Morgunblaðið - 03.09.2015, Qupperneq 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015
Heimildamyndin I want to be Weird
verður frumsýnd kl. 20 í Bíó Para-
dís í kvöld. Myndin fjallar um
bresku listakonuna Kitty Von-
Sometime sem hefur verið búsett á
Íslandi í tíu ár. Hún er hvað þekkt-
ust fyrir The Weird Girls Project,
sem er röð verka eða myndbands-
þátta þar sem konur eru í for-
grunni. Hver þáttur er einstakur og
byggist á ákveðinni hugmynda-
fræði. Síðasti þáttur The Weird
Girls Project, #EmbraceYourself,
vakti mikla athygli í fjölmiðlum hér
heima og erlendis sl. vor. Í því verki
lagði Kitty áherslu á að styrkja lík-
amsmynd kvenna.
Leikstjóri I Want to be Weird er
Brynja Dögg Friðriksdóttir.
Myndin var sýnd á Skjaldborgar-
hátíðinni í vor þar sem hún fékk
góðar viðtökur. Þá verður hún sýnd
á norrænu kvikmyndahátíðinni Nor-
disk Panorama 18.-23. september,
þar sem myndin er tilnefnd til verð-
launa sem besta norræna heim-
ildamyndin.
Í tengslum við sýningar á I Want
to be Weird stendur Bíó Paradís
fyrir sýningu í innri sal Bíó Para-
dísar á verkum Kittyar og The
Weird Girls Project. Búningar, ljós-
myndir og myndbandsþættir The
Weird Girls Project eru meðal þess
sem verður á sýningunni sem stend-
ur til og með 23. september.
Konur Konur eru í bakgrunni í list Kitty Von-Sometime sem hefur verið bú-
sett á Íslandi sl. tíu ár og unnið að fjölda verka hér á landi.
Heimildarmynd um
Kitty Von-Sometime
Norski bassaleikarinn og tónlistar-
maðurinn Eivind Opsvik og ljós-
myndarinn og vídeólistamaðurinn
Michelle Arcila frá Costa Rica
koma fram í Mengi í kvöld klukkan
21. Samstarf þeirra hefur staðið yf-
ir í fjölmörg ár, þau velta fyrir sér
gagnvirkum áhrifum hins sjónræna
í tónlist og öfugt.
Í Mengi flytja Opsvik og Arcila
verk sitt A Thousand Ancestors þar
sem Eivind Opsvik galdrar fram
tónlist, rafræna og lífræna en Mic-
helle Arcila sýnir ljósmyndir og
vídeó. Verkið var gefið út í tak-
mörkuðu upplagi á vínilplötu síð-
astliðið haust. Hún hafði að geyma
tíu lög og með útgáfunni fylgdu tíu
prentaðar ljósmyndir Arcila, ein
ljósmynd sem tengdist hverju lagi
fyrir sig.
Alþjóðleg blanda í Mengi í kvöld
Morgunblaðið/Júlíus
List Nóg er um að vera í Mengi í kvöld.
Japanskir kvikmyndadagar fara nú
fram í Bíó Paradís og hófust þeir í
gær með opnunarmyndinni Still the
Water í leikstjórn Naomi Kawase.
Myndin var sýnd bæði á japönsku
og ensku og fjallar um að æva-
fornar hefðir varðandi náttúruna
eru enn í gildi á japönsku eyjunni
Amami í heittempraða beltinu. Á
meðan hinni fornu tungldansahátíð
stendur í eynni, finnur hinn 16 ára
gamli Kaito lík í sjónum og reynir
kærasta hans að hjálpa honum að
skilja atburðinn. Hátíðin stendur
fram á sunnudag.
Japanskir kvik-
myndadagar
Morgunblaðið/Júlíus
Kvikmyndir Japanir hafa gert margar
þekktar kvikmyndir sem vert er að njóta.
Í næstu viku, dagana 10.-13. sept-
ember, verður sýningin Révélations
– Fine Craft and Creation Fair
haldin í Grand Palais í París. Þetta
er stór viðburður þar sem list-
handverk í alþjóðlegu samhengi er
í aðalhlutverki og eru flest verkin
eftir Frakka. Nokkrir Íslendingar
eiga verk á sýningunni, en verkin
STAKA eftir Maríu Kristínu Jóns-
dóttur og MÓT eftir Baldur Helga
Snorrason, Guðrúnu Harðardóttur
og Kötlu Maríudóttur verða á svo-
kallaðri Banquet-sýningu.
Á magic language///game of
whispers, sem
er hluti Fine
Craft-sýningar-
innar, voru
einnig valin
nokkur verk eft-
ir Íslendinga.
Révélations –
Fine Craft and Creation Fair var
fyrst haldið fyrir tveimur árum en
þá voru það 267 aðilar sem sýndu
og kynntu listhandverk sitt í Grand
Palais fyrir rúmlega 33.000 gest-
um. Stefnt er að því að halda þenn-
an viðburð annað hvert ár.
Íslendingar á Révélations – Fine Craft
Hross í oss
Bíó Paradís 18.00
Fúsi
Háskólabíó 17.30
Bíó Paradís 20.00
Love 3D
Bíó Paradís 17.30, 22.30
Bönnuð innan 18 ára
Absolutely
Anything 12
Hópur sérvitra geimvera
veita manneskju krafta til að
gera hvað sem henni sýnist í
tilraunaskyni. Í aðal-
hlutverkum eru Simon Pegg,
John Cleese, Kate Beck-
insale, Terry Gilliam og Rob-
in Williams.
IMDB 6,4/10
Laugarásbíó 18.00, 20.00,
22.00
Háskólabíó 20.00, 22.10
Borgarbíó Akureyri 17.40
Vacation 12
Rusty Griswold dregur fjöl-
skyldu sína í ferðalag þvert
yfir landið í flottasta
skemmtigarð Bandaríkjanna,
Walley World, í þeirri von um
að hrista fjölskylduna sam-
an. Ekki fer allt eins og áætl-
að var.
Metacritic 34/100
IMDB 6,2/10
Sambíóin Álfabakka 17.50,
20.00, 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.40,
20.00, 22.40
Sambíóin Kringlunni
20.00, 22.20
Sambíóin Akureyri 20.00
Sambíóin Keflavík 20.00
Southpaw 12
Hnefaleikahetjan Billy (Jake
Gyllenhaal) virðist lifa hinu
fullkomna lífi, á tilkomumik-
inn feril, ástríka eiginkonu og
yndislega dóttur. En örlögin
knýja dyra og harmleikurinn
hefst þegar hann missir eig-
inkonu sína.
Metacritic 57/100
IMDB 7,8/10
Smárabíó 20.00, 22.40
Borgarbíó Akureyri 17.40
Frummaðurinn Fyrir tveimur milljónum ára
féll apamaðurinn Eðvarð úr
tré og braut aðra framlöpp-
ina sína. Til að lifa af þurfti
hann að læra að standa upp-
réttur.
Smárabíó 15.30, 17.45
The Gift 16
Metacritic 78/100
IMDB 7,7/10
Laugarásbíó 20.00 22.20
Sambíóin Akureyri 22.10
Mission: Impossible
- Rogue Nation 12
Ethan og félagar taka að sér
sitt erfiðasta verkefni til
þessa.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 75/100
IMDB 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.45
Sambíóin Egilshöll 17.20,
20.00, 22.10
Sambíóin Kringlunni 18.00,
21.00
Trainwreck 12
Amy (Schumer) trúir ekki á
að sá eini rétti" sé til og nýt-
ur lífsins sem blaðapenni.
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 75/100
IMDB 6,8/10
Smárabíó 20.00
Pixels Metacritic 27/100
IMDB 5,5/10
Smárabíó 15.30, 17.40
Amy 12
Metacritic 85/100
IMDB 8,0/10
Háskólabíó 18.00, 21.00
Ant-Man 12
Metacritic 64/100
IMDB 8,0/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.30
Minions Metacritic 56/100
IMDB 6,8/10
Laugarásbíó 18.00
Sambíóin Álfabakka 17.50
Smárabíó 15.30, 17.50
Inside Out Metacritic 93/100
IMDB 8,8/10
Sambíóin Álfabakka 17.50
Sambíóin Kringlunni 17.50
Sambíóin Akureyri 17.50
Hrútar 12
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 83/100
IMDB 8,2/10
Háskólabíó 17.30
Bíó Paradís 22.00
Red Army
Bíó Paradís 18.00
Ég vil vera skrítin
Bíó Paradís 20.00
Barefoot Gen
Bíó Paradís 20.00
Still the Water
Bíó Paradís 22.00
Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is
Kvikmyndir
bíóhúsanna
Sagan gerist á fyrri hluta sjöunda áratug seinustu aldar
þegar bandaríski leyniþjónustumaðurinn Napoleon Solo
og KGB maðurinn Ilya Kuryakin vinna saman að því að
finna dularfull glæpasamtök sem vilja kjarnorkuvopn.
Metacritic 55/100
IMDB 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 17.30, 17.30, 18.30,
20.00, 20.00, 21.00, 22.30, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Keflavík 20.00
The Man From U.N.C.L.E. 12
Spennumynd byggð á tölvuleikjunum
vinsælu. Myndin hverfist um leigumorð-
ingjann sem var erfðafræðilega sam-
settur til að vera hin fullkomna dráps-
vél.
IMDB 5,9/10
Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22.20
Sambíóin Keflavík 22.10
Smárabíó 20.00, 22.40
Háskólabíó 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.30
Hitman: Agent 47 16
Myndin fjallar um rappsveitina N.W.A. sem markaði djúp spor í sögu
rappsins og ollu textarnir miklum deilum þar sem að mörgum fannst
þeir upphefja ofbeldi og glæpsamleg
athæfi.
Metacritic 73/100
IMDB 8,4/10
Laugarásbíó 19.00, 22.00
Smárabíó 16.00, 17.00, 19.00,
20.00, 22.00, 22.20
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.00
Sambíóin Keflavík 22.20
Straight Outta Compton 12