Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 36
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 260. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Leggið frá ykkur símana 2. „Ég bara söng“ 3. Eðlisávísunin bjargaði henni 4. Birgir Bieltvedt opnar heimili sitt »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónleikar til styrktar Parkinson- samtökunum á Íslandi verða haldnir í kvöld kl. 20 í Gamla bíói. Helgi Júlíus Óskarsson, læknir og tónlistarmaður, hefur veg og vanda af tónleikunum en hann greindist með parkinson- sjúkdóminn fyrir 10 árum. Í kjölfarið þurfti hann að hætta að vinna sem hjartalæknir í Bandaríkjunum og ákvað að snúa sér alfarið að tónlist- inni. Helgi hefur gefið út fimm plötur og eru mörg þeirra laga sem flutt verða á tónleikunum eftir hann. Á tónleikunum kemur fram einvalalið söngvara, þau Valdimar Guðmunds- son, Ragnheiður Gröndal, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Haukur Heiðar Hauks- son, Magni Ásgeirsson, Svavar Knút- ur Kristinsson, Stefanía Svavars- dóttir, Hulda Björk Garðarsdóttir, Gunnar Birgisson, Amit Paul, Árný Árnadóttir og oktettinn Einn tvöfald- ur. Um hljóðfæraleik sjá Davíð Sigur- geirsson, Daði Birgisson, Ingi Björn Ingason, Kristinn Snær og Ómar Guð- jónsson. Miðasala fer fram á midi.is. Morgunblaðið/Golli Parkinsonsamtökin styrkt með tónleikum  Hið virta útgáfufyrirtæki Naxos gaf fyrir skömmu út hljómdisk með átta klarínettuverkum eftir Áskel Másson í flutningi Einars Jóhannessonar klar- ínettuleikara. Verkin skrifaði Áskell fyrir Einar eða með hann í huga. Naxos helgar sig útgáfu á klassískri tónlist, gamalli sem nýrri, og er þetta annar diskurinn sem fyrirtækið gefur út með verkum Ás- kels. Einar leikur verk Áskels á diski Naxos Á föstudag Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og þurrt að mestu. Hiti 7-13 stig. Á laugardag Gengur í suðaustan 13-18 m/s með rigningu, en hægari og bjart nyrðra og eystra. Hiti 9-17 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað og lítilsháttar væta á Norður- og Austurlandi, en annars bjartviðri. Hiti 5 til 16 stig, hlýjast syðst á landinu. VEÐUR Ákveðið hefur verið að gera róttækar breytingar á því keppnisfyrirkomulagi sem notað verður í undankeppni landsliða bæði fyrir EM og HM í körfuknattleik. Þannig verður leikið heima og heim- an á leikdögum sem ná yfir mun lengra tímabil en tíðk- ast hefur hingað til. Nýtt fyr- irkomulag hefur kosti og galla, að sögn Hannesar Jónssonar for- manns KKÍ. »1 Breytingar á und- ankeppni í körfu „Maður veit hversu ljúft er að komast í þessa keppni og hversu stórt það er fyrir okkur. Það er ekkert annað í boði en að vinna riðilinn þótt það verði ekki létt,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona í knatt- spyrnu, en íslenska landsliðið leikur í kvöld vin- áttulandsleik við landslið Slóvak- íu. Það er liður í undirbúningi fyrir loka- keppni EM sem hefst í næstu viku. »4 Hólmfríður og félagar ætla í lokakeppni EM Chelsea hélt uppi heiðri ensku liðanna í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta sem lauk í gærkvöld. Chelsea vann öruggan sigur á Maccabi Tel Aviv, 4:0, á meðan Arsenal tapaði fyrir Dinamo Zagreb, 2:1, á útivelli en Chelsea tekur ein- mitt á móti Arsenal í ensku úr- valsdeildinni á laugardaginn. »1 Chelsea fagnaði sigri en Arsenal tapaði ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Gísli Kristjánsson, sigursælasti kepp- andi landsins í ólympískum lyftingum undanfarna tvo áratugi, tekur í dag í fyrsta sinn þátt í heimsmeistaramóti öldunga. Mótið fer fram í Rovaniemi í Finnlandi og er fyrir 35 ára og eldri, en Gísli er 51 árs og stefnir á að setja heimsmet í -105 kg flokki 50-54 ára. „Helsta markmiðið er að bæta heimsmetið í snörun í þessum flokki og gangi það eftir geri ég atlögu að samanlögðu meti, í snörun og jafn- hendingu,“ segir Gísli. Svíinn Stefan Jakobsson á metin í snörun og jafn- hendingu frá 1999, 135 kg og 300 kg. Metið í jafnhendingu er 166 kg, en Bretinn Gurdawar Singh Dhesi setti það 2009. Gísli hefur tekið um 140 kg í snörun á æfingum að undanförnu og á best 150 kg í þessum flokki frá því fyrir nokkrum árum. „Ég tók reynd- ar 150 kg í fyrra en þá var ég svolítið þyngri og þegar maður léttir sig fara gjarnan nokkur kíló með af stöng- inni,“ segir hann. Aldrei of seint að byrja Gísli hefur alla tíð verið í íþróttum, var lengi í fótbolta og frjálsum, en var nær 31 árs þegar hann byrjaði í lyft- ingum 1995. „Það hafði lengi blundað í mér að prófa lyftingar, en það gerð- ist ekki fyrr en ég komst í samband við Guðmund Sigurðsson og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Til að byrja með einbeitti Gísli sér að því að læra tæknina. „Þetta er tæknilega erfið grein,“ segir hann og leggur áherslu á að menn þurfi að hafa mikinn liðleika og snerpu og ekki skemmi fyrir að vera sterkur. Yngri iðkendur læri lyfturnar snemma og svo styrki þeir sig með aldrinum. Ekki leið á löngu þar til Gísli lét til sín taka í keppni. Hann varð í 4. sæti í -99 kg flokki á Norðurlandamótinu í Svíþjóð haustið 1995, varð fyrst Ís- landsmeistari árið eftir og hefur nán- ast verið á verðlaunapalli síðan, með- al annars sem Íslandsmeistari í fyrra. „Það er skömm frá því að segja að ég man ekki hvað titlarnir eru orðnir margir,“ segir Gísli sem hefur auk þess oft verið kjörinn lyftingamaður ársins, síðast 2013. Ekki er sjálfgefið að keppa á meðal þeirra bestu á sextugsaldri, en Gísli segir að ástæðan hjá sér sé einföld: „Það er vegna þess að ég get það,“ segir hann. Bætir við að keppnin sé hvetjandi til þess að halda sér í formi og félagsskapurinn sé góður. „Fólk hættir oft í íþróttum vegna þess að það ímyndar sér að það sé orðið of gamalt, horfir á aldurinn frekar en getuna,“ segir hann. „Ég hef mest keppt við mér yngri menn og það er ekkert leiðinlegt að rassskella peyja sem ættu samkvæmt öllum lögmálum að vera miklu sterkari.“ Stefnan sett á heimsmet  Gísli Kristjáns- son í eldlínunni í Finnlandi í dag Heimsmeistaramót öldunga Gísli Kristjánsson er 51 árs og stefnir á að setja heimsmet í -105 kg flokki 50-54 ára. Gísli Kristjánsson byrjaði að æfa hjá Ármanni en var síðan helsti hvatamaður að stofnun Lyftinga- félags Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. Hann var formaður Lyftinga- sambandsins um tíma og hefur unnið að útbreiðslu íþróttarinnar, meðal annars með námskeiða- haldi. Hann hefur lengst af unnið sem vélamaður á jarðýtum og gröfum og segir að oft á tíðum hafi verið erfitt að vinna í 10 til 12 tíma á sólarhring og fara svo á æfingar. „Ég veit ekki hvernig ég hef farið að þessu en þetta er bara eitthvað sem maður gerir,“ segir hann. Norðurlandameistaratitillinn í Sarpsborg í Noregi 2001 er einn af hápunktum ferilsins, að mati Gísla. „Heimsmeistaramótið í Pól- landi 2002 er líka eftirminnilegt en þá lenti ég í 18. sæti í +105 kg flokki.“ Karl Wernersson, fram- kvæmdastjóri Lyfju & heilsu, bauð Gísla á mótið í Finnlandi og er hon- um þar til halds og trausts sem að- stoðarmaður og þjálfari. Hápunktur á NM 2001 HEIMSMEISTARA- OG NORÐURLANDAMÓT EFTIRMINNILEG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.