Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 41
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 2011 37 Mynd 1. Dæmi um SVÓT - greiningu á almennri hjúkrunardeild. Sterkar hliðar Deildin vel mönnuð af hæfileikaríku starfsfólki Starfsánægja mælist há meðal starfsfólks vegna góðs stjórnanda. Lítil starfsmannavelta. Tækifæri Taka í notkun gæðavísa, t.d. í formi sjúklingakannana. Veikar hliðar Gæðavísar ekki notaðir á deild. Almenn notkun á rafrænni sjúkraskrá ekki nægjanleg. Ógnir Fyrirhugaðar breytingar sökum sparnaðar innan LSH. að leiðarljósi. Í þessari vinnu var litið til allra þeirra þátta er máli skipta við rekstur sjúkrahússins. Slíkt er mikilvægt til þess að stefnumótunin verði raunhæf og hæfi starfsemi spítalans (Landspítali, 2010b). Lögð var áhersla á að gæði þjónustunnar yrðu aukin, afköst hámörkuð og sóun haldið í lágmarki á spítalanum. Hlutverk stjórnenda í þessu stefnumótunarferli er að leggja áherslu á mikilvægustu þætti rekstrarins og það sem skiptir mestu máli í þjónustu spítalans við sjúklinga sína. Með því vinnur Landspítali í anda hinna nýju gilda. Nýju gildin, sem unnið verður eftir, eru fjögur: umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun. Hlutverk stjórnenda Samkvæmt útgefnu efni Landspítalans um ábyrgðarsvið stjórnenda (Land- spítali, 2010a) kemur fram að hjúkrunar- deildarstjóri ber margvíslega ábyrgð á hjúkrunardeildinni. Hann á ávallt að hafa í huga gildi Landspítalans, sýn og stefnur og beita þeim við daglega stjórnun innan deildarinnar. Gerðar eru kröfur til hjúkrunardeildarstjórans um hæfni og kunnáttu til þess að útfæra gildin í starfi og miðla þeim til undirmanna sinna. Hvaða hæfileika og skyldur verður stjórnandi að hafa til þess að geta útfært hin nýju gildi LSH? Með faglegum vinnubrögðum, samkvæmt þeim starfs- kröfum er gerðar eru til hjúkrunar- deildarstjóra (Landspítali, 2009a), verður hann meðal annars að sjá um að gerð sé mönnunaráætlun í samræmi við þarfir og fjárheimildir deildarinnar. Það er einnig á herðum hjúkrunardeildarstjóra að bjóða bestu þjónustu sem völ er á, meðal annars með því að innleiða breytingar sem yfirstjórn spítalans setur og aðlaga þær starfsfólki og starfsemi deildarinnar. Hjúkrunardeildarstjóri á einnig að standa vörð um réttindi sjúklinga og greiða úr öllum þeim vandamálum er upp geta komið varðandi óánægju og kvartanir sjúklinga og aðstandenda þeirra. Það er einnig á ábyrgð hjúkrunardeildarstjóra að sjá um að öll skráning á deildinni sé í samræmi við verklagsreglur spítalans og flæði sjúklinga á deild sé stjórnað í samstarfi við aðrar deildir spítalans. Hvað starfsmannamál snertir verður hjúkrunardeildarstjóri að geta séð um margvísleg verkefni. Má þar nefna ráðningu, móttöku og þjálfun nýrra starfsmanna og umsjón með því að allir nýir starfsmenn fái í hendur starfslýsingu og að þeim sé kunnugt um hvert starf þeirra er, slíkt stuðlar að auknu öryggi á deildinni. Símenntun og starfsþróun allra starfsmanna er enn fremur á hendi hjúkrunardeildarstjóra. Hjúkrunardeildarstjóri verður að geta stuðlað að jákvæðu starfsumhverfi og vera til fyrirmyndar í starfi og hegðun. Góð þekking á hjúkrun og góð samskiptahæfni eru ákjósanlegir eiginleikar hjúkrunardeildarstjóra (Landspítali, 2009a). Leiðtogahæfni, sem nýtist í samskiptum við alla starfsmenn deildarinnar, er vitaskuld einnig góður eiginleiki. Þá skal hjúkrunardeildarstjóri einnig vera öðrum fyrirmynd í vönduðum og öguðum vinnubrögðum ásamt góðri þekkingu á þjónustu Landspítala. Hann þarf að geta haldið í dýrmæta starfsmenn með góðri stjórnun á deild. Með því að uppfylla þær starfskröfur. sem gerðar eru til stjórnandans, má segja að hann útfæri gildi spítalans með faglegum vinnubrögðum. Til þess að skoða vægi nýju gildanna, umhyggju, fagmennsku, öryggis og framþróunar, sem LSH kynnti fyrir stuttu, notaði ég SVÓT-greiningu. SVÓT er skammstöfun fyrir orðin sterkar hliðar, veikar hliðar, ógnir og tækifæri en þessi orð eru notuð þegar eining, til dæmis almenn hjúkrunardeild, er metin út frá þessum viðmiðum (Ference og Thurman, 2009). SVÓT-greiningin getur verið dýrmætt tæki fyrir stjórnendur til þess að meta stöðu og möguleika deildarinnar. Sterkar og veikar hliðar koma innan frá, svo sem notkun á gæðavísum og mönnun á deildinni, en tækifæri og ógnir stafa af ytra umhverfi sem hefur áhrif á starfsemi deildarinnar. Slíkt getur átt við um yfirvofandi lokanir á starfseiningum spítalans sökum sparnaðar. Með því að nota þessa greiningu geta stjórnendur unnið markvisst að því að bæta og styrkja þá þætti er þurfa þykir og ekki síður viðhalda þeim þáttum er vel koma út í SVÓT-greiningunni (Ference og Thurman, 2009). Í raun ætti að gera SVÓT-greiningu reglulega á þeim þáttum er varða þjónustu hjúkrunardeildar. Með SVÓT-greiningunni getur hjúkrunar- deildarstjórinn fylgst með hvort sú þjónusta, sem veitt er á deildinni, er í samræmi við hin nýju gildi LSH. Dæmi um SVÓT-greiningu er að finna á mynd 1. Á mynd 2 er enn fremur gerð slík greining á umhyggju á sömu deild. Skilgreining LSH á gildunum Samkvæmt stefnu LSH til 2016 miðast starfsemi spítalans við þarfir sjúklingsins og skilgreining spítalans á gildunum er þessi: „Umhyggja og fagmennska einkenna starf Landspítala. Öryggi sjúklinga, starfsmanna og samfélags er til grundvallar öllu starfi. Menntun og vísindi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.