Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Síða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Síða 32
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 201128 Kostnaðarábatagreining heilbrigðis áætl- un ar innar var unnin af Hagfræði stofnun Háskóla Íslands í maí árið 2000. Ætlunin með kostnaðargreiningunni var að leggja hagrænt mat á hve mikið kostnaður samfélagsins myndi minnka ef markmið heilbrigðisáætlunarinnar næðu fram að ganga. Það kemur þó skýrt fram að kostnaðargreining heilbrigðis áætlunarinnar felur ekki í sér fullkomna eða tæmandi kostnaðar ábatagreiningu þeirra markmiða sem sett eru fram í skýrslunni. Í útreikningum Hagfræðistofnunar var kost naður samfélagsins metinn á nokkrum þáttum heilbrigðisáætlunarinnar. Sam- félags legur kostnaður áfengis notkunar var metinn á 5,7-7,7 milljarða króna á ári og tóbaksnotkun var metin á 4,4-8,6 milljarða króna á ári. Sé þessi kostnaður uppfærður á núgildandi verð lag er um að ræða kostnað vegna áfengisnotkunar upp á 10-14 milljarða og kostnað vegna tóbaksnotkunar upp á 8-15 milljarða króna. Útreikningar annarra þjóða á þjóðhagslegri byrði vegna áfengis- og vímuefnaneyslu er töluvert hærri og sé miðað við neyslu Íslendinga gæti kostnaðurinn verið 30-80 milljarðar á ári. Útreikningar Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar, WHO, hafa til dæmis sýnt að innan Evrópu er árlegur kostnaður samfélagsins af áfengisneyslu um 1-3% af vergri landsframleiðslu hverrar þjóðar. Samkvæmt þeim tölum ætti samfélagslegur kostnaður áfengis- notkunar hér á landi að vera 15-45 milljarðar króna. Kostnaðargreining heilbrigðis áætlunar- innar byggist á kostnaðar ábata greiningu (cost-benefit analysis) sem er ein af aðferðum heilsuhagfræðinnar til að meta kostnaðarhagkvæmni ýmissa ákvarðana eða framkvæmda innan heilbrigðis- kerfisins. Heilsuhagfræði er fræðigrein sem fjallar meðal annars um það hvernig best sé að nýta það fé, sem veitt er í heilbrigðiskerfið, á sem skynsamlegastan hátt. Heilbrigðiskerfi annarra landa hafa nýtt sér ýmsar aðferðir heilsuhagfræðinnar við forgangsröðun og stefnumótun. Í Bretlandi og Bandaríkjunum er löng hefð fyrir kostnaðarábatagreiningum og ýmsum öðrum tegundum kostnaðar greininga sem lagðar eru til grundvallar þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar innan heilbrigðiskerfisins, til dæmis varðandi nýja forvarnaríhlutun, nýja meðferð, nýja þjónustu, ný lyf eða endurskoðun á núverandi þjónustu. Aðferðir heilsuhagfræðinnar geta því virkað sem ein skonar þröskuldur á framboð þar sem meðferð eða forvarnaríhlutun þarf að vera gagnreynd og skilvirk. Tilhneigingin er venjulega sú að veita of mikla heilbrigðisþjónustu þegar það er ríkið sem greiðir mestan hluta kostnaðarins. Kostnaðarábatagreiningar taka oft mið af því að verðleggja líf og heilsu. Saman- burður er síðan gerður á kostnaði og ábata til þess að sýna fram á heildaráhrif ákvörðunarinnar. Greiningin tekur ekki einungis tillit til efnahagslegra þátta heldur einnig til huglægra þátta, svo sem þjáningar. Margar rannsóknir liggja að baki kostnaðarábatagreiningu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, sumar innlendar og aðrar erlendar en flestar þær innlendu eru einnig byggðar á erlendum rannsóknarniðurstöðum. Greiningin er að hluta til byggð á erlendri aðferðafræði og erlendum rann- sóknum sem lagaðar eru að íslenskum aðstæðum. Leiðrétt er út af mannfjölda, tíðni, gengi, launataxta og ólíkum kostnaði heilbrigðisþjónustunnar. Inn Helga Garðarsdóttir, helga.gardarsdottir@sjukra.is KOSTNAÐARÁBATAGREINING HEILBRIGÐISÁÆTLUNAR TIL ÁRSINS 2010 Fjallað er um heilbrigðisáætlun til ársins 2010 á öðrum stað í blaðinu. Með áætluninni fylgdi kostnaðarábatagreining og er farið yfir hana hér. Í leiðinni eru útskýrð ýmis hugtök innan heilsuhagfræðinnar.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.