Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015 Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Flokkur: 1995 1.fl. D 20 ár (RIKS 15 1001) Innlausnardagur: 1. október 2015 Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram hjá Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Reykjavík, 17. september 2015. Seðlabanki Íslands *Innlausnarverð er höfuðstóll og verðbætur Nafnverð Innlausnarverð Kr. 100.000 Kr. 249.164 Kr. 1.000.000 Kr. 2.491.643 Kr. 10.000.000 Kr. 24.916.427 Í dag verður skrifað undir sam- starfsyfirlýsingu milli MS og Sig- túns þróunarfélags um þróun sýn- ingar sem tengist mjólkuriðnaði og íslenska skyrinu. Leó Árnason, einn forsvarsmanna Sigtúns, segir að fyrst og fremst sé ætlunin að byggja upp skemmtileg- an og virkan miðbæ fyrir íbúa Sel- foss en þó einnig með því ívafi að hann dragi að sér ferðamenn. „Það eru þrjár meginstoðir í verk- efninu; í fyrsta lagi minnisvarði um miðaldakirkjur í Skálholti en þar inni er ætlunin að koma fyrir sýn- ingu um byggingar aldanna á Ís- landi, í öðru lagi verður endurbyggt Gamla mjólkurbúið sem var byggt árið 1929 en rifið illu heilli tveimur áratugum síðar og í þriðja lagi end- urbyggingar Hótel Íslands og Hótel Akureyrar sem bæði brunnu á sínum tíma,“ segir Leó en bætir við að stefnt sé að því að leigja hinar bygg- ingarnar undir íbúðir og fjölbreytta atvinnustarfsemi. Bæjarráð Árborgar hefur veitt Sigtúni vilyrði fyrir úthlutun mið- bæjarreits á Selfossi þar sem nú stendur autt svæði. Um er að ræða svæðið sem blasir við þegar komið er yfir Ölfusarárbrú inn í bæinn. Mið- bærinn á að vera í gömlum stíl og eiga sér sögulega fyrirmynd en stefnt er að því að reisa 28 hús sem muni öll verða tilbúin í notkun árið 2017. Leó segir að sjö af hverjum tíu ferðamönnum sem komi til Íslands fari um Selfoss en að hingað til hafi of fáir stoppað þar og þá iðulega í skamman tíma í senn. Með byggingu miðbæjarins sé verið að búa til ástæðu fyrir ferðamenn til þess að hafa viðkomu á Selfossi og að bæj- arfélagið geti gert sig gildandi í þessari ört vaxandi atvinnugrein. isak@mbl.is Mynd/Batteríið-arkitektar Aðalgatan Gengið að minnisvarðanum um miðaldakirkjur. Hugmyndinni er ætlað að laða ferðamenn að Selfossi. Vilja endurreisa Hótel Ísland á Selfossi  Viljayfirlýsing um mjólkursafn undirrituð á Selfossi í dag Mynd/Batteríið-arkitektar Gamli miðbærinn Yfirlitsmynd af Gamla mjólkurbúinu og húsum sem tengjast Selfossi og Suðurlandi, næst hringtoginu við brúna yfir Ölfusá. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sendinefnd á vegum nokkurra fyr- irtækja í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fór nýverið til Rússlands til þess að eiga viðræður við viðskiptamenn sína þar, sem keypt hafa makríl, síld og frystar loðnuafurðir frá Íslandi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var markmiðið með förinni að kanna hvort ekki væri grundvöllur til þess að koma á viðskiptum á nýjan leik og hvort möguleiki væri á því að Rússar féllu frá viðskiptabanni sínu á Ísland. Enginn árangur mun hafa orðið af förinni. Líkt og fram kom í Morgun- blaðinu fyrir rúmum mánuði ræddi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra símleiðis við Dim- ítrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands. Ráðherrarnir ræddu þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í samskiptum ríkjanna. Meðal þess sem Medvedev mun hafa rætt við forsætisráðherra um var að löndin ættu að ráðast í sameiginlegt átak (e. Joint Venture). Í kjölfar þess samtals mun SFS hafa ákveðið að hópur manna færi til Rússlands til þess að kanna ofan í kjölinn hvað fælist í þessum orð- um forsætisráðherra Rússlands. Niðurstaðan mun hafa orðið sú að Rússarnir sem við var rætt höfðu ekki hugmynd um hvað fólst í þess- um orðum Medvedevs um „Joint Venture“. Auk þessa munu fulltrú- ar íslensku sjávarútvegsfyrir- tækjanna hafa fengið fyrirmæli frá rússneskum stjórnvöldum um að hér eftir ættu þeir að beina öllum sínum fyrirspurnum og óskum til eins rússnesks fyrirtækis, sem handvalið væri af rússneskum stjórnvöldum. Ekki formlegir fundir Á vegum utanríkisráðuneytisins hefur að undanförnu verið reynt, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, að fá rússnesk stjórnvöld til þess að útskýra hvað Mevedev átti við með orðum sínum um sam- eiginlegt átak. Þetta mun hafa verið í gegnum óformleg samskipti eða þreifingar en ekki á formlegum fundum. Heimildarmenn Morgunblaðsins hallast helst að því að þetta hafi verið „merkingarlítið kurteisishjal“ eða „sýndarleikur“ hjá forsætisráð- herra Rússlands, og vilja, a.m.k. að svo komnu máli, ekki leggja neina dýpri merkingu í orðin. Fram hefur komið í fréttum í Noregi að Norðmenn vilji einnig hefja nýtt samtal við Rússa til þess að greiða fyrir bættum samskiptum landanna. Þreifingar í þá veru munu hafa verið á óformlegum nót- um í Noregi líkt og hér á landi. Óformlegar þreif- ingar við Rússa  Leita skýringa á orðum Dimítrís Medvedevs um „Joint Venture“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Makríll Ekki liggur enn fyrir um hvað hugmynd Medvedevs snerist. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Dimítrí Medvedev Ungur íslenskur maður, Benjamín Ólafsson, sem leitað var í borginni Catania á Sikiley á Ítalíu, fannst í gær. Hans var saknað eftir að hann yfirgaf norska björgunarskipið Siem Pilot, þar sem hann er skipverji, aðfaranótt mánudags. Siam Pilot er að störfum fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Móðir Benjamíns, Ragnheiður Benjamínsdóttir, sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að hún gæti ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu, aðrar en að hann væri á lífi. Talsmaður norska skipafélagsins, O. H. Meling & Co. AS, sem á Siem Pilot, sagði í samtali við mbl.is í gær- kvöldi að Benjamín væri við góða heilsu og myndi snúa aftur til Noregs, þar sem hann er búsettur, ásamt fjöl- skyldu sinni að lokinni læknisskoðun. Á ítölsku fréttasíðunni Live Sicilia Catania segir að Benjamín hafi fund- ist í geymsluhúsnæði við brautarstöð- ina í Catania, en norska blaðið Dagbladet segir að Kripos, norska rannsóknarlögreglan, hafi ekki viljað greina frá því hvar Benjamín var. Benjamín fannst heill á húfi  Fer fljótlega heim til Noregs Benedikt Bóas Ísak Rúnarsson „Fyrirspurn okkar til Strætó á sín- um tíma um kostnað árið 2015 var svarað með því að við mættum gera ráð fyrir að kostnaðurinn yrði svip- aður og árið 2014. Á þessu svari byggðum við okkar áætlun. Enda var það einn megintilgangur þessa samstarfs að ná niður kostnaði,“ seg- ir Haraldur L. Haraldsson, bæjar- stjóri Hafnarfjarðarbæjar. Hafnarfjarðarbær skoðar nú hvort bærinn geti komist út úr sam- starfi sínu við Strætó um ferðaþjón- ustu fatlaðra. Kostnaðaráætlun bæj- arins var 73 milljónir en stefnir í að verða 205 milljónir. Flestar og lengstar ferðir Í minnisblaði Strætó um kostnað af þjónustunni frá 2014 segir: „Í ljósi þess að niðurstaða útboðs var mjög ásættanleg er ekki ástæða til annars en að gera ráð fyrir að kostnaður við akstur verði sambærilegur á næsta ári og hann var á þessu ári. Ekki er raunhæfur möguleiki til að meta kostnaðinn ná- kvæmar en svo fyrir hvert sveit- arfélag fyrir sig fyrr en reynsla er kominn á akstur- inn.“ Ennfremur segir: „Hafa verð- ur í huga að ákvarðanir sveit- arfélaga um út- hlutanir ferða og gjaldskrár ráða mestu um endanleg- an kostnað.“ „Það er hægt að útskýra kostn- aðinn að einhverju leyti. Það er búið að uppfæra alla bílana, bæta við þjónustuna, það er búið að stytta ferðatíma og bærinn tók af hámarks- ferðir. Hafnarfjörður er með flestar ferðir á hvern notenda og lengstu ferðirnar,“ segir Jóhannes Rúnars- son, framkvæmdastjóri Strætó. Hann segir að allar upplýsingar hafi legið fyrir þegar bærinn var að smíða kostnaðaráætlun og að bærinn hefði getað reiknað út kostnaðinn miðað við þær upplýsingar sem hann hafi fengið. Skiptar skoðan- ir um kostnað Jóhannes Rúnarsson  Segja allar upplýsingar hafa legið fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.