Morgunblaðið - 03.09.2015, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.09.2015, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 HÓLMAVÍKÁ FERÐ UMÍSLAND OG NÁGRENNI Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Veðráttan er síbreytileg og úr skýj- unum má lesa margt. Stundum er léttskýjað og sól en næsta dag blikur á lofti. Þá veit maður að brugðið get- ur til beggja átta og viðbúið er að leiðindaveður hellist yfir. Með tím- anum lærir maður að lesa svona í skýin og þekkja skilaboðin sem þau bera,“ segir Jón Guðbjörn Guð- jónsson, veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík í Árneshreppi. Í síðasta mánuði, þann 12. ágúst, voru liðin 20 ár frá upphafi reglulegra veðurathugana þar, sem Jón hefur annast frá upphafi. Saga athugana þessara á Ströndum nær þó langt aft- ur, en það var árið 1943 sem byrjað var að fylgjast með veðráttu á Gjögri og færa veruleika hvers dags til bók- ar. Það hélst í hálfa öld, til ársins 1993. Fimm sinnum á sólarhring Norður á Ströndum koma stundum – einkum á veturna – afar snarpar hviður úr suðvestri sem rífa í þegar þær hella sér niður af brúnum hárra fjallanna. „Þess eru mörg dæmi að þær hafi valdið skemmdum á mannvirkjum og ég þræti ekkert fyrir að vera stundum smeykur með- an þetta gengur yfir. Norðaustan- áttin hér getur líka verið ansi grimm,“ segir Jón Guðbjörn, sem tekur veðrið fimm sinnum á sólar- hring; það er klukkan 6 á morgnana og svo kl. 9, 12, 18 og 21 á kvöldin. Veðurlýsingin er lesin í útvarpi og segist Jón finna vel að fólki þyki þetta skipta máli. Hafís og hálkuveður „Bændum og sjómönnum eru þessar upplýsingar afar mikilvægar. En svo þær komi að sem bestu gagni þarf net athugunarstöðva að vera þéttriðið og öruggt. Að mínu mati var mikill skaði þegar mannaðar athug- anir á Hrauni á Skaga lögðust af, því að með þeim var Húnaflóinn vel kort- lagður,“ segir Jón. Veðrátta á Ströndum var ágætt í ágúst, en fyrri hluti sumarsins var kaldur og þoka lá yfir dögum saman. Um miðjan ágúst kom raunar mjög góður og sólríkur kafli þegar hitastig- ið náði fimmtán stigum, sem þóttu veruleg viðbrigði frá veðráttunni vik- urnar þar á undan. Bílarnir dansa á vegunum „Þegar ég var strákur hér voru öfgar í veðrinu ef til vill meiri en nú er raunin. Hlýrra var á sumrin og kald- ara á veturna. Á hafísárunum 1968 til 1969 var algengt að hér væri fimmtán stiga gaddur en nú nær þetta sjaldan meira en tveimur til þremur gráðum í mínus. Slíkt kalla ég hálkuveður, því þá leggst glæra yfir vegina svo að bílar dansa á þeim,“ segir Jón, sem þekkir þetta vel sem landpóstur sveitarinnar. Er þá hans starf að vitja um póstsendingarnar þegar þær koma í sveitina, til dæmis með áætl- unarfluginu, og dreifa síðan bréfum og pinklum á bæi. Á þeim tuttugu árum sem Jón hefur staðið veðurvaktina í Litlu- Ávík hafa oft komið slæm skot. Fár- viðrið mikla sem olli snjóflóðinu mikla á Flateyri í október 1995 er það sem upp úr stendur og verst var. „Þá var hér ofsaveður í nokkra Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fróður „Þegar ég var strákur hér voru öfgar í veðrinu ef til vill meiri en nú,“ segir Jón veðurathugunarmaður. Skilaboð í skýjum  Veðurathuganir í 20 ár í Litlu-Ávík  Suðvestanátt er skæð  Flateyrarveðrið var verst Er stundum smeykur  Nú um miðjan september hefjast framkvæmdir við gerð nýs vegar yfir Bassastaðaháls í Strandasýslu, það er milli Steingrímsfjarðar og Bjarnarfjarðar. Þetta er 7,4 kíló- metra langur kafli en vegurinn sem þarna er nú er barn síns tíma og ekki í samræmi við kröfur dagsins. Nú verður vegstæðið bætt og hærri vegur byggður upp með mikilli fyll- ingu. Verkið var boðið út í sumar og átti Borgarverk hf. lægsta tilboðið, sem var upp á 338 milljónir króna. Það var þó vel yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar, sem var 281 millj- ón króna. Bygging vegarins nýja yfir Bassa- staðaháls – sem aðrir kenna við Bjarnarfjörð – er langþráð sam- göngubót sem til dæmis greiðir leið- ina norður í Árneshrepp til mikilla muna. Þá teppist vegur þessi gjarn- an í vetrarsnjóum og af því helgast að framkvæmdatíminn er rúmur, en Borgarverksmenn eiga að skila verk- inu af sér í sumarlok 2017. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Samgöngur Horft úr Steingrímsfirði þar sem vegurinn liggur upp á hálsinn háa. Ætla að bæta Bassastaðaháls  Kaupfélagið í Súðavík er ný mat- vöruverslun sem hóf starfsemi sína þar í bæ í sumar, en engin slík versl- un var þar síðastliðinn vetur. Er það sveitarfélagið sem er eigandi versl- unarinnar, en Elsa Guðbjörg Borgars- dóttir sér alfarið um reksturinn. „Veturinn reyndist okkur öllum mjög erfiður. Það var mikil ófærð á milli staða og snjóflóðahætta svo að þetta var alveg hræðilegt ástand,“ segir hún og bætir við að verslunin hafi frá opnun fengið frábærar við- tökur enda sé þar veitt fjölbreytt þjónusta. „Þetta er mjög notaleg matvöruverslun þar sem við bökum brauð og rekum einnig kaffihús og fé- lagsmiðstöð. Þannig reynum við eftir fremsta megni að hafa þetta hlýlegt og heimilislegt,“ segir Elsa Guðbjörg og bendir á að hin nýja verslun sé því mikil lyftistöng. khj@mbl.is Ljósmynd/Elsa Guðbjörg Borgarsdóttir Kaffi Oft myndast skemmtileg og hlý stemning í Kaupfélaginu í Súðavík. Ný og hlýleg verslun í Súðavík Skúli Halldórsson sh@mbl.is Galdrasafnið á Hólmavík nýtur sí- felldra vinsælda meðal ferða- manna, jafnt innlendra sem er- lendra. Í samtali við Morgunblaðið segir Sigurður Atlason, fram- kvæmdastjóri Strandagaldurs, að aðsókn ferðamanna hafi aukist um tuttugu prósent á milli ára. „Það er nóg að gera og sumar- ið er búið að vera nokkuð erilsamt. Það sem kom okkur samt mest á óvart er hvað umferðin byrjaði snemma. Strax í byrjun maí var allt komið á fulla ferð og við erum svo- lítið óvön því hérna,“ segir Sig- urður, en þrátt fyrir aukna aðsókn telur hann að rekstur safnsins sé ekki að sprengja utan af sér. Þá séu engar áætlanir uppi um stækkun á safninu í bráð. Hættir aldrei að elta rófuna „Hér er allt hefðbundið og við höfum ekkert bætt í. Þannig verður þetta bara áfram í bili,“ segir hann „Pýramídar“ Íslend- inga eru á Ströndum  Vaxandi vinsældir Galdrasafnsins Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Kukl Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði er einnig á vegum Galdrasafnsins á Hólmavík. Er aðgangur öllum opinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.