Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 15
Íbúar í Sveitarfélaginu Hornafirði og Djúpavogshreppi
eru samtals um 2.600 talsins, en samanlögð stærð
sveitarfélaganna er um 7.470 ferkílómetrar. Á þessu
svæði eru atvinnuvegir fjölbreyttir, s.s. landbúnaður,
fiskveiðar og -vinnsla, iðnaður og ýmiss konar þjónusta.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015
Nýr Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði
STOFNAÐ 1956
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
s: 510 7300
www.ag.is
Sproti 405
Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir
Fjölmargir leggja leið sína í Jök-
ulheim, eða Glacier World, við
Hoffell til að liggja í heitum nátt-
úrulaugum, fara í fjórhjólaferð
eða slaka á í faðmi fallegrar nátt-
úru. Hólmfríður Þrúðmarsdóttir,
framkvæmdastjóri Glacier
World, segir náttúruna og ná-
lægð við jöklana helsta aðdrátt-
araflið en gott framboð á afþrey-
ingu sé vissulega „bónus“.
„Við bjóðum upp á gistingu,
bæði í eldra húsi og í nýupp-
gerðum útihúsum og starf-
rækjum veitingastað á sumrin.
Einnig bjóðum við upp á heitar
náttúrulaugar og fjórhjóla- og
jeppaferðir inn að jökli,“ en Hof-
fell er 19 km frá Höfn.
Hún segir marga koma til að
njóta þess að liggja í náttúru-
laugunum. ,,Laugarnar eru opn-
ar öllum sem greiða aðgangseyri
en aðgangur er innifalinn í gist-
ingu.“
Þá eru fjórhjólaferðir einnig
vinsælar meðal gesta sem og
annarra. Í ferðunum er ekið inn í
fallegan dal og inn að Hoffells-
jökli, sem er skriðjökull úr
Vatnajökli. Á leiðinni er stoppað
nokkrum sinnum svo hægt sé að
njóta náttúrunnar. brynja@mbl.is
Afslöppun og skemmtun í Hoffelli
Morgunblaðið/Albert Eymundsson
Jöklaheimur Hólmfríður og fjölskylda reka Glacier World að Hoffelli.
Heitar laugar og
fjórhjólaferðir
Morgunblaðið/Albert Eymundsson
Ævintýri Boðið er upp á fjór-
hjólaferðir að jökli.
efnisins. „Við notum engin hráefni
frá dýrum sem eru alin upp í búr-
um við slæmar aðstæður og eng-
um dýrum sem alin eru upp til að
verða tískuvörur. Uppruni hráefn-
isins er alltaf ljós, en allt roð kem-
ur frá Sauðárkróki og er sútað
eftir okkar óskum í fyrirtækinu
Sjávarleðri og Loðskinn. Hrein-
dýraskinnin fáum við frá veiði-
mönnum, smálömbin frá bændum
og svo framvegis.“
Á leið í útrás til Bretlands
Hér á landi gengur salan vel
og er nú kominn tími til að kanna
undirtektir í útlöndum. Ágústa
fékk í ár styrki frá Nýsköp-
unarmiðstöð Íslands og Uppbygg-
ingarsjóði Austurlands sem gerðu
henni kleift að fullþróa vörurnar
og umgjörðina utan um þær.
Undirbúningur fyrir útrásina
hefur tekið marga mánuði og hef-
ur Ágústa verið í góðu samstarfi
við hönnuði og innanhússarkitekta
hjá fyrirtækinu Grafít á Djúpa-
vogi. „Þær vinna að umgjörðinni
með mér og gera bæklinga, merki-
spjöld, umbúðir og fleira. Allt það
efni er í prentun núna og verður
dreift í Lundúnum eftir rúman
mánuð,“ greinir Ágústa frá, en
hún heldur bráðum á ráðstefnu
sem haldin er af Global Women
Inventors and Innovators. Tengi-
liður við ráðstefnuna á Íslandi er
KVENN, konur í nýsköpun. „Á
ráðstefnunni gefst mér tækifæri
til að kynna vörurnar, vera með á
tískusýningu og byggja upp
tengslanetið. Ég bóka líka fundi
við verslanir úti til að nýta ferð-
ina,“ útskýrir Ágústa og bætir við:
„Þetta er fyrsta ferðin sem við
förum til að kynna vörurnar í út-
löndum. Draumastaða eftir ferðina
væri samningur við endur-
söluaðila.“
Hún kveðst hafa fengið veru-
legan stuðning frá bæjarbúum
Djúpavogs undanfarin ár. „Til
dæmis fékk ég viðurkenningu í
sumar fyrir að vera fyrirmynd.
Hjallar í frumkvöðlarekstri eru
margir en svona hvatning gefur
manni ólýsanlegan kraft til þess
að halda áfram.“
Vill skapa störf heima
Þennan stuðning vill Ágústa
endurgjalda. „Mér hefur verið
sagt að eina leiðin til að komast á
stóran markað sé að láta fram-
leiða vörurnar í miklu magni er-
lendis. Ég mun þó leggja mig alla
fram við að byggja upp fram-
leiðsluna hér en minn draumur er
að geta búið til störf hér. Hingað
til höfum við Karen Sveinsdóttir,
mín hægri og vinstri hönd, að-
allega verið tvær þrátt fyrir að
hafa um tíma haft annað frábært
starfsfólk og nema,“ segir
Ágústa.
Hún vill gjarnan gera fyrir-
framsamninga við verslanir hér á
landi sem erlendis, sem greiða
fyrir vöruna við afhendingu. „Þá
væri ég komin með grundvöll til
að ráða fleiri starfsmenn, kaupa
fleiri tæki og stækka verkstæðið.“
Ágústa er aldrei bundin af
fyrirframgefnum hugmyndum í
framleiðslunni. „Mig hryllir við
tilhugsuninni að framleiða marg-
ar nákvæmlega eins vörur. Skinn-
in segja mér oftast hvernig þau
eiga að vera, en þau eru mismun-
andi í laginu og misstór.“
Spurð hvers konar ein-
staklingar kaupi helst vörur frá
Arfleið svarar hún: „Þetta er fólk
með stíl og veit hvað það vill.
Fólk sem vill heldur borga fyrir
hið einstaka en magnframleidda,
fólk sem veit hvaðan efnið kemur,
hvar vinnuaflið er staðsett og
hvert peningarnir skila sér.“
Auk verslunarinnar á Djúpa-
vogi fást vörurnar frá Arfleifð í
Fóu á Laugavegi 2 í Reykjavík og
í gegnum fésbókarsíðuna Arfleifð.
Ljósmynd/Kormákur Máni Hafsteinsson
Glæsilegt Hér má sjá klæðilegan kraga og skraut úr smiðju Ágústu.
Vörurnar seljast
að sögn Ómars afar
vel og hefur hann
vart undan við að
reykja fisk. Vörurn-
ar má nálgast í Nettó
á Höfn og verslunum
Frú Laugu í Reykja-
vík sem og á völdum
hótelum og veit-
ingastöðum í Reykjavík
og á Höfn.
Ómar hefur hlotið
nokkra viðurkenningu
fyrir framleiðsluna. Árið
2013 vann hann til Eld-
rimner-verðlaunanna í
Svíþjóð fyrir heitreykta makrílinn
og sama ár fékk Ómar silfurverðlaun
fyrir makrílpaté í Norðurlanda-
keppni smáframleiðenda. Í fyrra var
hann svo tilnefndur til Fjöreggsins.
Nú hillir undir innreið Sólskers
inn á Bretlandsmarkað, en Ómar
mun kynna vörur sín-
ar á stórum mat-
armarkaði í Lund-
únum í haust. „Við
erum fjórtán fram-
leiðendur, sem för-
um saman á þennan á
stóra markað. Eirný
Sigurðardóttir í
Búrinu er potturinn og
pannan í þessu eins og
svo mörgu öðru,“ greinir
hann frá.
Til marks um
áhuga útlendinga á
heitreyktum makríl
segir Ómar blaðamanni
frá erlendu pari sem keypti makríl
á Matarmarkaðnum í Hörpu og
pantaði í kjölfarið tíu kílóa kassa af
honum til þess að bjóða upp á í
brúðkaupinu sínu. ,,Þau sendu mér
svo skilaboð um að makríllinn hefði
vakið mikla lukku,“ bætir hann við.
Kæfa Makrílpaté
var ein af fyrstu vör-
unum frá Sólskeri.