Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Þessi verk eru eins og bræður mínir og systur,“ segir Una Dóra Copley, dóttir myndlistarkonunnar Nínu Tryggvadóttur (1913-1968), þegar við göngum milli sala Listasafns Ís- lands. Annað kvöld verður opnuð þar viðamikil yfirlitssýning, undir heitinu Ljóðvarp, á verkum þessarar áhrifa- miklu og hrífandi listakonu, sem starfaði og sýndi verk sín víða um lönd. Nína var einungis 55 ára gömul þegar hún lést en skildi engu að síður eftir sig ríkulegan sjóð listaverka í ýms- um miðlum; róm- uð portrettverk, myndir af íslenskum plássum, áber- andi verk í almenningsrýmum í Reykjavík, bækur og síðast en ekki síst afar kröftug og í raun einstök ab- straktverk. Í eigu Listasafns Íslands eru 80 verk eftir Nínu og gefur að líta nær helming þeirra á sýningunni. Þar er einnig fjöldi verka í einkaeigu, sem sjaldan eða aldrei sjást opinberlega, auk valinna myndverka sem eru í eigu Unu Dóru sem búsett er í New York þar sem Nína bjó síðasta hluta ævinnar ásamt eiginmanni sínum, vísinda- og listamanninum Alfred L. Copley. Neglir niður karakterana „Hér eru mörg verk sem ég hef ekki séð síðan ég var lítil og önnur sem ég hef aldrei séð,“ segir Una Dóra spennt þegar við göngum um sýninguna. Hún var sautján ára göm- ul þegar móðir hennar lést. „Við maðurinn minn eigum 37 verk á sýningunni, þar af 12 á pappír,“ segir hún og svarar, þegar spurt er, að verkunum í eigu hennar fækki sí- fellt því þau séu eftirsótt af söfn- urum. Nína hafi sýnt oft og víða með- an hún lifði, verið afar afkastamikil og selt fjölda mynda. Þess má geta að verk eftir hana er að finna í virtum söfnum beggja vegna Atlantshafs, meðal annars í MoMA í New York. „Já, það er ákveðin og óhikandi lína frá þessum fígúratífu verkum frá fimmta áratugnum til abstrakverk- anna,“ samþykkir Una Dóra þegar blaðamaður viðrar þá skoðun sína að málunartæknin sé í raun sú sama; þykkir og kröftugir drættir, hvort sem viðfangsefnið var samtímamenn á borð við Halldór Laxness og Er- lend í Unuhúsi, eða óhlutbundnir myndheimar, sem þó bera yfirleitt í sér vísanir í náttúru. „Þetta verk hér „fundum“ við fyrir nokkrum árum í vöndli af upprúll- uðum strigum,“ segir hún og bendir á athyglisvert málverk á mótum fígúratífrar tjáningar og strangflat- arlistar. Og annað fínt verk skammt þar frá var í sama vöndli. „Við fluttum svo oft þegar ég var lítil að mamma tók verkin oft af blindrömmunum og rúllaði þeim upp,“ segir Una Dóra til útskýringar. „Og þetta verk hér,“ segir hún og bendir, „er framan á sýningar- skránni sem fylgdi fyrstu sýningu hennar í New York árið 1945. Ég hef aldrei séð það áður. Mér finnst gríð- arlega spennandi að sjá öll þessi verk mömmu hér samankomin.“ Una Dóra segir móður sína hafa verið afar sjálfstæðan listamann. „Hún sagði að enginn segði sér fyrir verkum í listinni. Hvað það varðar var hún afar íslensk,“ segir hún og hlær. „Þegar hún var við nám í París kynntist hún hörkulegri strangflat- arlistinni en þegar hún flutti til Eng- lands mýktist myndgerðin. En mér finnst hún líka vera einn af mestu portrettmeisturum allra tíma. Hún gjörsamlega neglir niður kar- akter fyrirsætanna.“ Meðal portretta á sýningunni eru nokkrar sjálfs- myndir sem allar eru í eigu Unu Dóru – „sem ég hef ekki viljað selja“ – og myndir af Unu sem ungbarni. Mun lifa gegnum verkin „Þú sérð að hún hafði fyrir venju að skilja alltaf hluta verkanna eftir ókláraðan, láta skína í strigann. Það var til að minna okkur á að þetta væri bara málverk,“ segir Una Dóra og bendir á dæmi um þetta í nokkrum verkum frá fimmta áratugnum. „Mamma var afskaplega sjálfstæð kona en hún var jafnframt hógvær, á íslenskan máta. Hún var fyndin og skynsöm, afskaplega vel lesin. Hún gat rætt um heimsmálin sem listina, heimspeki og ljóðlist, við hvern sem var. Mér fannst hún stórkostleg.“ En hún dó alltof ung. „Svo sannarlega.“ Una Dóra hrist- ir höfuðið. „En hún var alltaf að vinna; allan daginn meðan ég var í skólanum, og alltaf að velta vinnunni og verkunum fyrir sér. En dó hún nokkuð?“ spyr hún síð- an. „Við erum með verkin þeirra pabba heima, um allt hús, og njótum þeirra. Og hér eru öll þessi frábæru verk hennar frá öllum ferlinum – hún mun lifa gegnum þau.“ Lét engan segja sér fyrir verkum  Viðamikil yfirlitssýning á verkum Nínu Tryggvadóttur (1913-1968) verður opnuð í Listasafni Íslands  Sýnd eru verk í eigu safnsins, úr fjölda einkasafna og þar á meðal Unu Dóru Copley, dóttur Nínu Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Mikilvirk Nína Tryggvadóttir á sýningu sinni í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1967, ári áður en hún lést. Sum þessara verka eru á sýningu í Listasafninu. Una Dóra Copley Eitthvað sem lokkar og seiðir … nefnist óperettueinleikur sem hin nýstofnaða Ópera Vestfjarða frum- sýnir í kvöld kl. 20 í Hömrum á Ísa- firði. „Verkið fjallar um söng- og leikkonuna Sigrúnu Magnúsdóttur, sem nefnd hefur verið „óperettu- drottning Íslands“. Það er Elfar Logi Hannesson sem samdi verkið og er jafnframt leikstjóri sýning- arinnar. Óperusöngkonan Sigrún Pálmadóttir bregður sér í ýmis gervi óperettudrottningarinnar og flytur mörg þeirra laga sem gerðu hana fræga á sínum tíma, m.a. úr óperett- unum Nitouche, Brosandi landi, Leðurblökunni o.fl. Píanóleikarinn Beáta Joó sér um meðleikinn á pí- anóið,“ segir m.a. í tilkynningu. Þar kemur fram að Ópera Vest- fjarða er nýr félagsskapur sem hef- ur það að markmiði að vinna að út- breiðslu óperu- og óperettutónlistar og hugsanlegum flutningi slíkra verka á Vestfjörðum. „Félagið hyggst ná markmiðum sínum með óperukynningum af ýmsu tagi, dag- skrám um og með óperutónlist og vonandi óperuuppfærslu fyrr en síð- ar. Verkefnið nýtur m.a. stuðnings frá Menningarráði Vestfjarða, Ísa- fjarðarbæ, Tónlistarskóla Ísafjarðar o.fl. Stjórn félagsins skipa þau Sig- ríður Ragnarsdóttir, Elfar Logi Hannesson og Ingunn Ósk Sturlu- dóttir. Almenningi býðst að gerast félagar í óperufélaginu gegn vægu árgjaldi og vonast stjórnin til að fé- lögum fjölgi hratt og vel á næstunni, einkum í kjölfar sýningarinnar. Það er ákaflega mikilvægt fyrir Óperu Vestfjarða að fyrstu skrefin takist vel og því ómetanlegt fyrir fé- lagið ef almenningur tekur vel þessu metnaðarfulla verkefni og fjölmenn- ir á þessar sýningar sem framundan eru.“ Önnur sýning á Eitthvað sem lokkar og seiðir … verður laug- ardaginn 19. september kl. 18. Drottning Sigrún Pálmadóttir leik- ur óperettudrottningu í sýningunni. Fyrsta frumsýning Óperu Vestfjarða Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á ÍslandiFæst í öllum helstu raftækjaverslunum Allt í eldhúsið frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.