Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015
I Want to be Weird, heimildamynd
Brynju Daggar Friðriksdóttur,
verður sýnd á norrænu stutt- og
heimildamyndahátíðinni Nordisk
Panorama í Malmö í Svíþjóð 18.-23.
september nk. og verður ein 14
heimildamynda sem keppa um
verðlaun sem besta norræna heim-
ildamyndin. Myndin fjallar um
bresku listakonuna Kitty Von
Sometime sem hefur verið búsett á
Íslandi í tíu ár og er þekktust fyrir
The Weird Girls Project, röð verka
eða myndbandsþátta þar sem kon-
ur eru í forgrunni. Heimildamyndin
fylgir Kitty eftir
í daglegu lífi og
við vinnu á verk-
um sínum.
Myndin verð-
ur sýnd 19. og
21. september og
munu Brynja og
Kitty svara
spurningum
áhorfenda að
sýningum loknum. Kitty mun einn-
ig halda fyrirlestur um verk sín á
hátíðinni að lokinni fyrri sýningu
myndarinnar.
Heimildamyndin I Want to be Weird
í keppni á Nordisk Panorama
Kitty von Sometime
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Meginþema verksins snýst um þrá eftir velgengni í nú-
tímasamfélagi. Annað áberandi þema er leit að karl-
mennsku í samtímanum,“ segir Björn Leó Brynjarsson
um nýjan einleik sinn sem nefnist Frami og sviðs-
listahópurinn Takataka setur upp. Sýningin var forsýnd
á leiklistarhátíðinni Lókal í seinasta mánuði og verður
formlega frumsýnd í Tjarnarbíói í
kvöld kl. 20.30.
Björn Leó er bæði höfundur og
leikstjóri sýningarinnar, en Pétur Ár-
mannsson er aðstoðarleikstjóri og
dramatúrg, Daníel Þorsteinsson
hannar grafík og vídeó fyrir sýn-
inguna og Kolbeinn Arnbjörnsson
leikur. Að sögn Björns Leós þekkjast
þeir félagar mjög vel. „Við Kolbeinn
og Pétur vorum allir í Listaháskól-
anum á sama tíma,“ segir Björn Leó,
sem hálfur útskrifaðist af sviðshöf-
undabraut LHÍ árið 2011, en þeir Kolbeinn og Pétur af
leikarabraut vorið 2012. „Meðan við vorum í LHÍ bjugg-
um við líka saman um árs tíma og í dag erum við Kol-
beinn að vinna saman sem stuðningsfulltrúar á bráða-
geðdeild. Þannig að þetta er mikill vinahópur þar sem
ríkir mikið traust í öllu sköpunarferlinu,“ segir Björn
Leó og bendir á að þeir Daníel hafi unnið saman á aug-
lýsingastofu.
Þróa eigið leiklistartungumál
„Verkið fjallar um myndlistarmann sem er með óraun-
hæfar væntingar og gerir miklar kröfur til sjálfs sín.
Uppfærslan dregur upp mynd af innri rökræðu lista-
mannsins og mögulegum aðstæðum sem hann sér sjálfan
sig lenda í,“ segir Björn Leó og bendir á að mikið fari
fyrir líkamlegu leikhúsi í sýningunni. „Við notum fyrst
og fremst leikhúsmiðilinn, en blöndum inn í þetta kóreó-
grafíu og nærveru líkamans. Að mörgu leyti er þetta því
býsna hefðbundin leiksýning, en við leitum þó á nýjar
slóðir í framsetningunni,“ segir Björn Leó og tekur fram
að sviðslistahópurinn sé að reyna að tileinka sér sínar
eigin vinnuaðferðir.
„Við viljum þannig búa til og þróa okkar eigið leiklist-
artungumál sem við höfum ekki séð mikið annars staðar.
Leiklistartungumálið okkar birtist fyrst og fremst í af-
stöðu leikarans gagnvart viðfangsefninu. Það er ákveðin
frásögn í textanum og við reynum að láta framsetningu
leikarans á köflum stangast á við söguframvinduna með
áhrifaríkum hætti.“
Aðspurður segir Björn Leó sýninguna, sem tekur
tæpa klst. í flutningi, leikna á íslensku. „En við eigum
hins vegar enska þýðingu á textanum og okkur dreymir
um að koma sýningunni á framfæri erlendis,“ segir
Björn Leó og bendir á að í framhaldi af Lókal hafi hópn-
um verið boðið að sýna verkið á leiklistarhátíð í Finn-
landi sem verið sé að skoða nánar. Þess má að lokum
geta að næstu sýningar verða 20. september, 8. og 18.
október kl. 20.30.
„Þrá eftir velgengni“
Karlmennska Kolbeinn Arnbjörnsson leikur í Frama.
Einleikurinn Frami frum-
sýndur í Tjarnarbíói í kvöld
Björn Leó
Brynjarsson
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Where to Invade Next, nýjasta
heimildamynd Michaels Moore, var
frumsýnd á alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í Toronto 10. sept-
ember sl. Í myndinni ferðast Moore
til nokkurra landa, m.a. Íslands, og
kynnir sér ólíkar aðferðir þjóða þeg-
ar kemur að því að leysa ýmis sam-
félagsleg, stjórnmálaleg og efna-
hagsleg vandamál.
Meðal þeirra sem komu að gerð
myndarinnar er kvikmyndagerðar-
konan Ísold Uggadóttir. Hún segist
ekki hafa séð myndina og viti því
ekki hversu mörg lönd komi við sögu
í henni en Moore hafi farið til 12
Evrópulanda til að sjá hvað þau
gætu boðið upp á hugmynda-
fræðilega. Titillinn sé ádeila á
bandarísk stjórnvöld, tilhneigingu
þeirra til að ráðast inn í lönd og nýta
og eigna sér auðlindir þeirra. „Hann
fékk þá áhugaverðu hugmynd að
ráðast inn í ákveðin Evrópulönd og
„stela“ auðlindum þeirra, sem eru þá
hugmyndirnar. Hann sér að Evrópa
býr yfir mörgum góðum hug-
myndum sem Bandaríkin hafa verið
að falla frá, einkum þeim sem snúa
að velferðarkerfi og jafnrétti. Þegar
kom að Íslandshlutanum vildi þann-
ig til að ég var stödd í New York, í
mars sl., var þar að vinna að eigin
verkefnum og hitta fólk. Ég fékk
símtal frá vinkonu minni sem átti
kunningja sem var að vinna við
þessa mynd og það vantaði mann-
eskju til þess að koma inn í verkefnið
og opna fyrir aðgengi að fólki á Ís-
landi, sjá hvaða viðmælendur væri
hægt að fá. Það fór mikill tími í að
kasta fram hugmyndum og við vor-
um ekki að vinna beint saman með
Moore heldur var þetta mikið appa-
rat og margir sem komu að málum,“
segir Ísold.
Heillaður af Vigdísi
Meðal þeirra sem Moore ræddi
við á Íslandi voru Vigdís Finn-
bogadóttir, fyrrverandi forseti Ís-
lands, Birgitta Jónsdóttir þingmað-
ur og Ólafur Þór Hauksson,
sérstakur saksóknari. Ísold segir að
Moore hafi m.a. verið bent á rétt-
indabaráttu samkynhneigðra hér á
landi, að fyrsta konan í embætti for-
seta í heiminum væri íslensk og að
Jóhanna Sigurðardóttir hafi verið
fyrsta opinberlega samkynhneigða
konan til að gegna starfi forsætis-
ráðherra í heiminum. Moore hafi
þótt mikið koma til sterkrar stöðu
kvenna hér á landi og þá m.a. í
stjórnmálum og viðskiptalífi.
„Þegar undirbúningsferlið var bú-
ið að standa yfir í nokkra mánuði
kom hann til landsins. Það var svolít-
ið fyndið því búið var að brýna mikið
fyrir manni hversu mikið leynd-
armál verkefnið væri en svo mætti
hann í Leifsstöð með bandaríska
fánann. Það fór náttúrlega beint í
blöðin og var hluti af myndinni,“ seg-
ir Ísold kímin. Moore hafi aug-
ljóslega verið að deila á heimaland
sitt með þessu uppátæki.
Ísold segir Moore hafa farið víða
meðan á dvöl hans á Íslandi stóð,
unnið með margar hugmyndir og
rætt við marga en ekki hafi verið
hægt að nýta allt efnið í myndina.
„Ég veit fyrir víst að Vigdís Finn-
bogadóttir er í myndinni,“ segir Ís-
old. Vigdís hafi boðið Moore og töku-
liðinu inn á heimili sitt og verið afar
elskuleg og afslöppuð. „Michael var
svo heillaður af henni, eins og við öll í
tökuliðinu, að hann ætlaði aldrei að
hætta,“ segir Ísold.
Kafli um íslenskar konur
„Mér skilst að myndin endi á kafla
um íslenskar konur, hversu langt
þær hafa náð á ýmsum sviðum, m.a. í
pólitík og fjármálageiranum,“ segir
Ísold. Moore hafi m.a. rætt við Höllu
Tómasdóttur, einn stofnenda Auðar
Capital, og verið afar hrifinn af því
sem hún hafði að segja um þátt
kvenna í viðskiptum og hvernig hann
geti bætt og breytt starfsháttum til
hins betra. „Þannig að hugmynda-
fræðin á bak við þennan Íslandsþátt
er svolítið þessi: Hvað ef konur réðu
bara heiminum? Væri hann þá ekki
miklu betri?“ segir Ísold að lokum.
Ef konur réðu heiminum
Vinalegur Ísold ber Moore vel söguna og segist hafa knúsað hann þegar
hann hélt af landi brott. Hér sjást þau saman í Leifsstöð fyrir brottför.
Ísold Uggadótt-
ir vann við mynd
Michaels Moore
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fös 18/9 kl. 19:00 5.k. Fös 25/9 kl. 19:00 8.k. Sun 4/10 kl. 19:00 11.k
Sun 20/9 kl. 19:00 6.k. Sun 27/9 kl. 19:00 9.k Fös 9/10 kl. 19:00 12.k
Fim 24/9 kl. 19:00 7.k. Lau 3/10 kl. 19:00 10.k Lau 10/10 kl. 19:00 13.k
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Dúkkuheimili (Stóra sviðið)
Lau 19/9 kl. 20:00 3.k. Lau 26/9 kl. 20:00 5.k. Fös 2/10 kl. 20:00 6.k.
Mið 23/9 kl. 20:00 4.k. Fim 1/10 kl. 20:00 aukas. Sun 11/10 kl. 20:00 aukas.
Aðeins þessar sýningar!
At (Nýja sviðið)
Fim 17/9 kl. 20:00 fors. Mið 23/9 kl. 20:00 3.k. Mið 30/9 kl. 20:00 6.k.
Fös 18/9 kl. 20:00 1.k. Fim 24/9 kl. 20:00 4.k. Lau 3/10 kl. 20:00 7.k.
Sun 20/9 kl. 20:00 2 k. Fös 25/9 kl. 20:00 5.k. Sun 4/10 kl. 20:00 8.k.
Breskt verðlaunaverk í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 20/9 kl. 13:00 1.k. Lau 10/10 kl. 13:00 4.k. Sun 1/11 kl. 13:00 8.k.
Sun 27/9 kl. 13:00 2 k. Sun 18/10 kl. 13:00 6.k.
Sun 4/10 kl. 13:00 3.k. Sun 25/10 kl. 13:00 7.k.
Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 19/9 kl. 20:00 2 k. Lau 10/10 kl. 20:00 4.k. Fös 23/10 kl. 20:00 6.k.
Lau 26/9 kl. 20:00 3.k. Lau 17/10 kl. 20:00 5.k. Fös 30/10 kl. 20:00 7.k.
Kenneth Máni stelur senunni
Mávurinn (Stóra sviðið)
Fös 16/10 kl. 20:00 1.k. Lau 24/10 kl. 20:00 4.k. Mið 4/11 kl. 20:00 7.k.
Mið 21/10 kl. 20:00 2 k. Fim 29/10 kl. 20:00 5.k. Lau 7/11 kl. 20:00 8.k.
Fim 22/10 kl. 20:00 3.k. Lau 31/10 kl. 20:00 6.k. Lau 14/11 kl. 20:00 9.k
Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki
Hystory (Litla sviðið)
Fös 18/9 kl. 20:00 2 k. Fös 25/9 kl. 20:00 4.k.
Sun 20/9 kl. 20:00 3.k. Sun 27/9 kl. 20:00 5.k.
Aðeins þessar sýningar!
Sókrates (Litla sviðið)
Fim 1/10 kl. 20:00 1.k. Fim 8/10 kl. 20:00 5.k. Fim 22/10 kl. 20:00 9.k
Fös 2/10 kl. 20:00 2 k. Fös 9/10 kl. 20:00 6.k. Lau 31/10 kl. 20:00 10.k
Lau 3/10 kl. 20:00 3.k. Sun 11/10 kl. 20:00 7.k. Þri 3/11 kl. 20:00
Sun 4/10 kl. 20:00 4.k. Mið 21/10 kl. 20:00 8.k. Fim 5/11 kl. 20:00
Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina
Vegbúar (Litla sviðið)
Fim 15/10 kl. 20:00 1.k. Þri 20/10 kl. 20:00 4.k. Mið 28/10 kl. 20:00
Fös 16/10 kl. 20:00 2 k. Lau 24/10 kl. 20:00 5.k. Fim 29/10 kl. 20:00
Sun 18/10 kl. 20:00 3.k. Sun 25/10 kl. 20:00 6.k. Sun 1/11 kl. 20:00
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Fim 17/9 kl. 19:30 Aukas. Sun 27/9 kl. 19:30 8.sýn Sun 18/10 kl. 19:30 14.sýn
Fös 18/9 kl. 19:30 3.sýn Fös 2/10 kl. 19:30 9.sýn Fim 22/10 kl. 19:30 15.sýn
Lau 19/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 10.sýn Fös 23/10 kl. 19:30 16.sýn
Sun 20/9 kl. 19:30 5.sýn Sun 4/10 kl. 19:30 11.sýn Mið 28/10 kl. 19:30 17.sýn
Fös 25/9 kl. 19:30 6.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 12.sýn Fös 30/10 kl. 19:30 18.sýn
Lau 26/9 kl. 19:30 7.sýn Lau 17/10 kl. 19:30 13.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Móðurharðindin (Kassinn)
Fim 17/9 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/9 kl. 19:30 10.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 14.sýn
Fös 18/9 kl. 19:30 7.sýn Sun 27/9 kl. 19:30 11.sýn Fös 9/10 kl. 19:30 15.sýn
Lau 19/9 kl. 19:30 8.sýn Fim 1/10 kl. 19:30 12.sýn Lau 10/10 kl. 19:30 16.sýn
Fim 24/9 kl. 19:30 9.sýn Fös 2/10 kl. 19:30 13.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 17.sýn
Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna.
Heimkoman (Stóra sviðið)
Lau 10/10 kl. 19:30 Frums. Sun 25/10 kl. 19:30 5.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 9.sýn
Mið 14/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 29/10 kl. 19:30 6.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 10.sýn
Fim 15/10 kl. 19:30 3.sýn Sun 1/11 kl. 19:30 7.sýn
Fös 16/10 kl. 19:30 4.sýn Lau 7/11 kl. 19:30 8.sýn
Meistaraverk Nóbelsskáldsins Pinters.
4:48 PSYCHOSIS (Kúlan)
Sun 20/9 kl. 18:00 4.sýn Mið 23/9 kl. 19:30 Lau 26/9 kl. 19:30
Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan)
Lau 10/10 kl. 13:30 Lau 17/10 kl. 13:30
Lau 10/10 kl. 15:00 Lau 17/10 kl. 15:00
Kuggur og félagar eru komnir aftur í Kúluna.
DAVID FARR
HARÐINDIN