Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015 Borgarstjórnarmeirihlutinn hef-ur gefist upp á rekstri borg- arinnar. Eins og árangurinn hefur verið telja fulltrúar hans eflaust að þar sé um tapað stríð að ræða. Í staðinn á að berjast á öðrum víg- stöðvum. Nú skal heyja við- skiptastríð við gamla vinaþjóð.    En á meðan meiri-hlutinn hyggst nú sniðganga ísr- aelskar vörur vegna framgöngu Ísraela gagnvart Palest- ínumönnum lætur hann sig engu varða mannréttindabrot í fjölda annarra ríkja veraldar, eins og Kjartan Magnússon borgarfulltrúi benti á í umræðum um málið.    Kjartan benti til dæmis á Kína,sem sé það land þar sem flest mannréttindabrot séu framin og að þau hafi færst í aukana að undan- förnu. Hann benti líka á að Dagur B. Eggertsson hefði ekki látið víðtæk mannréttindabrot í Kína stöðva sig í að þiggja boðsferðir til Kína á veg- um kínverskra stjórnvalda.    Það lýsir að mati Kjartans hræsniog tvískinnungi að samþykkja viðskiptasniðgöngu gagnvart einu ríki en telja á sama tíma í lagi að ferðast til annarra ríkja sem gisti- vinur stjórnvalda, þar sem mann- réttindabrot séu framin í miklu stærri stíl.    Ætlar borgin að láta staðarnumið eða verður stofnað til viðskiptastríðs við fleiri ríki?    Verður látið nægja að stöðva við-skipti við ríki sem borgin á eng- in viðskipti við og haldið áfram að þiggja boð af öðrum ríkjum með vafasamari feril? Kjartan Magnússon Tvískinnungur í borgarstjórn STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Veður víða um heim 16.9., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Bolungarvík 7 alskýjað Akureyri 7 alskýjað Nuuk 5 alskýjað Þórshöfn 15 léttskýjað Ósló 12 skúrir Kaupmannahöfn 16 skýjað Stokkhólmur 16 heiðskírt Helsinki 15 skýjað Lúxemborg 17 skúrir Brussel 18 léttskýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 16 léttskýjað London 13 skúrir París 15 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 16 skúrir Berlín 20 skúrir Vín 27 skýjað Moskva 15 heiðskírt Algarve 21 skýjað Madríd 21 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 25 heiðskírt Winnipeg 16 skýjað Montreal 23 léttskýjað New York 27 heiðskírt Chicago 25 léttskýjað Orlando 28 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:57 19:49 ÍSAFJÖRÐUR 6:59 19:56 SIGLUFJÖRÐUR 6:42 19:40 DJÚPIVOGUR 6:25 19:19 ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu Umhverfis- og auðlinda- ráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, veitti þáttaserí- unni „Lífríkið í sjónum við Ís- land“ eftir þá Er- lend Bogason og Pétur Hall- dórsson fjöl- miðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í gær. Verðlaunin voru veitt í tilefni af Degi íslenskrar náttúru. Auk Erlends og Péturs hlutu til- nefningu til fjölmiðlaverðlaunanna Hallgrímur Indriðason, fréttamaður á Rúv, sem gerði deiluefni um virkj- anakosti í Þjórsá skil og Iceland Re- view sem átti röð greina og mynda frá eldgosinu í Holuhrauni. Við sama tækifæri veitti umhverf- is- og auðlindaráðherra Náttúru- verndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti en hana hlutu annars veg- ar hjónin Björn Halldórsson og El- isabeth Hauge á Valþjófsstöðum í Öxarfirði og hins vegar Völundur Jóhannesson á Egilsstöðum. isak@mbl.is Lífríkið í sjónum verðlaunað  Ráðherra veitti fjölmiðlaverðlaun Sigrún Magnúsdóttir Lagt er til að erlendir ferðamenn greiði tíu þúsund króna aðgangseyri að listasal náttúrunnar, Íslandi. Enn- fremur að þeir verði skyldaðir til að sækja tveggja til þriggja klukku- stunda námskeið um sögu landsins og hvernig þeim beri að haga sér hér á landi. Hvað megi og hvað ekki. Þessar hugmyndir koma fram í til- lögum sem „nokkrir Vestfirðingar“ eru að setja saman um samræmdar aðgerðir við móttöku erlendra ferða- manna til landsins. Kjarninn í hópn- um er spekingaklúbbur sundlaug- arinnar á Þingeyri. „Við þurfum að gera eitthvað. Einhver þarf að taka af skarið. Þetta er framlag í þann pott,“ segir Hallgrímur Sveinsson, fyrrverandi staðarhaldari á Hrafns- eyri. Í tillögunum er vakin athygli á því að það sé á ábyrgð Íslendinga að varðveita landið sem þeir hafa að láni. Mikil áhætta felist í því að hleypa útlendingum milljónum sam- an meira og minna eftirlitslaust „inn í okkar stóra og mikla listasal náttúr- unnar“. Þeim verði að stýra af festu ef ekki eigi illa að fara og byggja upp um allt land. Nauðsynlegt sé að inn- heimta aðgangseyri til að standa undir uppbyggingunni. Fram kemur það álit að ferðalangar sem hingað koma til að skoða náttúruna skilji það og muni greiða gjaldið með ánægju. helgi@mbl.is Ferðamenn verði skyldaðir á námskeið  „Nokkrir Vestfirðingar“ hafa áhyggjur af áhrifum stjórnlausrar ferðamennsku Morgunblaðið/Ómar Lundar Látrabjarg þarf að vernda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.