Morgunblaðið - 03.09.2015, Síða 1

Morgunblaðið - 03.09.2015, Síða 1
F I M M T U D A G U R 3. S E P T E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  206. tölublað  103. árgangur  MEÐ ÁRUNUM LÆRIST AÐ LESA Í SKÝIN FISKUR OG FRANSKAR VIÐ HÖFNINA ENN EIMIR EFTIR AF FORDÓMUM GAGN- VART FLOGAVEIKI VIÐSKIPTAMOGGINN FRÆÐSLUMYND PÁLS 10JÓN Í LITLU-ÁVÍK 18 Af stað Rannsóknarskipið Oceanic Chall- enger sigldi frá Reyðarfirði í gær.  Eykon Energy og samstarfs- aðilar eru að hefja frekari rann- sóknir á Drekasvæðinu. Rannsóknarskipið Oceanic Chall- enger sigldi frá Reyðarfirði áleiðis á svæðið í gær. Verða tveir staðir á íslenska hluta Jan Mayen-svæðis- ins, eða Drekasvæðinu, rannsak- aðir sérstaklega en leiðangurinn tekur um mánuð. Kostnaður við þennan hluta olíu- leitarinnar er um milljarður króna. Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og stjórnarformaður Eykon Energy, segir að ákveðið hafi verið að fjölga borunum úr einni í þrjár og eru þær fyrirhugaðar á árunum 2020, 2022 og 2023. Hver hola kostar nú minnst um 100 milljón bandaríkja- dali. »4 Olíuleit í mánuð kostar milljarð Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hagfræðideild Landsbankans spáir því að útflutningstekjur Íslands af ferðaþjónustu verði 349 milljarðar í ár, en þær voru 276,4 milljarðar árið 2013. Það yrði 72,6 milljarða króna auking á þremur árum, sem jafngild- ir aukningu um 66,3 milljónir króna sérhvern dag árin þrjú. Í þessari spá eru lagðar saman út- flutningstekjur af ferðalögum og far- þegaflutningum með flugi. Spáin var gerð að beiðni Morgunblaðsins í til- efni af nýjum tölum Hagstofunnar um útflutning á fyrri hluta ársins. Gústaf Steingrímsson, sérfræð- ingur hjá hagfræðideild Landsbank- ans, segir að ef bankinn reynist sannspár muni ferðaþjónustan skila 45 milljörðum króna meiri gjaldeyr- istekjum á þessu ári en í fyrra. Verði útflutningstekjur af ferða- þjónustu 349 milljarðar í ár er það í fyrsta sinn sem þær eru orðnar meiri en milljón króna á hvern Íslending. Gústaf bendir á að á fyrri árshelm- ingi hafi útflutningstekjur ferða- þjónustunnar numið um 147,6 millj- örðum, sem sé 15% meira en á sama tímabili í fyrra. Brottfarir frá Kefla- víkurflugvelli á fyrstu sjö mánuðum ársins voru 28% fleiri en í fyrra. Tekjurnar í 349 milljarða  Útflutningstekjur ferðaþjónustu stóraukast í ár  Voru 276 milljarðar í fyrra MEnn eitt metið … »9 Útflutningstekjur ferða­ þjónustu í milljónum 2013 2014 2015* *spá Landsbankans Heimild: Hagstofan 276.353 303.609 349.000 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hvanneyri Rætt var á fundinum um að slíta sveitina úr Borgarbyggð. Fyrirhuguð lokun grunnskólans á Hvanneyri hefur valdið megnri óánægju í sveitinni. Sveitarstjórn Borgarbyggðar fundaði með íbúum í gærkvöldi og mættu hátt í 200 íbúar. Fundinum var ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun. Vilja slíta sig úr Borgarbyggð Mikill hiti var í fundarmönnum og lýstu fundarmenn yfir algjöru van- trausti á meirihluta sveitastjórnar Borgarbyggðar. Uppskar vantraust- tillagan mikið lófaklapp fundar- manna. Einn fundarmanna sagði í samtali við Morgunblaðið að nokkrir hefðu tárast í ræðupúlti og vildu margir að slíta ætti sveitina úr Borgarbyggð þar sem meirihlutinn bæri ekki hag heildarinnar fyrir brjósti. Á Hvanneyri búa 260 manns allt árið um kring, þar af rúmlega 60 börn á grunnskólaaldri en sveitar- stjórnin ákvað að loka grunnskólan- um á Hvanneyri eftir þetta skólaár. Starfrækt hefur verið deild innan Grunnskóla Borgarfjarðar fyrir 1.-4. bekk á Hvanneyri sem hét áður Andakílsskóli. ash@mbl.is Fólk táraðist í ræðupúlti  Hitafundur á Hvanneyri  Tillaga um vantraust Stuðningsmenn Íslands lögðu undir sig veitinga- staðinn Euro Pub og næsta nágrenni í Amster- dam í gær og hituðu upp fyrir landsleikinn gegn Hollandi. Í dag má reikna með að þúsundir Ís- lendinga verði á torginu og kyrji stuðnings- söngva fyrir leikinn í kvöld. Benjamín Hall- björnsson, varaformaður Tólfunnar, sló taktinn á torginu í gær og vantaði ekkert upp á stuðið, stemninguna og fjörið. »4 og Íþróttir Tólfan slær taktinn fyrir leikinn í kvöld Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bláar landsliðstreyjur fyrirferðarmiklar á Dam-torginu í Amsterdam  Þeim sem fá matargjafir frá Mæðrastyrks- nefnd Reykjavík- ur hefur fjölgað jafnt og þétt og álagið var orðið of mikið á þeim eina degi vik- unnar sem út- hlutun fór fram á. Frá og með næstu viku verður fyrirkomulaginu breytt á þann veg að úthlutað verð- ur tvo daga í viku, annan daginn kemur fjölskyldufólk og hinn dag- inn þeir sem búa einir. Anna H. Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, segir til- ganginn vera að veita betri þjón- ustu. Hún segir að 400 – 500 leiti aðstoðar nefndarinnar í viku hverri og að talsverð aukning hafi orðið meðal yngra fólks. »6 Gefa 400-500 matargjafir á viku Úthlutun Margir þurfa mataraðstoð. Slitastjórn Glitnis hefur nú 120 daga til að fá nauðasamning sam- þykktan af kröfuhöfum og staðfest- an af dómstólum. Takist það ekki mun stöðugleikaskattur leggjast á eignir búsins í stað þess stöðug- leikaframlags sem helstu kröfuhaf- ar Glitnis hafa fallist á að greiða í ríkissjóð við samþykkt nauðasamn- ings. Munurinn á skattinum og framlaginu gæti numið allt að 174 þúsund milljónum króna. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum ViðskiptaMoggans telja að- ilar tengdir Glitni að tímaramminn sem slitastjórninni er markaður sé í allra stysta lagi og að minnstu tafir gætu orðið til þess að ferlið tefðist fram yfir áramót og gert mögu- leikann á samþykkt nauðasamnings að engu. Átta vikur eru nú liðnar frá því að slitastjórn búsins sendi Seðla- bankanum beiðni um undanþágu frá gjaldeyrishöftum en hún er talin forsenda þess að hægt sé að fá nauðasamninginn samþykktan. Samkvæmt upplýsingum frá Seðla- bankanum er enn unnið að því að leggja mat á efnahagsáhrif sem undanþágurnar geta haft í för með sér. »Viðskipti Glitnir má engan tíma missa fram að áramótum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.