Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 1
Stofnað 1913  218. tölublað  103. árgangur  F I M M T U D A G U R 1 7. S E P T E M B E R 2 0 1 5 VINNUR FÖT OG AUKAHLUTI ÚR AUKAAFURÐUM FÓTBOLTAÆVINTÝRIÐ TÆKIFÆRI MEÐ STÆRRI HÖFNUM AUSTFIRÐIR ÍÞRÓTTIR VIÐSKIPTAMOGGINNÁ FERÐ UM ÍSLAND 14 Mjólkursamsalan hefur ákveðið að lækka verð á óunninni mjólk til smærri framleiðenda mjólkuraf- urða. Þeir fá hana á sama verði og MS greiðir bændum og tekur MS vissan aukakostnað á sig. Ari Edwald, forstjóri MS, segir að fyrirtækið telji það jákvætt fyrir mjólkuriðnaðinn í heild og kúabænd- ur landsins, ekki síður en neytendur, að smærri aðilar þrói nýjar afurðir úr mjólk. Ákvörðuninni er meðal annars ætlað að stuðla að því. Ólafur M. Magnússon, sem rekur Mjólkurbúið Kú í samkeppni við Mjólkursamsöluna, fagnar framtaki MS. Segir að það hjálpi fyrirtæki sínu að standa í þessum rekstri og koma með nýjar vörur á markað. »2 MS styður smærri framleiðslufyrirtæki Morgunblaðið/Eggert Afurðir Vonast er til að sala mjólk- urvara aukist með meiri fjölbreytni. Hratt gengur á landið sem kirkjugarðarnir hafa til afnota í Gufunesi. Elsti hluti kirkjugarðsins líkist skrúðgarði, þegar svæðið er skoðað úr lofti, og með samanburði við byggðina í Grafarvogi sést hvað garðurinn er stór. Yfir þúsund ein- staklingar eru jarðsettir árlega í görðum Kirkjugarða Reykja- víkurprófastsdæmis. Nýr kirkjugarður verður við Úlfarsfell, austan Vesturlandsvegar. Þangað þarf að flytja mold og græða upp og verður það gert á næstu árum. Talið er að nýi grafreit- urinn muni duga fyrir höfuðborgarsvæðið út öldina. Hratt gengur á grafreitinn í Gufunesi Morgunblaðið/Árni Sæberg Kirkjugarðurinn í Grafarvogi er skrúðgarður í byggð Héraðsdómur Suðurlands hefur með dómi ómerkt ákvæði í kaupsamningi milli aðila þar sem kveðið var á um veiðiréttindi sem fylgja áttu jörð sem liggur að bökkum Eystri-Rangár. Jörðin var skilin frá lögbýli með kaupsamningi milli aðila árið 1928 en héraðsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að þau ákvæði samnings- ins sem kváðu á um framsal veiðirétt- inda í ánni hafi gengið í berhögg við þágildandi lög sem kváðu á um að ekki mætti selja veiðiréttindi með jarðnæði út úr lögbýlum nema bú- skapur væri einnig stundaður á þeirri jörð sem skilin væri frá við- komandi lögbýli. Telur dómurinn því að aldrei hafi stofnast til eignarrétt- indanna, jafnvel þó núverandi eig- endur hafi þegið arð af þeim um langt árabil. Dómi héraðsdóms hefur verið skot- ið til Hæstaréttar en hljóti hann stað- festingu þar má gera ráð fyrir því að fjöldi jarðeigenda, sem í dag telja sig eiga réttmætt tilkall til veiðiréttinda í vötnum og ám kringum landið, muni missa þau til lögbýla sem jarðir þeirra voru skildar frá á því árabili sem lögin voru í gildi. Þau voru sett árið 1923 og giltu svo til óbreytt til ársins 2006. »ViðskiptaMogginn Veiðiréttur margra jarð- eigenda í uppnámi Baldur Arnarson baldura@mbl.is Söluverð 100 fermetra íbúða í sex póstnúmerum í Reykjavík hefur hækkað um 2,4 til 4,1 milljón króna að meðaltali frá 2. ársfjórðungi 2014 og fram á mitt þetta ár. Söluverðið á 2. ársfjórðungi í ár var hæst í miðborginni, eða ríflega 400 þúsund krónur á fermetra. Þetta kemur fram í útreikningum Þjóðskrár Íslands, sem gerðir voru að beiðni Morgunblaðsins. Sé litið lengra aftur kemur í ljós að söluverð íbúða í 101 Reykjavík hefur hækkað um 150 þúsund krón- ur á fermetrann frá 1. ársfjórðungi 2010. Hefur verð á dæmigerðri 100 fermetra íbúð því hækkað um 15 milljónir á tímabilinu. M.t.t. verð- bólgu er raunhækkunin um 10 millj- ónir. Fjöldi fjárfesta hefur lagt fé í íbúðir í miðborg Reykjavíkur að undanförnu. Meðal þeirra er hluta- félagið Námsver, sem er í eigu AFLs Starfsgreinafélags, en það keypti all- ar íbúðirnar í tveimur fjölbýlishús- um. Fer hluti þeirra í almenna leigu. Annað dæmi um trú fjárfesta á eftirspurninni eftir íbúðum í mið- borginni er að í Stakkholti, skammt frá Hlemmi, hefur fasteignafélag sett 88 fermetra íbúð á sölu fyrir 42,5 milljónir. Miðað við afsal íbúðarinn- ar í maí sl. má lauslega áætla að verðið hafi hækkað um 5,5 milljónir króna á aðeins fjórum mánuðum. Þessar hækkanir eru enn ein stað- festing á efnahagsbatanum og má nefna að meðalsöluverð í Grafarvogi er að nálgast 300 þúsund á fermetra. Verð á íbúðum rýkur upp  Söluverð íbúða í sex póstnúmerum í Reykjavík hefur hækkað mikið milli ára  Verð á dæmigerðri 100 fermetra íbúð hefur hækkað um 2,4-4,1 milljón króna MHækkuðu um fjórar milljónir »12 Ekki undir 35 milljónum » Miklar hækkanir á íbúða- verði í Reykjavík hafa í för með sér að 100 fermetra íbúð í póstnúmerunum 101, 105 og 107 kostar 35 til 40 milljónir. » Til samanburðar er söluverð íbúða af þessari stærð nú 26- 29 milljónir í póstnúmerunum 109, 111 og 112 að meðaltali.  Eftir að Dimítrí Medvedev, for- sætisráðherra Rússlands, lagði til við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, á síma- fundi þann 14. ágúst sl. að löndin réðust í sameiginlegt átak (e. Joint Venture) hafa íslensk stjórnvöld og fulltrúar frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) reynt að fá botn í það hvað rússneski forsætisráð- herrann átti við með þessum orðum sínum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa þær tilraunir enn engan árangur borið. Sendinefnd á vegum SFS fór til Rússlands fyrir skemmstu, til við- ræðna við rússneska viðskiptavini þar í landi. Sú för mun ekki hafa skilað neinni niðurstöðu. »4 Telja orð Medvedevs kurteisishjal Ljósmynd/Anton Brink Sólarkísill Forsætisráðherra með fulltrú- um Silicor Materials í Hvalfirði í gær.  Tilkynnt var í gær um fyrri hluta fjármögnunar á sólarkísilverk- smiðju Silicor Materials á Grund- artanga. Af um 14 milljörðum króna í þessum áfanga eiga íslensk- ir lífeyrissjóðir um sex milljarða króna. Þá verður formleg opnun á Húsavík í dag vegna framkvæmda við kísilver PCC á Bakka. Hundruð starfa skapast við að byggja þessi tvö kísilver. »6 Kísilver Silicor og PCC komin á skrið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.