Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það er orðið vel fyllt og hart og ekki
annað að gera en að byrja. Það er út-
lit fyrir góða uppskeru,“ segir Páll
Eggert Ólafsson, bóndi á Þorvalds-
eyri undir Eyjafjöllum. Hann var að
hefja þreskingu þetta haustið í
fyrradag og byrjaði á fallegum akri
við þjóðveginn.
Eftir að stytti upp í byrjun vik-
unnar hófu kornbændur, að minnsta
kosti sunnanlands, þreskingu. Feðg-
arnir á Þorvaldseyri, Páll Eggert og
Ólafur Eggertsson, voru í þeim hópi.
Uppskerustörfin hefjast heldur
seinna en venjulega og er munurinn
tíu dagar eða tvær vikur. Ástæðan
er kalt vor. Útlitið var ekki gott
framan af en svo virðist sem ágæt-
lega hafi ræst úr sunnanlands en
ljóst er að lítil uppskera verður
norðanlands og austan.
Nokkur samdráttur varð í korn-
ræktinni í vor. Bændur minnkuðu
við sig eða hættu, vegna erfiðs ár-
ferðis síðustu tvö árin.
Ekki hægt að kvarta
„Það er ekki hægt að kvarta
undan sumrinu hér sunnanlands.
Menn eru að slá þriðja slátt,“ segir
Ólafur á Þorvaldseyri. „Kornið fór
seinna af stað í vor en venjulega en
eftir að hlýnaði um miðjan júlí tók
kornið vel við sér. Ég stend hér úti á
túni í 17 stiga hita og það brakar í
korninu. Þetta kemur alltaf fyrir
rest,“ segir Ólafur.
Hann segir að kornið sem þeir
feðgar keyrðu heim í fyrradag lofi
mjög góðu fyrir uppskeruna. „Ég
segi hiklaust að við eigum von á upp-
skeru eins og best gerist. Óslegnu
spildurnar eru gullfallegar að sjá.“
Kornbændur fullyrða þó aldrei um
uppskeruna fyrr en hún er komin í
hús því veðrið á uppskerutímanum
getur sett strik í reikninginn.
Heyrir braka í korn-
inu í hlýindunum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Kornbóndi Páll Eggert Ólafsson á Þorvaldseyri er ánægður með byggið sem þreskivélin skilaði af fyrsta akrinum.
Sunnlenskir kornbændur byrjaðir að þreskja
Gull bóndans Kornið streymir úr
þreskivélinni á Þorvaldseyri.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Mjólkursamsalan hefur ákveðið að
lækka verð á ógerilsneyddri hrá-
mjólk til smærri framleiðenda. Þeim
verður gefinn kostur á að kaupa
ákveðið magn af mjólk á ári á sama
verði og MS greiðir bændum. Er MS
með því að taka á sig aukakostnað
sem fellur til við söfnun mjólkur.
Ari Edwald, forstjóri MS, segir að
ákvörðunin sé tekin til að koma til
móts við sjónarmið þeirra sem talið
hafi nauðsynlegt að fleiri aðilar
kæmu að framleiðslu í mjólkuriðn-
aði. „Það er ljóst að gagnrýni og um-
ræður á undangengnum árum hafa
ekki verið í samræmi við þau gildi
sem Mjólkursamsalan vill standa
fyrir. Við viljum leggja mikið á okkur
til að skapa fullt traust á því að við
viljum styðja við smærri aðila sem
eru að framleiða úr mjólk. Teljum
það jákvætt fyrir mjólkuriðnaðinn í
heild og kúabændur, ekki síður en
neytendur,“ segir Ari. Hann er
óbeint að vísa til málaferla sem
Mjólkursamsalan hefur átt í við sam-
keppnisyfirvöld vegna verðlagning-
ar á hrámjólk.
Nýtt fyrirkomulag tekur gildi um
mánaðamót. Þá gefst öðrum fram-
leiðendum kostur að kaupa allt að
300 þúsund lítra af mjólk á ári á
sama verði og MS greiðir bændum.
Það eru tæpar 85 krónur á lítra sem
er rúmlega 11% lækkun frá almennu
verði á ógerilsneyddri mjólk. Með
þessu er MS að veita öðrum
endurgjaldslausan aðgang að því
kerfi sem fyrirtækið rekur til að
safna, gæðaprófa og miðla óunninni
mjólk.
Tíu milljónir á ári
Afslátturinn gæti numið um 10
milljónum kr. á ári, miðað við sölu
MS á óunninni mjólk á síðasta ári.
Ari segir hámarkið til einstakra aðila
sett til þess að afslátturinn verði
ekki óútfyllt ávísun. Tekur hann
fram að fyrirkomulagið sé til reynslu
í þrjú ár og komi þá til endurskoð-
unar. Aðeins eitt af minni fyrirtækj-
unum fer yfir hámarkið.
Ari tekur fram að MS sé ekki síður
að líta til nýrra aðila. Að skapa
grundvöll fyrir nýja framleiðslu frá
fleiri aðilum. „Jafnframt má segja að
þessi jöfnun á aðstöðu stórs og lítilla
aðila sé mikilvægt sanngirnismál og
að MS sé að mæta samfélagslegri
skyldu með hliðsjón af markaðsstöðu
sinni og stærðarhagkvæmni,“ segir í
fréttatilkynningu MS. Ákvörðunin
er einnig tekin með hagsmuni kúa-
bændanna í landinu í huga, eigenda
fyrirtækisins. Þeir horfa til þess að
aukin vöruþróun hjá nýjum fram-
leiðendum geti haft jákvæð áhrif á
mjólkursölu.
Ari segir að MS hafi einnig áhuga
á að vinna með aðilum sem myndu
vilja kaupa vörur á mismunandi
framleiðslustigi, til að vinna áfram
undir eigin vörumerki. Það gæti ver-
ið áhugavert fyrir frumkvöðla, til
dæmis í ferðaþjónustu. Nefnir Ari
ostagerð sérstaklega í því sambandi.
Lækka verð á óunninni mjólk
MS kemur til móts við smærri framleiðendur með því að lækka verð á ógeril-
sneyddri mjólk um 11% Stuðlar að aukinni vöruþróun hjá nýjum aðilum
Ari
Edwald
Ólafur M.
Magnússon
„Þetta er gríðarlega mikilvægt
fyrir okkur. Við erum himinlif-
andi yfir þessari ákvörðun,“
segir Ólafur M. Magnússon,
framkvæmdastjóri Mjólkurbús-
ins Kú, um ákvörðun MS.
Hann segir að með þessu fyr-
irkomulagi geti Mjólkurbúið Kú
staðið í þessum rekstri og geti
einbeitt sér að því að koma með
nýjar vörur á markað og auka
fjölbreytnina.
„Við tökum fagnandi í útrétta
sáttarhönd,“ segir Ólafur. Hann
kærði MS fyrir óeðlilega verð-
lagningu á hrámjólk og það mál
er enn til meðferðar hjá sam-
keppnisyfirvöldum. Hann segist
ekki hafa vald á því en myndi
vilja leggja sitt af mörkum til að
leysa málið, í ljósi góðrar fram-
göngu nýs forstjóra Mjólk-
ursamsölunnar.
Tökum í
sáttarhönd
ÓLAFUR ER ÁNÆGÐUR
Útfellingar með uppsöfnuðum nátt-
úrulegum geislavirkum efnum úr
lögnum Reykjanesvirkjunar sem
fallið hafa til frá því í ljós kom að þær
innihéldu geislavirk efni, eru geymd-
ar í lokuðum ílátum í virkjuninni. Ás-
geir Margeirsson, forstjóri HS Orku,
segir að fyrirtækið vinni úr málinu í
samvinnu við Geislavarnir ríkisins.
Er þetta í fyrsta skipti sem vart
hefur orðið við uppsöfnun alfa- og
betageislandi efna hér á landi. Slík
uppsöfnun er þekkt erlendis, til
dæmis við olíu- og gasvinnslu, en
einnig við hagnýtingu jarðhita.
Mælingar Geislavarna á útfelling-
um Reykjanesvirkjunar gáfu til
kynna aukna geislavirkni, miðað við
það sem algengast er hér á landi.
Fékkst það staðfest í júní við mæl-
ingar hjá vottaðri rannsóknastofu í
Finnlandi.
Var áður sett á losunarsvæði
Vélar virkjunarinnar eru stöðvað-
ar einu sinni á ári og þá eru leiðsl-
urnar hreinsaðar. Útfellingarnar
hafa hingað til verið urðaðar á los-
unarsvæði Reykjanesvirkjunar. Ás-
geir segir að þegar geislavirknin
kom í ljós hafi Geislavarnir veitt fé-
laginu leyfi til að
meðhöndla efnið.
Magnið sé ekki
það mikið að vel
sé hægt að geyma
það í lokuðum
ílátum þar til
ákveðið verður
hvernig best sé að
standa að förgun
þess.
Það er mat
Geislavarna að geislunin sé það lítil
að fólki stafi ekki hætta af. Efnin eru
bundin í útfellingum í föstu formi
sem verða á takmörkuðu svæði í lok-
uðu kerfi. Þau losna ekki til umhverf-
isins með affallsvatni frá virkjuninni,
gufu eða á annan hátt. Til að ýtrustu
öryggiskröfum sé fullnægt hafa
Geislavarnir beint því til HS Orku að
þeir starfsmenn sem vinna við
hreinsun beri viðeigandi hlífðarbún-
að.
Geislavarnir ríkisins telja að út-
fellingar með aukna náttúrulega
geislavirkni sé eingöngu að finna við
borholur Reykjanesvirkjunar. Ekki
hafa fundist vísbendingar um geisla-
virkni við Svartsengi eða Nesjavelli.
helgi@mbl.is
Efnið geymt í
lokuðum ílátum
Geislavirkt efni ekki hættulegt fólki
Ásgeir
Margeirsson