Morgunblaðið - 03.09.2015, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.09.2015, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 Hreingerningar Haustverkin eru margskonar og það er eins gott að það sjáist í gegnum gluggana á hinu háa Alþingi nú þegar styttist í að það komi saman á ný eftir sumarfrí. Golli Að mínu frumkvæði sem formanns fjárlaganefndar, var haldinn fundur í fjár- laganefnd þann 24.ágúst s.l. Á dagskrá var útgjaldaauki ríkisins sem varðar þann málaflokk sem snýr að ör- orkulífeyri. Frá árinu 2000 hefur öryrkjum fjölgað um tæp 80%. Útgjöld ríkisins voru árið 2005 rúmir 11 milljarðar en eru nú tæpir 30 milljarðar. Það er hækk- un um 165% á 10 árum. Fjöldi þeirra sem þáðu örorkulífeyri árið 2005 var rúmir 13.000 einstaklingar en árið 2015 eru þeir rúmlega 17.000 sem er fjölgun um 29%. Forstjóri Tryggingastofnunar lagði fram gögn úr gagnagrunni stofnunarinnar, sem studd eru með áliti ríkisendurskoðunar til Alþingis frá því í febrúar 2013 sem ber heitið „EFTIRLIT TRYGGINGA- STOFNUNAR MEÐ BÓTA- GREIÐSLUM“. Formaður stjórnar Tryggingastofn- unar, Stefán Ólafsson prófessor, hefur farið mikinn í fjölmiðlum í liðinni viku og telur mig fara með staðlausa stafi. Ég hef ekki viljað tjá mig um orð prófessorsins og fara niður á sama plan og hann. Í pistli sem hann birti á heimasíðu sinni og ber heitið „Rangfærslur Vigdísar Hauks um öryrkja“ eru hvorki meira né minna en sex staðreyndavillur varðandi fjölda öryrkja og samanburð við Norðurlöndin. Prófessorinn fór síðan í viðtal á Bylgjuna og þar opinberaði hann algjörlega van- þekkingu sína á málaflokknum og ruglar saman bótasvikum og uppgjöri í star- greiðslukerfi lífeyristrygginga. Hann tel- ur bótasvik vera alvarlegt mál „en þegar menn eru að slá því fram að bótasvik gætu verið hér um 4 milljarðar á ári, þá eru það tölur sem eru ekki ígrundaðar heldur yfirfærðar frá Danmörku og séu í reynd umdeildar tölur í Danmörku“. Hann telur jafnframt að inní í þessari upphæð séu líka rangar greiðslur á þann hátt að „menn“ gætu fengið of mikið eða of mikið lítið miðað við tekjur sem síðan sé leið- rétt þegar skatturinn kemur í ágúst á hverju ári, og síðan segir prófessorinn að „þessi frávik frá skattinum eru ekki bóta- svik“. Í árlegum endurreikningi og upp- gjöri í staðgreiðslukerfi lífeyristrygginga er ekki litið svo á að um bótasvik sé um að ræða. Árlegur endurreikningur og uppgjör í staðgreiðslukerfi lífeyristrygg- inga er eðlilegur þáttur þess og hefur ekkert með bótasvik eða starfsemi eftir- litseiningar Tryggingastofnunar að gera. Þar er einungis verið að gera upp árið og tryggja að allir fái þann lífeyri sem þeir eiga rétt á lögum samkvæmt. Algerlega sambærilegt við árlega álagningu skatta. Afar alvarlegt er að gera hér ekki grein- armun á. Í raun er það eins og að full- yrða að allir sem fá einhverja leiðréttingu við álagningu skatta séu til meðferðar vegna hugsanlegra skattsvika. Ég er því afar hugsi yfir framgöngu formanns stjórnar Tryggingastofnunar, Stefáns Ólafssonar, í þessu máli. Eftir Vigdísi Hauksdóttir » Í raun er það eins og að full- yrða að allir sem fá einhverja leiðrétt- ingu við álagningu skatta séu til með- ferðar vegna hugs- anlegra skattsvika. Vigdís Hauksdóttir Höfundur er alþingismaður. Prófessorinn Stefán og sannleikurinn Píratarnir eru Veðurstofan í flokkaflórunni og pólitíkinni á furðuflugi í vinsældum. Þar safn- ast óánægðir kjósendur saman til að gá til veðurs í pólitíkinni. En mikil mistök yrðu það hjá Píröt- unum að ætla að fara að hnoða saman stefnu í öllum stórum mál- um, þar með yrðu þeir venjulegur „hallærislegur,“ stjórnmálaflokk- ur. Þá fara þeir að berjast inn- byrðis og takast á um punkta og kommur. Það sem flestum finnst langsnjallast hjá þeim er að vera eins og Veð- urstofan eða maðurinn á götunni, tala bara um veðrið og atburði líðandi stundar eins og Jón og Gunna gera upp á hvern einasta dag. Píratarnir eiga orðið fylgi þriðja hvers manns í landinu samkvæmt skoðanakönnunum án þess að nokk- ur viti hverjir þeir eru eða hvert þeir eru að fara, galopnir í báða enda í hverju máli. Og oft minna þeir mann á okkar mesta stjórnmálamann, Ragnar Reykás. Þeir geta nefnilega á einu auga- bragði skipt um skoðun og skammað sjálfa sig fyrir vitleysuna – sem er svo einlægt og yndis- legt. Það væri alls ekki víst að Björt framtíð væri nú að deyja drottni sínum ef þeir, sem „Litla-Samfylkingin,“ hefðu sleppt því að taka upp stefnu sem þeir reyndar ljósrituðu úr stefnuskrá Stóru-Samfylkingarinnar. Formanni þeirra, Guðmundi Steingrímssyni, fórst vel úr hendi þegar hann og flokkurinn hans áttu bara þetta eina stefnuatriði sem er svo göfugt og hitt- ir beint í hjartað, ,,bjarta framtíð, vinur“. Skírnarkveðjan, afmæliskveðjan, fermingar- kveðjan, brúðkaupskveðjan, hvar sem eitthvað skemmtilegt var að gerast kom nafn flokksins með góðri kveðju, „Bjarta framtíð“. Sorglegt er það svo hjá Besta flokknum, sem ruglaði Reykjavík, hann er líka í dauðateygjunum í Bjartri framtíð með þetta einstaka nafn. „Stefna er víst pólitíkinni til bölvunar.“ Hugs- ið ykkur, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn hafa setið í fast að eitt hundrað árum með einhverju „þver- móðsku“-fólki að rífast um aukaatriði í pólitík, einhverja stefnuskrá og svo er rifist um hvert smáatriði, að vísu eru þetta einu flokkarnir sem eiga sér grasrót og bakland. Vinstri flokkarnir eru sundraðir og margendurreistir frá dauðum, allt út af stefnunni, og svo eru þeir í villikattaham þegar þeir komast í ríkisstjórn, því þá koma þeim kosningaloforðin í koll, og hlaupa út um víð- an völl. „Aldrei í stríð, aldrei sótt um aðild að ESB,“ eins og við munum. Og nú vilja Píratar að næsta kjörtímabil verði notað til að semja sig inn í ESB, sem engum dettur eiginlega í hug vegna óvissunnar þar og vandræða, og er reyndar ekki á dagskrá í Brussel. Sannarlega taldi ég víst að Píratarnir vildu áfram vera flokkur sem ætti sér enga stefnu og væru svona eins og andatrúin, frjálsir og dularfullir eða eins og segir í hinni helgu bók, „svar þitt skal vera „já, já og nei, nei,“ þótt þeir segist að vísu vera trúlausir. Píratarnir segja svo hiklaust að það sé skemmtilegra að vera í tjörunni en á Alþingi, svona tal nær eyrum almennings og þykir flott. Og þegar flokkshest- arnir í hefðbundnum stjórnmálaflokkum með þvælda stefnuskrá fara í fýlu er svo auðvelt í gleði sinni eða reiði að segjast vera Pírati og ætla að kjósa þá. Því vilja margir bara hafa Píratana eins og þeir eru. Nú hefur enginn horn í síðu þeirra og þeir reka svona hvíldarheimili fyrir þá sem eru á milli vita í pólitíkinni. Í dag eru þeir öðruvísi flokkur, stefnulausir mælast hátt, hvað svo? Eftir Guðna Ágústsson »Nú hefur enginn horn í síðu þeirra og þeir reka svona hvíldarheimili fyrir þá sem eru á milli vita í pólitíkinni. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður. Píratarnir eru Veðurstofan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.