Morgunblaðið - 03.09.2015, Side 20

Morgunblaðið - 03.09.2015, Side 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Mörg hundruð flóttamenn mótmæla annan daginn í röð þeirri ákvörðun ungverskra yfirvalda að tálma ferð- um þeirra til annarra Evrópulanda. Um tvö þúsund manns hafa sett upp tjaldbúðir á Keleti járnbraut- arstöðinni í Búdapest. Þau hafa keypt miða til nærliggjandi landa, þar á meðal Þýskalands, en komast ekki áfram vegna áðurnefndrar ákvörðunar. Fólkið veifaði lestarmiðum og kallaði meðal annars „Frelsi! Frelsi!.“ Lögreglumenn hafa nú lokað innganginum að lestarstöðinni. eftir því sem kemur fram í fréttum BBC um málið. Blaðamenn á vettvangi segja mikla spennu á milli flótta- fólksins og óeirðalögreglunnar, Þá kom einnig til átaka á ann- arri lestarstöð í Búdapest í gær, þegar hópur flóttafólks tók yfir brautarpall eftir að hafa neitað að fara um borð í lest sem átti að senda þau að móttökumiðstöð í borginni Debrechen í austurhluta landsins. Haft var eftir lögreglumanni í fréttum í ungverska sjónvarpi að „ólöglegir innflytjendur“ héldu börnum sínum á lofti og krefðust þess að fá að halda áfram för sinni til Þýskalands. Forsætisráðherra Ungverja- lands, Viktor Orban, fer á morgun á fund starfsbræðra sinna í Evrópu- sambandinu til að ræða hvernig Ungverjaland eigi að taka á vand- anum. Pattstaða á járnbrautarstöð  Fjölmenn mótmæli flóttafólks í Búdapest í Ungverjalandi halda áfram AFP Föst Fólkið hefur nú verið fast á járnbrautarstöðinni í tvo daga. Skógareldar loga í Family Peak Complex fjalllendinu, nærri bænum Heart Butte í Montana-fylki í norðvestur- hluta Bandaríkjanna. Skógareldarnir, sem kenndir eru við Spotted Eagle, hafa nú brennt yfir 200 ferkílómetra svæði en öllum íbúum Heart Butte var gert að yfirgefa heimili sín síðastliðinn föstudag. Eldurinn kviknaði við eldingar í þrumuveðri á svæð- inu þann 9. ágúst síðastliðinn. brynja@mbl.is AFP Skógareldar loga í Montana Brynja B. Halldórsdóttir brynja@mbl.is Bandaríska leyniþjónustan (CIA) og þarlendar sérsveitir (e. Joint Special Operations Command eða JSOC) hafa hafið leynilega herferð í því augnamiði að elta uppi menn grunaða um hryðjuverk í Sýrlandi. The Washington Post hefur eftir ónafngreindum bandarískum emb- ættismanni að um sé að ræða lið í að- gerðum stjórnvalda til að ráða nið- urlögum Íslamska ríkisins. Drónar á vegum CIA og JSOC fljúga nú yfir Sýrlandi en þeir bera, að sögn embættismannsins, ábyrgð á nokkrum nýlegum árásum á ráða- menn Íslamska ríkisins. Einn af þeim sem drónarnir hjálpuðu til við að finna, var breskur hermaður, Junaid Hussain að nafni, sem talinn var heilinn bakvið netárásárásir Ísl- amska ríkisins og virkur í að afla ný- liða. Í frétt The Independent um málið er nánar lýst hvernig Hussain fannst. Eftir að ákveðið var að gera hann að skotmarki, var fylgst með hegðun hans á netinu, sem leiddi svo til þess að hann var ráðinn af dögum í drónaárás á bíl hans í Raqqa í Sýr- landi þann 24. ágúst síðastliðinn. Aðgerðir CIA og JSOC eru sagðar til þess að finna menn grunaða um hryðjuverk sem teljast „verðmæt skotmörk. Talsmenn þessara stofnana vildu ekki tjá sig við The Washington Post og aðrir embættismenn vildu aðeins tjá sig undir nafnleynd. AFP Leynidróni Drónar ku sveima yf- ir Sýrlandi um þessar mundir. Drónar finna ISIS-liða  Bandaríska leyniþjónustan með leynilegar aðgerðir í Sýrlandi Aseríska rannsóknarblaðakonan Khadija Ismayilova var í fyrradag dæmd af innlendum glæpadómstól í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir „fjár- málaglæpi, þar á meðan ólögmæta nýsköpun og skattsvik“. Um þetta er fjallað í Time. Khadija segir fangelsisdóminn pólitískt kænskubragð til að koma í veg fyrir fréttaflutning hennar um ríkisstjórn Aserbaijan. Þegar dóm- urinn var kveðinn upp í vikubyrjun, sagði hún: „Yfirvöld geta ekki neytt mig til að þegja, jafnvel þótt þau dæmi mig í fangelsi í 15 eða 25 ár.“ Lögmaður hennar, Fariz Na- mazly, segir að dóminum verði áfrýjað. Khadija hefur skrifað fréttir um gífurlega fjármuni í eigu fjölskyldu forsetans, Ilham Aliyev, sem lýsti henni sem „óvini ríkisstjórnarinnar“ í gögnum sem WikiLeaks birti árið 2009. Sömu gögn sýndu fram á að forsetinn hafi beðið sendiherra Bandaríkjanna í Aserbaijan að láta reka Khadiju frá fjölmiðlinun Radio Free Europe/Radio Liberty net- work, þar sem hún vann sem frétta- stjóri á árunum 2008 til 2010. Yfir- völd gerðu húsleit og lokuðu höfuðstöðvum fjölmiðilsins í Bakú í desember 2014. Alþjóðleg mannrétt- indasamtök gagnrýna dóminn harð- lega. Human Rights Watch sagði dóminn yfir Khadiju fáránlegan og Amnesty International sagði réttar- höldin óréttlát og byggjast á tilbún- um gögnum. brynja@mbl.is Blaðakona í fangelsi Khadija Ismayilova  „Óvinur“ ríkistjórnarinnar segir dóminn pólitíska brellu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.