Morgunblaðið - 03.09.2015, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015
Skorri RafnRafnsson er ísambúð með
Elísabetu Einars-
dóttur og eiga þau
tvö börn; Díu Rakel
(átta mánaða) og
Eyþór (sex ára
stjúpsonur) ásamt
því að eiga hundinn
Rocky.
Skorri Rafn
fæddist og ólst upp
í Garðabæ. Hann á
ættir að rekja til
Vestfjarða; til
Rauðasands þar
sem afi hans og
amma í móðurætt
bjuggu ásamt því
að hann dvaldi góð-
um stundum á Pat-
reksfirði. Þar er
móðir hans, Hall-
fríður Ingimund-
ardóttir, kennari og
rithöfundur, fædd
og uppalin. Hall-
fríður hefur verið
fyrirmynd, stoð og
stytta Skorra um alla tíð. Faðir Skorra, Rafn Hafsteinn Skúlason,
var lögfræðingur að vestan úr Þorskafirði, en hann lést árið 2008
af slysförum.
Skorri Rafn hefur frá unga aldri verið mjög laginn í við-
skiptum. Meðal annars byrjaði hann 10 ára að selja og kaupa Önd-
vegisbréf og skoðaði hann daglega gengi þeirra í gegnum íslenska
textavarpið. Að auki var hann tíður gestur í banka móður sinnar,
þar sem hann færði peninga á milli reikninga til að ávaxta fé sitt.
Hann ræddi svo við gesti og starfsfólk bankans um hversu vel
honum gengi að ávaxta fé sitt og kenndi þeim hvernig fara ætti
að.
Í dag er Skorri Rafn meðeigandi og forstjóri netfyrirtækisins
Móbergs, sem sérhæfir sig að stofna og koma upp nýjum netfyr-
irtækjum. Fyrirtækið var stofnað árið 2012 og á og rekur Net-
gíró, Hópkaup, Leit.is, Bland, 433.is, Hún.is, Wedo og Mói Media.
Á afmælisdaginn ætlar Skorri Rafn að eiga notalegan kvöldverð
með unnustu og móður sinni.
Forstjórinn Skorri Rafn sérhæfir sig í að
stofna og koma upp nýjum netfyrirtækjum.
Fór snemma að
stunda viðskipti
Skorri Rafn Rafnsson er 30 ára í dag
E
rla Kristjana Hafliða-
dóttir fæddist 3. sept-
ember 1930 að Hval-
látrum í Rauðasands-
hreppi, V-Barð. Hún
ólst upp við almenn sveitastörf þess
tíma og fékk hún sína skólagöngu í
farskóla eins og var í sveitum á þeim
tíma.
Erla giftist Kristjáni Jóhannes-
syni árið 1948 en frá þeim tíma hefur
hún verið búsett á Patreksfirði. Erla
starfaði mikið utan heimilis eftir að
hún gifti sig og hefur gjarnan haft
mörg járn í eldinum. Árið sem elsta
barnið þeirra fermdist hætti Krist-
ján eiginmaður hennar að mestu á
sjó vegna heilsubrests en var þó
áfram á skaki á eigin bát, þá starfaði
Kristján sem fiskmatsmaður í nokk-
ur ár og síðar hjá póstinum. Hann
studdi konu sína í hverju því sem hún
tók sér fyrir hendur og Erla vann við
það sem til féll.
Rak Gistihús Erlu
Erla var matráðskona í Breiðuvík
þrjú sumur á árunum 1957-60 og á
margar góðar minningar þaðan. Þá
starfaði hún af og til sem starfsstúlka
Erla Hafliðadóttir, húsfrú á Patreksfirði – 85 ára
Stórfjölskyldan Erlu var komið á óvart í tilefni af áttræðisafmæli hennar og átti fjölskyldan yndislegan dag.
Hefur gjarnan haft
mörg járn í eldinum
Á Hafnarfjalli Erla á leið á æskustöðvar sínar á Hvallátrum.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Japan Elín Leifsdóttir
Sigurðsson fæddist 27.
janúar 2015 kl. 10.15. Hún
vó 3.300 g og var 49 cm
löng. Foreldrar hennar eru
Katsuko Sigurðsson og
Leifur Sigurðsson.
Nýr borgari
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Öflug tæki og tól fyrir pallasmíðina,
viðhaldsverkin og sumarbústaðinn.
Sumartilboð Iðnvéla
- nú er loksins byrjað að hlýna fyrir alvöru!
Kynntu þér úrvalið á idnvelar.is
Rafstöð
69.826 kr.
Fjölnotasög
34.900 kr.
Hjólsög og sleðasög
með fínstillingu
46.600 kr.
Borðsög með bútsleða
og ristilandi
115.988 kr.
Geirungssög
38.991 kr.
Borvél á borði
48.201 kr.
IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is