Morgunblaðið - 03.09.2015, Síða 14

Morgunblaðið - 03.09.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 Björgunarsveitarmenn höfðu í nógu að snúast í gær. Á Suðurlandi voru sveitir kallaðar út vegna er- lends ferðamanns sem var í sjálf- heldu í Smjörgili, skammt suður af Gígjökli. Var hann kominn utan al- fararleiðar í miklum bratta og komst ekkert áleiðis. Þyrla frá Landhelgisgæslunni kom til að- stoðar við að koma manninum til byggða. Skömmu síðar voru björg- unarsveitir frá Jökuldal og Egils- stöðum beðnir að sækja slasaða konu sem hafði verið ásamt fleirum á göngu sunnan við Eyjabakkafoss, austan við Snæfell. Hún var ekki al- varlega slösuð en treysti sér ekki til að ganga meira. Var hún flutt á fjórhjóli til byggða og síðan björg- unarsveitarbíl. Slasaðir ferðamenn sóttir til byggða Björgun Sveitirnar standa oft í ströngu. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Síðasta sunnudag tók Íslendingur prestvígslu við Niðarósdómkirkju í Þrándheimi í Noregi, hinn fyrsti á eftir Jóni Arasyni Hólabiskup árið 1524. Séra Gunnar Einar Stein- grímsson vígðist þar og þá til prests, en hann hefur síðastliðin þrjú ár þjónað í bænum Beitstad í Norður- Þrændalögum. Áður var Gunnar Einar djákni við Grafarvogskirkju í Reykjavík en fór til starfa ytra áður en hann lauk guðfræðiprófi. Í Noregi hefur vantað presta til starfa og í dag sinna 22 Íslendingar þjónustu ytra. Lauk námi jafnhliða þjónustu „Það eru rúm þrjú ár síðan ég fór út og sakir þess hve tilfinnanlega hefur vantað presta til starfa var sú undanþága gerð að ég kæmi til þjón- ustu og starfa á sama tíma og ég stundaði guðfræðinámið. Ég var bú- inn með talsverðan hluta þess í Há- skóla Íslands en lauk því við há- skólana í Ósló og Tromsö,“ segir Gunnar Einar, sem segir það óneitanlega hafa verið hátíðlegt að vígjast í Niðarósi, sem um aldir var höfuðkirkja Norðurlandanna og dómkirkja Íslendinga. Nokkrir prestar íslenskir, auk annarra, voru viðstaddir athöfnina sem vígsluvottar; sr. Vigfús Þór Árnason sóknarprestur í Grafarvogi, sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslu- biskup í Skálholti, sr. Arndís Ósk Hauksdóttir sóknarprestur í Norður-Þrændalögum, sr. Kristinn Ólason sóknarprestur í Guðbrands- dal og sr. Sigurður Grétar Helgason prestur í Grafarvogskirkju. Kenningin er hin sama Kenningargrundvöllur norsku og íslensku þjóðkirknanna er hinn sami, það er hin evangelíska lúterska kirkja. „Kristnihaldið í Noregi og á Íslandi er um margt svipað. Sjálfur þjóna ég þremur kirkjum í víðfeðmu prestakalli, sveitahéraði sem er 100 kílómetrar enda á milli,“ segir Gunn- ar og bætir við að sér og sínum hafi þótt frábært tækifæri að setjast að í Noregi. Þau Erla Valdís Jónsdóttir og börnin þeirra þrjú finna sig vel í Noregi. „Norðmönnunum sem ég þjóna þykir vænt um kirkjuna sína og þeir sækja hana vel. Æskulýðsstarfið er öflugt og núna erum við til dæmis bú- in að stofna hljómsveit sem leika mun við guðsþjónustur í vetur. Fermingarbörnin hjá mér í vetur eru um 50 og þau fermast fimmtán ára, árinu eldri en hér á Íslandi. Annað sem er ólíkt er að hér eru börnin jafnan skírð við guðsþjónustur, skírnarathafnir á heimilum eða eftir athafnir tíðkast ekki og við messu hjá mér um daginn voru skírnar- börnin alls níu,“ segir Gunnar. Fyrstur Íslendinga í fimm aldir til að vígjast í Niðarósi  Séra Gunnar Einar þjónar Þrændalögum  22 íslenskir prestar í Noregi Ljósmynd/Arne Opdal Vígsla Við athöfnina um sl. helgi. Sr. Gunnar Einar annar frá hægri en yst þar er sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti. Alls voru fimm íslenskir prestar vígsluvottar við hátíðlegu athöfnina í Niðarósdómkirkju. Ásmundur Einar Daðason hefur tekið við for- mennsku í þing- flokki Framsókn- arflokksins af Þórunni Egils- dóttur. Hann er jafnframt hættur sem aðstoðar- maður forsætis- ráðherra. Þingflokkur Framsóknar hefur verið á fundi í Borgarfirði en þar var þetta samþykkt. Það lá þó fyrir strax þegar Þórunn tók við embætt- inu í janúar sl., eftir að Sigrún Magnúsdóttir tók við umhverfis- ráðuneytinu, að Ásmundur yrði for- maður þingflokksins í sumar. Hann sagðist í samtali við mbl.is í gær ekki vita hvort einhver tæki við stöðu hans í forsætisráðuneytinu. Maður kæmi í manns stað. Ásmundur Einar þingflokksformaður Ásmundur Einar Daðason Spurður hvers vegna svo margir Íslendingar sinni prest- þjónustu í Noregi segir sr. Gunnar Einar að þar geti margt komið til. Meginástæðan sé þó að sínu mati sú að hér heima ljúki mun fleiri embættisprófi í guðfræði en íslenska þjóðkirkjan kalli eftir. Þá hafi mikið hafi verið skorið niður í starfsemi hennar. „Já, starfsreynslan að heiman hefur nýst mér vel,“ segir Gunnar, sem starfaði í sex ár við Grafarvogskirkju, sinnti barna- og unglingastarfi, vann með eldri borg- urum, sorgarhópum og fleira. Vígðist svo sem djákni ár- ið 2009 og starfaði sem slíkur við kirkjuna uns hann hélt til starfa ytra. „Verkefnin hér í Noregi eru fjölbreytt og kirkjan kemur til móts við fólk í öllum sínum fjölbreytileika,“ segir Gunnar Einar, sem nú í vikunni er heima á Íslandi sem fararstjóri norskra starfsbræðra sinna sem komu hingað til að kynna sér líf, land og kristnihald hér. Kirkjan kemur til móts við fólk Í NOREGI EFTIR SEX ÁR Í GRAFARVOGSKIRKJU Gunnar Einar Steingrímsson Erfðafræðilegur uppruni hinnar svo- nefndu „bláklæddu konu“ í Þjóð- minjasafni Íslands ætti að skýrast um áramótin, en þá er vænst að fyrir liggi niðurstöður DNA-greiningar á erfðamengi hennar. Greiningin er að sögn Steinunnar J. Kristjánsdóttur fornleifafræðings unnin af sérfræð- ingum Íslenskrar erfðagreiningar. Húsfyllir var á málþingi um blá- klæddu konuna í fyrirlestrasal Þjóð- minjasafnsins á laugardaginn. Þar fjölluðu innlendir og erlendir sér- fræðingar um rannsókn á kumli landnámskonu sem fannst árið 1938 í gröf við bæinn Litlu-Ketilsstaði á Austurlandi. Framfarir í vísindum og rannsóknaraðferðum hafa gert fræðimönnum kleift að öðlast meiri vitneskju um konuna en þegar hún fannst, svo sem um heilsufar hennar, aldur og uppruna. Steinunn, sem flutti upphafserindið á málþinginu, sagði þingið vel heppnað. Hún telur mikla möguleika fólgna í sams konar þverfaglegum aðferðum við forn- leifarannsóknir hér á landi. Rit um rannsóknirnar á kumlinu var kynnt á fundinum og er fáanlegt í verslun Þjóðminjasafnsins. Það heitir Bláklædda konan. Ný rann- sókn á fornu kumli. Morgunblaðið/Þórður Málþing Fjöldi fólks hlýddi á fyrirlestra íslenskra og erlendra fræðimanna um „bláklæddu konuna“ í Þjóðminjasafninu um síðustu helgi. Mikill áhugi á „blá- klæddu konunni“  DNA-niðurstöður koma um áramótin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.