Morgunblaðið - 03.09.2015, Qupperneq 35
á sjúkrahúsinu á Patreksfirði og
vann eitt sumar á Hótel Bjarkalundi.
Hún sótti fiskmatsnámskeið og öðl-
aðist réttindi fiskmatsmanns og
verkstjóra, var um tíma verkstjóri í
frystihúsinu Skildi á Patreksfirði og
var kokkur tvö sumur á togaranum
Guðmundi í Tungu.
Erla tók við matsölunni Sólbergi
á Patreksfirði á miðjum sjöunda
áratugnum og rak hana ásamt eigin-
manni sínum árum saman. Við bætt-
ist gisting sem síðar varð Gistihús
Erlu sem hún rak til ársins 2012, þá
komin fram yfir áttrætt. Frá 1985
var Erla einnig vökukona á Sjúkra-
húsinu á Patreksfirði og lét af þeim
störfum sjötug að aldri.
Var í brids- og leikfélaginu
Erla hefur tekið virkan þátt í
félagsmálum. Hún er félagi í Slysa-
varnafélaginu Unni og Kvenfélaginu
Sif, þá starfaði hún með Leikfélagi
Patreksfjarðar frá upphafi, lék mörg
hlutverk í uppfærslum félagsins, sat í
stjórn þess og var gerð að heiðurs-
félaga árið 1986. Erla starfaði í
Bridsfélagi Patreksfjarðar, var
stjórnarmaður í Brids- og taflfélag-
inu, eins og það hét áður, og hefur
tekið þátt í fjölmörgum brids-
keppnum.
Hún tók þátt í hrepps- og lands-
pólitík á árum áður, gekk ung í
Framsóknarflokkinn, var um tíma
varamaður í hreppsnefnd og vann að
nefndarstörfum innan hreppsins, þ.
á m. í sjómannadagsráði í tíu ár. Erla
var sæmd orðu Sjómannadagsráðs
árið 2004.
Fjölskylda
Erla giftist 21.9. 1948 Kristjáni Jó-
hannessyni, f. í Höfðadal í Tálknafirði
26.9. 1921, d. 2.11. 1986, sjómanni.
Foreldrar hans voru Jóhannes Krist-
ófersson bóndi og Kristín Ólafsdóttir
húsfreyja, sem bjuggu í Höfðadal og
síðan í Hjallatúni í Tálknafirði.
Börn Erlu og Kristjáns: Erlend-
ur, f. 26.6. 1949, rafverktaki og sjó-
maður á Patreksfirði, kvæntur Sig-
ríði Karlsdóttur hjúkrunarforstjóra;
Kristín, f. 11.9. 1950, ferðamála-
fulltrúi á Höfn í Hornafirði, sam-
býlismaður Guðbrandur Jóhannsson
ferðafrömuður; Ólafur Arnar, f. 8.2.
1952, mjólkurfræðingur í Reykjavík,
kvæntur Svanhvíti Bjarnadóttur
skrifstofumanni; Bára, f. 22.12. 1953,
d. 7.5. 2005, þroskaþjálfi í Kópavogi,
hún var gift Kristjáni Geir Arnþórs-
syni kerfisfræðingi; Björn, f. 31.3.
1960, d. 13.4. 2008, kjötiðn-
aðarmeistari á Blönduósi; Jökull, f.
21.6. 1964, d. 15.5. 2012, vinnumaður
á Reykhólum; Björk, f. 30.12. 1965,
sjúkraliði í Garðabæ, gift Andra
Kristni Karlssyni lækni.
Barnabörn og langömmubörn
Erlu eru orðin fjörutíu og þrjú tals-
ins en eitt barnabarnið, Kristján
Rafn Erlendsson, lést af slysförum
1995.
Systur Erlu eru Anna, f. 29.6. 1927,
húsmóðir á Patreksfirði, gift Árna
Helgasyni, fyrrv. bónda í Neðri-
Tungu, og eignuðust þau níu börn;
Ólöf Þórunn, f. 16.4.1932, hjúkrunar-
fræðingur í Reykjavík, gift Þórði
Guðlaugssyni vélstjóra og eru þeirra
börn fjögur.
Foreldrar Erlu voru Hafliði Hall-
dórsson, f. 6.10. 1899, d. 5.7. 1987,
bóndi á Hvallátrum í Rauðasands-
hreppi, og Sigríður Filippía Erlends-
dóttir, f. 13.4. 1901, d. 29.3. 1982, hús-
freyja.
Úr frændgarði Erlu Kristjönu Hafliðadóttur
Erla Kristjana
Hafliðadóttir
Benjamín Magnússon
bóndi í Bröttuhlíð, síðar vinnum. í Stekkdal á Rauðasandi
Ingibjörg Bjarnadóttir
húsfr. í Bröttuhlíð, síðar vinnuk.
Halldór Benjamínsson
bóndi í Keflavík á Rauðasandi
Anna Jónsdóttir
húsfreyja í Keflavík
Hafliði Halldórsson
bóndi á Hvallátrum
Jón Gíslason
bóndi í Keflavík
Ástríður Bjarnadóttir
húsfreyja í Keflavík á Rauðasandi
Kristján Jónsson
bóndi á Hamri
Valgerður Jónsdóttir
húsfreyja á Hamri og
Haga á Barðaströnd
Erlendur Kristjánsson
útvegsbóndi og vita-
vörður á Hvallátrum
Steinunn Ólafsdóttir Thorlacius
húsfreyja á Siglunesi og Hvallátrum
Sigríður Filippía
Erlendsdóttir
húsfreyja á Hvallátrum
Ólafur „yngri“
Thorlacius Ólafsson
hreppstjóri í Dufansdal
Filippía Ólafsdóttir
húsfreyja í Dufansdal í Arnarfirði
Kjarnakona Erla Hafliðadóttir.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015
85 ára
Fríða Benediktsdóttir
Guðmunda M.
Jóhannsdóttir
Hulda S. Guðmundsdóttir
80 ára
Guðríður Júlíusdóttir
Heiða Þórðardóttir
Svandís Sigurðardóttir
75 ára
Guðmundur Þ. Jónsson
Rúna Gísladóttir
Skúli Guðbrandsson
Þórður Jónsson
Örlygur Geirsson
70 ára
Rúnar Sigurður Þórisson
Sigríður Stefánsdóttir
60 ára
Áslaug Sólveig
Guðmundsdóttir
Björn Benediktsson
Björn Þrastar Þórhallsson
Guðmundur Valur
Stefánsson
Hjördís Inga Sigurðardóttir
Jón Arnfinnur Helgason
Laura Ann Valentino
Magnús Jónasson
Piotr Janusz Frydrysiak
Sigríður Anna
Ragnarsdóttir
Þorbjörg Guðnadóttir
50 ára
Berta Súsanna Hreinsdóttir
Guðrún Helga
Kristjánsdóttir
Hjalti Jóhannes
Guðmundsson
Iwona Jolanta Czechowska
Jóhanna Dagbjört
Magnúsdóttir
Jón Oddur Davíðsson
Pétur Einar Jónsson
Reynir A. Guðlaugsson
Siggeir Magnússon
Sigurbjörg Ingimarsdóttir
Svanbjörn Thoroddsen
Sævar Þór Guðmundsson
Vilborg Davíðsdóttir
40 ára
Ásmundur Vilhjálmsson
Jaroslaw Czartoryski
Jóhannes Arnljóts
Ottósson
Jón Sverrir Friðriksson
Kjartan Due Nielsen
Kolbrún Dröfn
Ragnarsdóttir
Kolbrún Hrönn Pétursdóttir
Magnús Ragnar
Magnússon
Tómas Sigurðsson
Vigdís Pétursdóttir
30 ára
Baldur Tryggvason
Benedikt Logi L. Sörensen
Birkir Freyr Sigurðsson
Dýrleif Halla Jónsdóttir
Gísli Hvanndal Ólafsson
Jósep Birgir Þórhallsson
Lára Jóna Björgvinsdóttir
Marek Pucyk
Phonphailin Chaksukhiaw
Skorri Rafn Rafnsson
Sonali Vivek Gaware
Til hamingju með daginn
40 ára Sigrún er Reykvík-
ingur og er skrifstofu-
stjóri hjá HR í tölvunar-
fræðideildinni.
Maki: Friðrik Ingi Kar-
elsson, f. 1975, flota-
fulltrúi hjá Strætó.
Börn: Ágúst Þórir, f.
1998, og Axel Snær, f.
2003.
Foreldrar: Páll Ammen-
drup, f. 1947, svæfinga-
læknir, og Þórdís Hall-
grímsdóttir, f. 1946, d.
1989, hjúkrunarfr.
Sigrún María
Ammendrup
30 ára Hrafnhildur er
Reykvíkingur, er með
meistaragráðu í ensku og
vinnur hjá lögfræðiráð-
gjafarfyrirtæki á sviði
hugverkaverndar.
Maki: Atli Ívar Guð-
mundsson, f. 1983, vél-
virki.
Sonur: Fáfnir Freyr, f.
2015.
Foreldrar: Halldór Gunn-
ar Haldorsen, f. 1963, og
Katrín Helga Árnadóttir, f.
1963.
Hrafnhildur
Haldorsen
40 ára Kristján er Dalvík-
ingur en býr á Akureyri og
er sjómaður á Björgúlfi
frá Dalvík.
Maki: Katrín Hólm
Hauksdóttir, f. 1976, land-
fræðingur hjá Þjóðskrá
Íslands.
Börn: Haukur Eldjárn, f.
2003, og Agnes Inga, f.
2005.
Foreldrar: Sighvatur
Kristjánsson, f. 1949, d.
2004, og Svanfríður
Jónasdóttir, f. 1951.
Kristján Eldjárn
Sighvatsson
Agnar Freyr Helgason hefur lokið
doktorsprófi í stjórnmálafræði frá
The Ohio State University (OSU) í
Columbus, Ohio, Bandaríkjunum.
Ritgerðin hans nefnist Essays in the
Comparative Political Economy of
Taxation and Redistribution og voru
leiðbeinendur prófessorarnir Philipp
Rehm, Sarah Brooks og Janet Box-
Steffensmeier.
Agnar útskrifaðist frá stjórnmála-
fræðideildinni með sérhæfingu í
samanburðarstjórnmálum,
stjórnmálahagfræði og megindlegri
aðferðafræði. Tvö síðustu ár dokt-
orsnámsins kenndi Agnar aðferða-
fræði við OSU, en áður hafði hann
hlotið styrk frá deildinni til að veita
fræðimönnum og framhaldsnem-
endum við deildina aðferða- og
tölfræðiráðgjöf.
Doktorsverkefni Agnars saman-
stendur af fjórum sjálfstæðum rit-
gerðum á sviði samanburðarstjórn-
mála með áherslu á skatta- og vel-
ferðarpólitík. Rauður þráður í rit-
gerðunum er áhrif efnahagsmála og
efnahagsþrenginga á velferðarríki
vestrænna ríkja annars vegar og við-
horf almennings til hlutverks ríkis-
valdsins hins vegar. Verkefnið hlaut
Henry R. Spencer-verðlaunin sem
besta doktorsverkefni útskrift-
arnema við stjórnmálafræðideild
OSU skólaárið 2014-15. Nánari upp-
lýsingar um rannsóknir Agnars má
finna á www.agnarhelgason.net.
Agnar vinnur nú að samanburðar-
rannsókn á viðbrögðum stjórnvalda í
Evrópu við alþjóðlegu efnahags-
kreppunni 2008. Rannsókninni er
stýrt af dr. Stefáni Ólafssyni og er
styrkt af Norrænu ráðherra-
nefndinni.
Agnar Freyr Helgason
Agnar Freyr Helgason er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann lauk B.Sc.-námi í
hagfræði við Háskóla Íslands 2006 og M.Sc.-námi í samanburðarstjórnmálum
við London School of Economics and Political Science (LSE) í Bretlandi 2009.
Foreldrar Agnars eru Erna A. Guðjónsdóttir leiðbeinandi og Helgi V. Guðmunds-
son lögfræðingur. Eiginkona hans er Katrín Thorsteinsson lögfræðingur og eiga
þau tvær dætur, Önnu Vigdísi og Birnu Elísabet.
Doktor
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
www.isfell.is
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is
TE
N
G
IT
A
U
G
A
R Fallvarnarbúnaður
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Fjölbreytt og gott úrval til á lager
Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini
Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði
FA
LLB
LA
K
K
IR
BELTI