Morgunblaðið - 03.09.2015, Side 38

Morgunblaðið - 03.09.2015, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er bara brot af uppáhalds- aríum mínum, en þær eru allar mjög fínar og skemmtilegar,“ segir Krist- inn Sigmundsson sem syngur nokkr- ar af uppáhaldsaríum sínum á upp- hafstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2015-16 undir stjórn Rico Saccani í kvöld kl. 19.30 og annað kvöld kl. 20, en með honum syngur Óperukórinn í Reykjavík. Seinni tónleikanir verða í beinni út- sendingu á RÚV, bæði í Sjónvarpinu og á Rás 1 og síðan aðgengilegir í Sarpinum í tvær vikur. Á tónleikunum mun Kristinn bregða sér í hlutverk Don Basilíós í Rakaranum frá Sevilla eftir Gioacch- ino Rossini, syngja „La calunnia“; Bartolós og Fígarós í Brúðkaupi Fígarós eftir Wolfgang Amadeus Mozart og „La vendetta“ sem Bar- toló og „Non più andrai“ sem Fígaró, og loks hlutverk Bankós úr Macbeth og Sakaríasar í Nabucco eftir Giu- seppe Verdi og syngja „Come del ciel precipita“ sem Bankó og „Spe- rate, o figli!“, „Vieni, o levita!“ og „Oh, chi piange?“ sem Sakaría. Mín sérgrein eru skúrkar og vitleysingar Aðspurður segist Kristinn þekkja aríur tónleikanna mjög vel og hafa sungið þær allar í óperuuppfærslum nema aríu Fígarós. „Þá aríu hef ég aðeins sungið með hljómsveit á tón- leikum,“ segir Kristinn. Spurður nánar um óperuna Nabucco, sem hann syngur þrjár aríur úr, bendir Kristinn á að sú ópera hafi aldrei verið flutt hérlendis, sem helgist af því hversu erfitt sé að manna hana. „Hún gerir miklar kröfur til söngv- ara og sópranhlutverkið í henni er svakalega erfitt. Það er erfitt að finna sópran sem syngur það þannig að maður fái gæsahúð. Verkið fjallar um átök Babýlóníumanna og gyð- inga í fornöld. Sakaría er æðstiprest- ur og leiðtogi gyðinga, en Nabucco er leiðtogi Babýlóníumanna og mikill skúrkur sem síðan sturlast og tekur loks gyðingatrú í lokin,“ segir Krist- inn og bendir kíminn á að það sé þekkt fyrirbæri að einhver aðal- persónan í óperum sturlist. Kristinn hefur í fyrri viðtölum við Morgunblaðið haft á orði að sér þyki spennandi að takast á við hlutverk drullusokka og illmenna. Inntur eftir því hvort mikið sé um slíka karakt- era á efnisskrá kvöldsins svarar Kristinn því neitandi. „Það eru tveir vitleysingar á prógramminu, þeir Basilíó og Bartoló. Hins vegar er Fígaró klár og ráðagóður strákur. Bankó er enginn skúrkur, en hann er ekki gæfusamur í verkinu. Arían, sem ég syng, gerist augnabliki áður en hann er drepinn. Mín sérgrein eru hins vegar skúrkar og vitleys- ingar í bland við presta og pabba.“ Spurður hvort honum finnist mik- ill munur á því að syngja hlutverk á óperusviðinu í búningi með öllu til- heyrandi eða í sparifötunum einum með hljómsveit og engri sviðsmynd svarar Kristinn því neitandi. „Bún- ingar og smink hafa aldrei skipt mig miklu máli við að komast í karakter. Á sviðinu hætti ég strax að taka eftir búningnum og sminkið sér maður aldrei. Aðalmunurinn er sá að á svið- inu er svo margt sem minnir mann á hvað gerist næst, því sviðshreyf- ingar styðja við minnið.“ Sem fyrr segir er stjórnandi tón- leikanna Rico Saccani, en þeir Krist- inn hafa aldrei unnið saman áður. „Við hittumst í fyrsta sinn fyrir framan hljómsveitina á mánudags- morgun. Síðan er þetta bara búið að vera samfelld sæla. Hann er alveg hreint ótrúlegur. Hann þekkir þetta út í hörgul og syngur með mér. Hann kann alla textana, meira að segja erfiða tungubrjótinn í „La ven- detta“ sem ég hef þurft að liggja yfir, syngur hann eins og ekkert sé. Ég hef aldrei upplifað það áður. Hann kann þetta allt og það skiptir öllu máli, því maður finnur að maður er í öruggum höndum hjá honum. Hljómsveitin er frábær. Þannig að þetta verður mjög gaman. Þetta verður eins og jólin.“ Rennur blóðið til skyldunnar Þar sem bein útsending verður frá seinni tónleikunum liggur beint við að spyrja Kristinn hvort það valdi auknum taugatitringi. „Ég viður- kenni það alveg að í fyrsta skiptið sem ég þurfti að syngja í beinni var ég óskaplega stressaður, en það er mjög langt síðan eða 1986 þegar Ís- lenska óperan setti upp Il trovatore í Gamla bíói,“ segir Kristinn og tekur fram að í dag finnist sér ekkert mál að syngja í beinni. Skemmst er að minnast þess þegar Kristinn söng hlutverk Ochs baróns í Rósaridd- aranum eftir Richard Strauss í Met- ropolitan-óperunni á sýningu sem sýnd var í beinni útsendingu í um 50 löndum 2010. Kristinn mun syngja hlutverk Basilíós í Rakaranum í Sevilla í upp- færslu Íslensku óperunnar sem frumsýnd verður 17. október nk. Spurður hvað annað sé á döfinni hjá honum segist Kristinn vera á leið til Hamborgar í lok september þar sem hann mun syngja hlutverk yfirdóm- ara rannsóknarréttarins í Don Carlo. „ Eftir áramót syng ég aftur í Hamborg í William Tell eftir Rossini og í vor verð ég á mánaðarlöngu tón- leikaferðalagi með Sinfóníuhljóm- sveitinni í Dallas um bæði Bandarík- in og Evrópu með 1. þáttinn úr Valkyrjunni eftir Richard Wagner. Samhliða þessum verkefnum verð ég að kenna söng við Listaháskóla Ís- lands þar sem ég er í hálfri gisti- prófessorsstöðu. Mér finnst mjög gaman að kenna auk þess sem mér rennur blóðið til skyldunnar. Nú er ég búinn að vera í þessum bransa í á fjórða áratug og hef lært margt á þessari löngu leið sem mér finnst að mér beri skylda til að miðla áfram og hjálpa þeim sem eru að byrja í fag- inu. Svo hef ég alveg óskaplega gam- an af þessu. Það er svo gefandi þegar maður sér framfarir hjá nem- endum,“ segir Kristinn að lokum. „Þetta verður eins og jólin“  Kristinn Sig- mundsson syngur uppáhaldsaríur Morgunblaðið/Golli Í toppformi Kristinn Sigmundsson hrósar í hástert Rico Saccani hljómsveitarstjóra, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Óperukórnum í Reykjavík. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Náttúran er falleg, en hún er líka hrikaleg,“ segir Arngunnur Ýr, sem í dag opnar sýningu sem nefnist Vitni/ Witness á fyrstu hæð Hörpu kl. 17. Samhliða sýningunni kemur út sam- nefnd bók með myndum eftir Arn- gunni Ýri og texta eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur, en um hönnun sá Brynja Baldursdóttir. Við opn- unina í dag mun Elísabet Kristín lesa upp úr bókinni auk þess sem félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika tónlist. Sýningin stendur til 16. sept- ember. Á sýningunni getur að líta tíu nýjar olíumyndir sem Arngunnur Ýr mál- aði á árunum 2013 til 2015. „Hvernig sem ég reyni tekst mér ekki að mála nema sex til átta ný verk á ári. Ég er svo lengi með þær í vinnslu sem helg- ast annars vegar af því hversu stórar þær eru og hins vegar af því í hversu mörgum lögum þær eru,“ segir Arn- gunnur Ýr, en myndirnar á sýning- unni eru um það bil 122 cm x 160 cm að stærð. „Ég vinn myndirnar allar á birki- panel en ekki striga. Ástæðan er sú að ég vinn myndirnar svo mikið að striginn yrði alltof slakur í því ferli. Í raun má segja að myndirnar mínar séu mjög jarðfræðilegar,“ segir Arn- gunnur Ýr og bendir á að hún starfi sem leiðsögumaður á sumrin. „Ég hef mikinn áhuga á jarðfræði og er mikið úti í náttúrunni og uppi á fjöllum að útskýra fyrir fólki hvernig landið verður til. Í jarðfræðinni er ákveðin uppbygging og ákveðin eyðing og það er alltaf að koma meira og betur fram í verkum mínum. Með þessari upp- byggingu skapast oft ákveðin spenna í myndunum,“ segir Arngunnur Ýr og tekur fram að markmið hennar sé ekki að skapa fallegar myndir heldur heildstæðar, sem endurspegli raun- veruleikann þar sem á skiptast skin og skúrir. „Ég vil að reynslan komi fram í myndunum, því við erum mótuð af reynslu okkar,“ segir Arngunnur Ýr og bendir á að ein mynda hennar vitni með titli sínum í Óbærilegan léttleika tilverunnar, bók Milans Kundera. „Við þurfum hvort tveggja, þetta þunga og þetta létta. Í verkum mín- um varpa ég fram alls kyns spurn- Olíumyndir í mörgum lögum  Vitni/Witness opnuð í Hörpu samhliða því að koma út sem bók NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: til kl. 16 mánudaginn 7. september 11. september gefurMorgunblaðið út sérblaðið VEISLUSALIR Efnistök blaðsins verða veislusalir, veitingar, borðbúnaður og blómaskreytingar, fyrir öll tilefni og tækifæri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.