Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Qupperneq 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Qupperneq 50
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 201146 Í október 1939 var Samband íslenzkra berklasjúklinga stofnað að Vífilsstöðum með fulltrúum frá öllum heilsuhælum landsins, ásamt fulltrúum frá Landsspítala Íslands og St. Jósepsspítala í Landakoti. Ég er hrædd um að ég hafi verið ein af þeim vantrúuðu, já, fannst ef til vill eitthvert óbragð að slíkum samtökum sjúkra manna. Hver yrðu áhugamál slíks félagsskapar? Höfðu þessir þjáningabræður þá víðsýni, andlegt þrek og dugnað til að bera að gott eitt leiddi af samtökunum? Brátt kom í ljós hvert stefndi. Fyrsta áhugamálið var stofnun vinnuheimilis, tengiliðs milli heilsuhælisins og hins Valgerður Helgadóttir. daglega lífs. Verkefni þess átti að vera: „Að hagnýta til fullnustu í þágu þjóðfélagsins starfsorku sjúklingsins án þess að ofbjóða honum. Að fylgjast nákvæmlega með heilsu og vinnuþoli sjúklingsins og gera hann sér þess meðvitandi að hann er ekki lengur ómagi þjóðfélagsins. Að tryggja þjóðfélagið gegn smithættu, hættulegasta tímann, þ.e. fyrsta árið eftir brottskráningu af heilsuhælinu, en reynslan sýnir, að recidiva eru hlutfallslega flest á þeim tíma. Þótt sjúklingurinn sé smitlaus er hann útskrifast af hælinu getur hann orðið smitandi aftur, ef sjúkdómurinn versnar. Hlutverk vinnuhælanna eru fleiri: Þau létta á heilsuhælunum, losa þau við sjúklingana fyrr en annars væri hægt. Þau bæta þess vegna úr þörfinni fyrir fjölgun sjúkrarúmanna. Þau veita sjúklingunum dýrmætan tíma til þess að svipast um eftir framtíðaratvinnu, þau æfa hann og styrkja og búa hann eftir föngum undir að leysa af hendi þessa vinnu, sem fullgildur maður. Dvöl sjúklinganna á vinnuhælunum er misjafnlega löng, og fer eftir heilsu og atvinnuhorfum. Æskilegast mun vera að hafa sjúklingana þar eitt til þrjú ár.“ Þannig farast Oddi Ólafssyni yfirlækni orð í fyrstu greininni sem prentuð var um þetta mál í blaði S.Í.B.S., Berklavörn 1940. Vilmundur Jónsson landlæknir studdi hugmynd þessa með ráði og dáð frá byrjun og var ákveðið að leita til þjóðarinnar um fjáröflun. Það er löngu þjóðkunnugt, hvernig alþjóð tók undír þetta mál, þar sem segja má, að hvert mannsbarn hafi styrkt málefnið eftir beztu getu, hvenær sem leitað hefur verið til þess. Íslendingum er ljóst, að þroska hvers þjóðfélags má meta eftir því hvaða aðstoð þeir veita sjúkum og gömlum. „Þroska hvers þjóðfélags má meta eftir því hvaða aðstoð þeir veita sjúkum og gömlum.“ 5. júlí 1944 var búið að kaupa 30 hektara landsvæði af landi Suður-Reykja í Mosfellssveit og hélt nú þáverandi forseti S.Í.B.S., Andrés Straumland, ásamt öðrum stjórnarmeðlimum og fáeinum sjálfboðaliðum, þar á meðal frá Vífilsstöðum, þangað uppeftir, og grófu þeir fyrstu skóflustungurnar fyrir grunni smáhúsanna, sem urðu upphaf að Reykjalundi. 1. febrúar 1945 var staðurinn vígður og gefið nafn af séra Hálfdáni Helgasyni, prófasti að Mosfelli, að viðstöddum Finni Jónssyni heilbrigðismálaráðherra, miðstjórn S.Í.B.S. og fyrstu vist- mönnunum 17 að tölu, sem þann dag fluttust í 5 smáhús, er að mestu voru tilbúin, hvert ætlað 4 vistmönnum til íbúðar; en verkstæði, borðstofa, eldhús og svo framvegis var útbúið í 17 hermannaskálum sem S.Í.B.S. átti í landareigninni, en yfir 100 bragga átti þá eftir að rífa niður og koma burt, því að þarna var mikið braggahverfi. Brátt fjölgaði smáhúsunum og árið eftir voru vistmannahúsin 11 og vistmenn rúmlega 40, þá höfðu einnig verið byggð 2 starfsmannahús og eitt keypt smíðað. Vorið 1946 var hafizt handa um byggingu Valgerður Helgadóttir STYÐJIÐ SJÚKA TIL SJÁLFSBJARGAR Eftirfarandi grein birtist í Hjúkrunarkvennablaðinu 1. tbl. 1950. Það er enn tíma bært verkefni að gera sjúkum kleift að stunda vinnu, undir öðrum formerkjum þó.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.