þess að leiðin út úr læstu deildunum liggi í talsvert víðtækum umhverfisbreytingum á stofnunum fyrir fólk með heilabilun. Má þar nefna atriði eins og frjálsan aðgang að öruggu útivistarsvæði, umhverfishönnun sem laðar skjólstæðinga að hættulausum svæðum, útgönguleiðir sem eru ekki áberandi og ekki síst aukin tilboð um ánægjulega virkni, ekki síst á viðkvæmum tímum dagsins, svo sem vaktaskiptum starfsfólks og tímapunktum þar sem fólki er eðlilegt að snúa til starfa sinna, svo sem eftir matarhlé (Namazi og Johnson, 1992; Cohen-Mansfield og Werner, 1998). Skerðing á hreyfingu Algengasta skerðing hreyfingar er notkun fjötra af ýmsu tagi. Þá má skilgreina á þennan hátt: „Öll takmörkun á hreyfingu eða eðlilegum aðgangi að eigin líkama með líkamlegum aðferðum eða tækjum og öðrum búnaði“ (Kirkevold o.fl., 2003). Undir þessa skilgreiningu falla þá föt eins og samfestingar sem eru lokaðir á baki og einnig lokaðar bleyjur þar sem hvoru tveggja er ætlað að hindra að einstaklingurinn komist að líkama sínum. Einnig má segja að það að gefa skjólstæðingum róandi lyf, sem blandað er í mat og drykk án vitundar og vilja hans, sé náskylt fjötranotkun. Inn í þessa skilgreiningu fellur einnig notkun hindrana af því tagi að halda fólki föstu við til dæmis persónuleg þrif eða aðra umönnun. Einnig fellur hvers konar eftirlit, til dæmis rafrænt, undir þessa skilgreiningu (Kirkevold o.fl., 2003). Kirkevold og félagar (2003) skoðuðu hve fjötrar voru notaðir oft samkvæmt þessari víðu skilgreiningu í Noregi. Þeir fengu svör frá yfir 60% norskra öldrunarstofnana og reyndust 38% þeirra nota líkamlega fjötra þá en 78,7% notuðu fjötra og hindranir samkvæmt víðari skilgreiningunni. Ekki sýnist ástæða til að ætla annað en að svipað sé uppi á teningnum hér á landi, þó með þeim fyrirvara að rannsóknin er orðin nokkurra ára og á síðustu árum hefur fagfólk í öldrunarhjúkrun orðið meðvitað um nauðsyn þess að draga úr fjötranotkun og sumar stofnanir gert átak í því. Má því telja líklegt að fjötranotkun hafi heldur minnkað frá því sem var. Notkun fjötra í umönnun skjólstæðinga, hvort sem þar er um að ræða sjúklinga á gjörgæslu, geðdeild eða aldraða á heilabilunardeild, svo dæmi séu nefnd, er klassískt dæmi um áreksturinn milli þess sjónarmiðs að vernda velferð skjólstæðings og að virða sjálfræði hans. Líkamlegir fjötrar eru að sjálfsögðu gróft inngrip í sjálfræði einstaklings og er alls staðar um þá fjallað sem neyðarúrræði sem einungis megi grípa til þegar allt annað hefur verið reynt. Hér verður aðeins fjallað um notkun fjötra í umönnun aldraðra en algengustu ástæður fyrir notkun þeirra eru að verja einstakling falli en einnig óróleiki. Oftast er um að ræða að fólk er bundið í stól með belti til að varna því að það standi upp en einnig eru notuð belti í rúm til að varna því að einstaklingurinn komist fram úr. „Líkamlegir fjötrar eru að sjálfsögðu gróft inngrip í sjálfræði einstaklings.“ Það er fljótgert að fjalla um íslenska löggjöf og reglugerð um fjötra: hún er ekki til. Um þetta atriði gilda væntanlega sömu undantekningar frá sjálfræðisákvæði stjórnarskrárinnar sem áður hefur verið vitnað til, þ.e. einstaklingur skal vera sviptur sjálfræði til að hindra megi hreyfingu hans með þessum hætti. Að sjálfsögðu getur þetta verið gert með samþykki skjólstæðingsins, um það verður nánar fjallað síðar. Í dönsku lögunum (Lov om social service, 2007) segir í 128. grein að hægt sé að fá sérstakt leyfi til að binda skjólstæðinga í stól, rúm eða á salerni ef fyrir liggi veruleg hætta á að einstaklingurinn muni annars hljóta alvarlega byltu (væsentlig personskade). Eins og annars staðar í dönsku löggjöfinni er leyfið veitt tímabundið og skal stöðugt meta hvort hægt sé að komast af með minni skerðingu á sjálfræði skjólstæðings. Í fyrrnefndri námsdvöl höfundar í Pilehuset sáust fjötrar nær aldrei notaðir. Undantekning var maður með Huntingtons-sjúkdóm sem hefur mikla hreyfihömlun í för með sér. Hann var bundinn í hjólastólinn með svokölluðu þriggja punkta belti en fyrir því lá formlegt samþykki frá honum. Það virtist forvitnilegt að fá að vita hvernig Danir færu að því að afstýra föllum þar sem enginn var bundinn. Mai Britt Henriques, klínískur sérfræðingur í hjúkrun við Pilehuset, svaraði þessu á þessa leið: „Þegar skjólstæðingur dettur skoðum við allar kringumstæður og ástand viðkomandi. Við athugum líkamlegt ástand, líðan og virkni, hvort viðkomandi fái næga hreyfingu og þjálfun, að umhverfið sé hentugt og að hann hafi viðeigandi hjálpartæki. Svo er athugað hvað starfsfólkið gerir, er það innstillt á að styðja einstaklinginn til sjálfstæðis eða vill það frekar vera laust við erfiðið og notar þá fjötra og segir það vera í öryggisskyni.“ Mai Britt fór nánar út í hjúkrunaraðgerðir en þær voru í raun allar kunnuglegar og er einnig að finna í íslenskum leiðbeiningum sem vissulega eru ekki margar en dæmi um þær eru á heimasíðu hjúkrunarheimilisins Sóltúns. Farið verður nánar í þessar aðgerðir síðar. Hvaða munur er hér þá á ferð? Ég hafði vonast eftir patentlausn en Danir bjuggu greinilega ekki yfir henni. Margt bendir til að ástæða þess að föll eru ekki mikið vandamál þótt fjötrar séu nánast bannaðir sé einmitt þetta: úrræðið fjötranotkun er óaðgengilegt vegna strangrar löggjafar og það leiðir til þess að starfsfólk þarf að finna önnur úrræði. Rannsóknir á hvaða úrræði draga mest úr fjötranotkun benda til hins sama: það er að minnsta kosti jafnáhrifaríkt að banna notkun fjötra eins og að fræða starfsfólk um aðferðir til að draga úr notkun þeirra (Dunn, 2001). Öryggi skjólstæðinga Það er ljóst af ofanrituðu að fjötrar í öldrunarþjónustu eru fyrst og fremst notaðir til að tryggja öryggi, aðallega til að varna byltum, aðrar hindranir (gallar, lokaðar bleyjur) miða að því að halda skjólstæðingi þurrum. En virka fjötrarnir, ná þeir tilætluðum árangri?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.