Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Page 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Page 46
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 201142 Bergljót Líndal formaður setti hátíðina. Hún talaði vítt og breitt um tilveru deildarinnar og sagði frá dagskrá fundarins. Hún sagði 117 hjúkrunarfræðinga hafa sótt fundinn. Salurinn var fallega skreyttur og hátíðlegur. Oddný M. Ragnarsdóttir ritari sagði frá sumarferð öldungadeildar 10. júní 2010 sem var skemmtileg og vel heppnuð að vanda. Farið var til Skálholts, Geysis, Laugarvatns og Þingvalla. Guðrún Guðnadóttir gjaldkeri minntist 30 ára afmælis félagsins. Þar sagði hún frá upphafi deildarinnar sem þá var deild ellilífeyrisþega innan Hjúkrunarfélags Íslands, stofnuð 20. október 1980. Hlaut deildin nafnið Hlíf. Á stofnfund mættu 43 tilvonandi félagar. Rétt til aðildar áttu þeir félagar sem voru sjóðsfélagar í Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna og orðnir elli-, örorku- eða makalífeyrisþegar; jafnframt þeir félagar í Hjúkrunarfélagi Íslands sem náð höfðu 60 ára aldri þótt þeir væru ekki orðnir lífeyrisþegar í Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna. Fundað var tvisvar á ári fyrstu árin, vorfundir, sem jafnframt voru aðalfundir, og haustfundir. Fyrsta sumarferðin var farin 1991 og fyrsti jólafundurinn var árið 2000. Fundirnir voru haldnir í húsi félagsins fyrstu árin en nú hefur félagið flutt yfir á Grandhótel vegna þess hvað félögum hefur fjölgað mikið. Einnig ræddi hún þróun mála félagsins, einnig um kynni félagsins af dönskum eftirlaunaþegum, Senior sammen s lut- ningen í Dansk Sygeplejeråd, ferða lögum bæði danskra öldunga til Íslands og íslenskra til Danmerkur. Einnig greindi hún frá minjasafninu í Kolding og þeim áhuga okkar íslenskra félaga að setja upp samsvarandi minjasafn hér á Íslandi en það er í vinnslu. Stjórn öldungadeildar. Í stjórninni eru frá vinstri Oddný M. Ragnarsdóttir ritari, Erna Aradóttir, Emilía Guðjónsdóttir, Ingileif Ólafsdóttir, Bergljót Líndal formaður, María Guðmundsdóttir varaformaður, Nanna Jónasdóttir og Guðrún Guðnadóttir gjaldkeri. hjúkrunarfræðinga. Í lokin tók Guðrún fram hve gott það er að eiga þessa deild þar sem gamlir vinir og samstarfsmenn koma saman – það gefur lífinu gildi. Sveinn Einarsson, leikstjóri og rith öfund- ur og einn af gestum dagsins, flutti ávarp um það sem hann kallaði „Það sem allir vilja verða“. Hann sagði meðal annars: Aldurinn eða öldrun er það sem við komumst ekki hjá. Samfélagið á í erfiðleikum með þann stóra hóp aldraðra sem að mati margra fjölgar of Taldir voru upp formenn frá upphafi en þeir eru 7. Fyrsti formaður var Sigríður Bjarnadóttir 1980-1983. Núverandi for maður er Bergljót Líndal frá 2007. Guðrún sagði frá þeim þáttaskilum sem urðu á málum félagsins árið 1994 þegar það var „lagt niður“ ásamt Félagi háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga og stofnað nýtt sameiginlegt félag sem hlaut nafnið Félag íslenskra hjúkrunarfæðinga. Af þeim sökum var sú ákvörðun tekin að endurnýja deildina og fékk hún þá nafnið öldungadeild Félags íslenskra Oddný M. Ragnarsdóttir, oddnymr@simnet.is AFMÆLISFUNDUR ÖLDUNGADEILDAR 30 ára afmælis- og haustfundur öldungadeildar Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga var haldinn 20. október 2010 á Grandhóteli.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.