Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015 ✝ Haraldur Har-aldsson fæddist í Reykjavík 8. des- ember 1933. Hann lést 11. september 2015. Foreldrar hans voru Guðríður Ólafía Sam- úelsdóttir, hús- móðir, f. 20.10. 1904, d. 6.2. 1967, og Haraldur Guð- jónsson, stýrimaður, f. 27.4. 1904, d. 22.10. 1942. Systkini hans eru Hafdís, f. 16.2. 1926, d. 13.12. 1967. Guðmunda, f. 31.8. 1928, d. 19.11. 1989. Samúel Þórir, f. 12.4. 1932, d. 6.4. 1969. Eftirlifandi eiginkona Har- aldar er Elísabet Ólafsdóttir, f. 10.3. 1932. Börn þeirra eru Har- aldur, f. 2.1. 1954, kona hans er Wilailux Lumpha, f. 10.12. 1952. Hafdís, f. 24.8. 1955, maki Helgi stríðsárinu 1942. Móðir hans varð þá ekkja með fjögur börn, svo oft var hart í ári. Haraldur fór ungur í sveit á Kálfskinni í Eyjafirði og minntist hann veru sinnar þar með þakklæti og hlý- hug og hélt alla tíð sambandi við það góða fólk sem þar býr. Eftir skóla sinnti hann ýmsum störf- um en laust upp úr tvítugu fór hann að vinna hjá Slippfélaginu í Reykjavík þar sem hann vann svo allan sinn starfsferil, mest sem verkstjóri í málningarverk- smiðjunni, bæði vestur í slipp og síðan í Dugguvogi 4. Haraldur var frumkvöðull að fyrstu fyrirtækjavöktun á Ís- landi er hann stofnaði Iðnvoga ásamt fleirum í hverfinu. Hann var í stjórn Sjálfstæðisfélags Hóla og Fella í fjöldamörg ár á meðan kraftar leyfðu. Hann var ungur maður einn af stofn- endum Kirkju Óháða safnaðar- ins og var þar lengi í stjórn. Haraldur lætur eftir sig eig- inkonu, þrjú börn, 10 barnabörn og 12 barnabarnabörn. Haraldur verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 17. september 2015, kl. 15. Sigurjónsson, f. 6.2. 1952. Börn þeirra eru Elísabet Ólöf, f. 21.11. 1972, Ester Linda, f. 30.4. 1976, Ólafur Haraldur, f. 8.7. 1980, og Helga Margrét, f. 31.8. 1993. Barnabörn þeirra Hafdísar og Helga eru níu. Brynja Ásta, f. 1.8. 1960, maki Magnús Ingimundarson, f. 13.5. 1960. Börn þeirra eru Elísabet, f. 21.2. 1983, Sjöfn, f. 3.4. 1985, Ólafía Sif,f. 18.4. 1986, Lára Jóhanna, f. 9.6. 1990, Ingimundur, f. 4.12. 1994, og Brynja Ásta, f. 13.8. 1996. Barnabörn þeirra Brynju og Magnúsar eru þrjú. Haraldur ólst upp í Reykjavík og var aðeins átta ára þegar fað- ir hans lést en skip hans, Jón Ólafsson, var skotið niður á Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Með ást þinni kenndir þú mér að elska. Með trausti þínu kenndir þú mér að trúa. Með örlæti þínu kenndir þú mér að gefa. Elska þig að eilífu, þín dóttir, Brynja Ásta Haraldsdóttir. Elsku, hjartans, pabbi minn, minn besti vinur og leiðbeinandi í gegnum lífið. Skrítið að vera orð- in 60 ára og finnast ég ekki geta lifað án pabba enda með eindæm- um mikil pabbastelpa. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa átt með þér næstum alla daga síðustu vik- urnar á spítalanum þar sem við áttum okkar einstöku samtöl. Þau voru oftar sem ekki glaðleg og einkenndust af gríni og hlátri þrátt fyrir veikindi þín. Og ekki má gleyma okkar skemmtilegu samtölum um pólítík. Við vorum oft ekki sammála þar þrátt fyrir að við styddum sama flokkinn en einmitt það tengdi okkur meira saman. Við vorum þar á heima- velli enda var pólitík okkar sam- eiginlega líf og yndi í gegnum árin þar sem við sátum saman í stjórn Sjálfstæðisflokksins í Hóla- og Fellahverfi í mörg ár. Ég er þar enn og hugsa til þín þar sem ann- ars staðar. Einnig fannst mér ótrúlegt hvað þú fylgdist vel með öllu þínu fólki, stórum sem smáum og stundum sagðir þú mér fréttir af einhverjum mér nánum sem þú vissir á undan mér. Mikið verður skrítið núna að fara úr vinnu í Læknagarði og kíkja ekki á spítalann til þín. Og enn skrítnara verður að horfa á stólinn þinn auðan heima hjá mömmu. Ég lofa að passa mömmu fyrir þig eins og þú baðst mig um þeg- ar þú lagðist inn á spítalann. Hún var þér allt. Og fyrirgefðu mér eigingirnina þegar þú kvaddir. Þá sagði ég við þig að þú mættir ekki fara frá mér en ég veit þú varst mikið veikur og að þinn tími væri komin. Nú þarf ég að lifa án þín og verður það mér afskaplega erf- itt en minningar mínar um þig og allir þeir hlutir sem þú kenndir mér munu fylgja mér áfram og munu hjálpa mér að komast í gegnum sorgina við að missa þig. Ég er líka svo fegin að vita að þú sért á góðum stað. Það varð ég fullviss um þegar þú horfðir upp og kallaðir á mömmu þína rétt áð- ur en þú kvaddir. Það er svo gott að vita að það sé vel tekið á móti þér. Farðu í friði, elsku pabbi minn. Ég bið að heilsa í sumar- landið öllum þeim sem taka á móti þér fyrir handan og óska þér góðrar ferðar. Elska þig enda- laust, pabbi minn, og takk fyrir allt. Þín dóttir, Hafdís (Haddý). Ungur kynntist hann mömmu Elísabetu frá Þórustöðum í Bitru- firði á Ströndum. Og var hann nú ekkert í miklum metum hjá fólk- inu í sveitinni fyrst um sinn en með elju og dugnaði ávann hann sér mikla virðingu þar fljótlega. Hann var alla tíð mikill áhuga- maður um bíla og þegar hann keypti sinn fyrsta bíl, rússneskan eðaljeppa, urðu til frægar sögur í sveitinni af Halla á Rússajeppan- um og ef ófært var milli staða á veturna var hringt í pabba og hann komst allt á jeppanum þeg- ar enginn treysti sér. Hann átti síðar marga flotta ameríska bíla og elskaði alla tíð að fara á rúnt- inn og keyra um. Árið 1988 fórum við pabbi og mamma og keyrðum um öll Bandaríkin í ógleyman- legri ferð. Hann var alla tíð mjög áhuga- samur um landsmálin og pólitík yfirleitt og fylgdist mjög vel með fréttum. Hann og mamma voru alla tíð mjög háð hvort öðru og yndisleg saman og ótrúlegt hvað mamma er búin að vera dugleg að hugsa um hann í veikindum hans og raunar alla tíð. Hann hefði aldrei komist í gegnum þetta án hennar. Pabbi elskaði að fylgjast með barnabörnunum og hvað þau væru að gera og voru þau eins og allir mjög hænd að honum. Það var alveg sama um hvað var verið að ræða, hann var mjög vel heima í málefnum líðandi stundar svo og allri sögunni sjálfri. Hann kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur, og sagði alltaf umbúðalaust sínar skoðanir og þó að hann hafi verið í Sjálfstæðisflokknum í mörg ár þá lá hann ekkert á skoðunum sínum og gagnrýndi það sem þeir voru að gera og lét þá heyra það. Hann var alla tíð nýjungagjarn og þegar tölvurnar komu þá fór hann strax að prófa þær og nýj- ustu gemsana þurfti hann nátt- úrulega að eiga og læra á og oft fékk ég hringingar þegar hann var að prófa nýja símann. Hann var verkstjóri í málning- arverksmiðju Slippfélagsins mestan hluta ævinnar og byrjaði ég ungur að vinna hjá honum þar, ég fékk engan afslátt þótt ég væri sonur hans, heldur þvert á móti ætlaðist hann til meira af mér en öðrum og hafði hann lag á að koma kappi í menn og man ég eft- ir keppni í hver væri fljótastur að loka dósunum og ýmsu svoleiðis. Elsku pabbi, takk fyrir allt og nú er skrýtið að fá ekki hringingu frá þér á hverjum degi. En við systk- inin og barnabörnin munum hugsa um mömmu fyrir þig. Þinn, Haraldur (Halli). Núna eru tæp fjögur ár síðan ég kynntist Halla og hef ég verið vikulegur gestur hjá þeim Ellu síðan. Þegar ég kynntist Helgu Margréti og kom fyrst inn í fjöl- skylduna þá var hann nú ekki tilbúinn strax til að samþykkja að ég væri nógu góður fyrir Helgu heldur þurfti nokkrar heimsóknir til. Ég þurfti líka smá tíma til þess að venjast þessum sérstaka en stórkostlega karakter sem hafði miklar skoðanir á öllum hlutum, æsti sig ef hann þurfti en var þess á milli svo ljúfur og góður. En strax eftir fyrstu heimsóknirnar vorum ég og þau hjónin orðnir miklir vinir. Við Halli ræddum saman um heima og geima og skemmtilegast fannst Halla að spjalla um fótboltann. Þar héld- um við með sama liðinu, Arsenal, og hringdi Halli oft í mig fyrir leiki til að athuga hvernig leikur- inn legðist í mig eða þá eftir leiki til að heyra hvernig mér fannst okkar menn spila. Einnig deildum við sameiginlegum áhuga á bíó- myndum og er mér mjög minn- isstætt eitt kvöldið þegar Helga var að læra fyrir próf. Þá ákvað ég að skreppa til Halla og Ellu í heimsókn. Þegar ég kom svo aft- ur heim var Helga ennþá að læra og sá ég fram á að þetta kvöld yrði nú ekki skemmtilegt. Þá ákvað ég að hringja í Halla og spurði hann hvort hann væri nú ekki bara til í að horfa með mér á eina mynd. Hann hélt það nú og sátum við þrjú og horfðum á mynd fram á nótt. Einnig vorum við Helga dugleg að sækja fyrir hann myndir og setja á flakkar- ann hans og fannst honum það al- veg frábært. Halla fannst einnig mjög mik- ilvægt að vera í sambandi við nýj- ustu tækni, átti flotta apple-tölvu, iPhone, facebook-aðgang og allt sem fólk sækir í nú til dags. Tæknin átti þó til að stríða honum og voru ófáar heimsóknirnar sem snérust um það að laga fyrir hann tölvupóstinn, hreinsa vírusa af fa- cebook eða reyna að muna með honum eitt af þeim fjölmörgu lyk- ilorðum sem hann var með út um allt internet. Yfirleitt fann maður lykilorðið á endanum og var ég búinn að leggja fjölmörg þeirra á minnið til þess að vera tilbúinn að bjarga málunum. Mikið mun ég sakna þess að fá ekki símtöl frá Halla vini mínum, að geta ekki skroppið til hans í Yrsufellið í spjall eða horft með honum á Arsenal-leiki. Honum mun ég aldrei gleyma. Innilegar samúðarkveðjur til elsku Ellu og allrar fjölskyldunnar. Hvíldu í friði, elsku vinur. Meinabætur margar minningarnar geyma. Til eru ljós, sem lýsa langt inn í æðri heima. Hvíld er hverjum heitin hvað sem yfir dynur, Guð og góðir englar gæti þín, elsku vinur. (Davíð Stefánsson) Þinn vinur, Bjarki Tómasson. Kallið er komið, það er svo sárt að kveðja. Í dag er borinn til moldar mikill meistari, sem ég var svo heppin að eiga sem afa. Afi minn var engum líkur, húm- orinn ávallt til staðar og alltaf gat maður rætt við hann hin ýmsu málefni, allt milli himins og jarð- ar. Hann var mikill tæknisinni og fylgdist mikið með nýjustu þróun á tölvum og farsímum, oftar en ekki varð hann að kaupa það allra nýjasta, svona til að vera með, og ekki lengi að læra á græjurnar. Mér eru minnisstæð sumrin sem við Lára fengum að vera hjá afa og ömmu í Breiðholtinu. Hann hafði gaman af því að stríða okkur barnabörnunum. Sem dæmi þá fórum við ísrúnt niður Laugaveg- inn um miðjan júní og hann setti jólalög á og hækkaði og skrúfaði niður rúðurnar, þá var mikið hlegið. Þetta voru yndislegir tímar og alltaf var gaman að vera í návist hans. Þar sem ég bý á Ísa- firði gat ég ekki hitt afa og ömmu eins oft og ég hefði viljað, en það var alltaf gaman að tala við hann í síma og á facebook. Hann var duglegur að skrifa þar inn, sögur af æsku sinni, pólitík og fréttir. Sofðu vel, elsku afi, veit að þér líður vel með fólkinu þínu sem farið er í sumarlandið, Ólafía Sif Magnúsdóttir. Í dag kveð ég ástkæran afa minn. Það er afskaplega erfitt að meðtaka það að nú sé hann far- inn. Hann var svo sterkur og fannst manni hann geta komist í gegnum allt. Hann hafði svo oft sýnt það hversu hugrakkur og hversu mikill baráttumaður hann var. Því var svo erfitt að sjá að baráttu hans fyrir lífinu væri að ljúka og að hann hefði tapað stríð- inu við veikindi sín. Nú er svo erfitt að gráta ekki þegar maður horfir á auðan stól hans í Yrsufellinu. En þegar mað- ur horfir á stólinn rifjast upp endalausar minningar um afa en hann var einstakur maður og stórkostlegur karakter. Þegar ég bjó í sömu húsalengju og þau amma trítlaði maður oft yfir strax á morgnana og voru þá oft Glæst- ar í sjónvarpinu. Enn þann dag í dag laumast ég stundum til að horfa á þættina og alltaf var gam- an að ræða við afa um hvaða vit- leysu karakterarnir væru að koma sér í núna en hann hafði miklar skoðanir á því eins og öllu öðru. Í mörg ár hafði svo afi það fyrir sið að fara í göngutúr á hverjum morgni. Við Lára fórum oft með honum og ef maður var ekki nógu duglegur að vakna þá tók afi í lappirnar á manni og dró mann út úr rúminu. Svo var ferð- inni oft heitið í Kringluna þar sem við gengum hring eftir hring áður en búðirnar opnuðu. Þá söng afi hástöfum og sparkaði í rassinn á okkur þess á milli. Stundum starði fólk á okkur en afa var al- veg sama. Heima hjá afa og ömmu var svo nóg að gera og oft setið tímunum saman á teppinu fyrir framan stólana þeirra ömmu og byggðar spilaborgir. Sérlega gaman þótti afa þegar við gerðum leikrit út í garði. Hann sat í stóln- um sínum og horfði á okkur gegn- um gluggann þar sem við bjugg- um til heilu sögurnar. Á unglingsárunum ráku svo vinir mínir upp stór augu þegar maður spjallaði við afa á msn eða sáu hann á facebook. En afi fylgdi tækninni og að mínu mati var hann skemmtilegasti maðurinn á internetinu. Þegar ég varð svo eldri fór maður að hafa mikinn áhuga á því hvað afi hafði að segja. Hann var svo ótrúlega klár og fylgdist vel með öllu sem var að gerast. Það var svo gaman að ræða við hann um daginn og veginn og hann hafði svör við öllum lífsins spurn- ingum. Ég gat rætt við hann um allt, hvort sem það var læknis- fræði, pólítík, mál utan úr heimi eða um æsku hans og liðna tíma. Það eru forréttindi að hafa fengið að læra svo mikið af þessu mikla stórmenni sem afi var og mun ég fara með það sem hann kenndi mér út í lífið. Börnum mínum verður sko kennt það sem afi kenndi mér. Og mun ég ávallt enda bænastund áður en farið er að sofa með orðum afa: Nú erum við Guðs börn. Elsku afi minn, þú átt svo stór- an part í hjarta mínu. Mér þykir endalaust vænt um þig og ég er svo ánægð með að hafa verið hjá þér síðustu nóttina og getað þakkað þér fyrir allt. Það var svo gott að geta haldið í hönd þína og sagt þér að það væri ekkert að óttast. Ég mun aldrei gleyma þér og mun ég halda minningu þinni á lofti um aldur og ævi. Hún er svo afskaplega dýrmæt og verður vel varðveitt í hjarta mínu. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þín er sárt saknað. Þín dótturdóttir, Helga Margrét. Elsku afi minn. Nú ertu búinn að kveðja okkur og hjarta mitt er fullt af söknuði. Ég er svo þakklát fyrir að hafa komið og náð í tíma áður en þú kvaddir okkur í faðmi fjölskyldunnar. Ég er svo þakklát fyrir að hafa alist upp nálægt ykkur ömmu, í sama raðhúsi, og fengið að um- gangast ykkur daglega. Þegar ég var yngri horfðum við mikið sam- an á bíómyndir og þú áttir mikið safn af myndbandsspólum. Svo voru það allir ísbíltúrarnir sem við fórum í og alltaf var komið við niðri við höfn og skipin skoðuð. Afi hafði mjög gaman af því að ferðast um Bandaríkin og fór í margar ferðir þangað og voru það alltaf mjög spennandi gjafir sem þið færðuð okkur frá útlöndum. Mér þótti svo vænt um það þegar þið amma komuð að heimsækja okkur til Tulsa þegar Davíð var í námi. Elsku afi minn, þín verður sárt saknað, Guð geymi þig. Umönnun og hlýju þú færð og veit ég að ánægður þú ert. Ég kvaddi þig í hinsta sinn Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Blessun drottins munt þú fá og fá að standa honum nær. Annan stað þú ferð nú á sem ávallt verður þér kær. Ég kvaddi þig í hinsta sinn Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Við munum hitta þig á ný áður en langt um líður. Sú stund verður ánægjuleg og hlý og eftir henni sérhvert okkar bíður. Við kveðjum þig í hinsta sinn Við kvöddum þig í hinsta sinn. (Þursi) Þín dótturdóttir, Linda. Síðustu vikur hafa verið erfiðar þar sem þú, elsku afi minn, varst að berjast við veikindi þín. Jafn- vel þó að ég hafi haft grun um hvert stefndi þá var það svo erfitt að þurfa að sjá þig játa þig sigr- aðan. Þú sem alltaf hefur verið svo sterkur, þrjóskur og þver og margsinnis sýnt það að þú gæfir þig ekki svo glatt. Ég naut þeirra forréttinda að alast upp í sömu raðhúsalengju og þið amma. Vor- um við systkinin ansi mikið hjá ykkur ömmu enda stutt að hlaupa til ykkar. Þær stundir voru ynd- islegar og margar góðar minning- ar sem hægt er að hlæja að, því að þú varst með frábæran húmor og skemmtilegar uppákomur, sem við getum yljað okkur við í dag og hlegið að því sem við eigum sam- an. Þú veist hvað ég meina. Ég steig mín fyrstu spor á vinnu- markaðnum hjá þér, afi minn, í málningarverksmiðjunni og þar lærði ég að í vinnu stendur maður sig vel og mætir á réttum tíma. Þú gafst ekkert eftir og ég fékk engin sérstök fríðindi jafnvel þótt ég væri afastelpan þín. Þú varst mættur 7.10 á hverjum morgni til að taka mig með þér í vinnuna. Þú varst alla tíð mjög pólitískur og elskaðir að starfa og fá að koma að sem flestu er tengdist því. Það var mér svo dýrmætt að fá að starfa með þér í stjórn Sjálfstæð- isfélaganna í Hóla og Fella en það var fyrir þitt tilstilli að ég skellti mér í það. Já afi, það er sko margt sem þú hefur hvatt mig til þess að gera og ég á þér það að þakka hvað ég hef verið dugleg í fé- lagsstörfum almennt. Þar varst þú mín fyrirmynd. Það var líka yndislegt hvað þú hafðir mikinn áhuga á fótbolta, þín lið voru Leeds, Arsenal og Fram og ekki má gleyma Leikni, sem var í þínu hverfi, og hafðir þú gaman af að tala um það við mig og mína. Þær voru dýrmætar stundirnar sem við áttum með þér í Vesturberg- inu að horfa á boltann. Mín börn minnast langafa síns með því að segja: hann var algjör snillingur hann afi. Já afi minn, þú varst það og það var ekki til það málefni sem ekki var hægt að ræða um við þig, þú varst inni í öllu, það skipti engu máli hvort það voru börn eða þeir sem eldri voru, alltaf hægt að spjalla við þig. Börnin mín þau dýrkuðu þig og dáðu og geta endalaust sagt eitthvað skemmtilegt um afa. En nú er komið að kveðjustund og mikið rosalega verður erfitt að geta ekki komið til þín og spjallað því þú varst mér svo góður vinur og það var svo gott að létta á sér ef ég þurfti þess því skilningsríkari mann var erfitt að finna. Ég þarf að venjast því að hafa þig ekki í næsta húsi. Elsku afi minn, við munum gæta ömmu vel og einnig Haraldur Haraldsson HINSTA KVEÐJA Elsku besti afi minn og vinur. Takk fyrir öll árin okkar saman og minning- arnar. Megi Guð varðveita þig og leyfa þér að hvíla í friði. Þú lifir í hjarta mínu að eilífu. Elska þig endalaust, besti vinur minn og engill. Og síðan hittumst við aftur á miðri leið. Við eigum heiminn og allt sem í honum er. Ef ég ætti þrjár óskir, þá ég ósk- aði mér að ég gæti flogið, flogið til þín yfir fjöll, yfir höf til þín. (Helgi Björnsson) Þín vinkona og afabarn, Brynja Ásta Magnúsdóttir. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson) Elsku Halli frændi. Það var gott að koma í heim- sókn til ykkar Ellu. Ég sakna þín. Guð geymi þig. Þinn litli frændi, Ingvar Óli (Búddi).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.