Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 27
í Svarfhólsskógi í Svínadal. Þar
dvelja þau löngum stundum og njóta
samvista við fjölskyldu og vini. Þar
hafa þau einnig ræktað upp skóg og
stunda grænmetisrækt.
Aðaláhugamál Lýðs hafa alla tíð
snúist um veiði. Hann er fimur með
skotvopn, hefur skotið sjófugl og sel
til sjós og rjúpur, gæsir og endur á
landi. Hann átti eigin trillu um skeið
og sótti sjóinn í frítíma til að sækja
ferskt fiskmeti fyrir fjölskylduna.
Auk þess er hann slyngur stang-
veiðimaður og hefur víða stundað
lax- og silungsveiðar.
Lýður hefur verið félagsmaður í
Stangaveiðifélagi Reykjavíkur um
árabil og hlotið silfurmerki félagsins
fyrir góð störf í þess þágu. Hann sat
m.a. í árnefnd Norðurár.
Þrátt fyrir háan aldur stundar
hann enn laxveiðar og fyrir viku var
hann í Veiðivötnum með góðum fé-
lögum. Hann nýtur þess að verka
bráðina sína og ganga vel frá henni,
kann vel að meta „gamaldags“ fæði
og hefur því verkað sjálfur siginn fisk
og selspik og saltað fisk og kjöt,
þurrkar eigin harðfisk og kæsir eigin
hákarl. Þá sinnir hann berjatínslu af
áhuga, til sultu- og safagerðar.
„Það er dæmigert fyrir pabba að
draga björg í bú og gefa svo megnið
af því til fjölskyldu, vina og ættingja.
Hann er alltaf að hugsa um aðra,
hallmælir engum og vill öllum svo
vel“ – segir Jónína, dóttir hans.
Fjölskylda
Eiginkona Lýðs er Mundheiður
Gunnarsdóttir, f. 23.2. 1932, hús-
freyja og fyrrv. ritari. Foreldrar
hennar voru Gunnar Guðmundsson,
f. á Drangsnesi 12.7. 1907, d. 21.6.
1976, skipstjóri og útgerðarmaður á
Hólmavík og síðar í Reykjavík, og
Jakobína Guðmundsdóttir, f. á Kleif-
um í Strandasýslu 7.4. 1902, d. 31.1.
1982, húsfreyja á Hólmavík og síðar í
Reykjavík.
Börn Lýðs og Mundheiðar eru
Gunnhildur Lýðsdóttir, f. 12.6. 1952,
viðskiptafræðingur í Garðabæ en
maður hennar er Gunnar Helgi Hálf-
danarson rekstrarhagfræðingur og
eru börn þeirra Hálfdan Guðni, f.
1973, Lýður Heiðar, f. 1980, og Helgi
Már, f. 1991; Anna Jóna Lýðsdóttir,
f. 19.4. 1958, bókasafns- og upplýs-
ingafræðingur í Reykjavík en maður
hennar er Sigurður Pálmi Sigurðs-
son, löggiltur endurskoðandi, og eru
börn þeirra Dóra Sif, f. 1982, Hrafn-
hildur, f. 1987, og Sólrún, f. 1990;
Bryndís Lýðsdóttir. f. 14.2. 1962,
hjúkrunarfræðingur í Mosfellsbæ en
maður hennar er Jón Axel Péturs-
son, framkvæmdastjóri sölu- og
markaðssviðs MS, og eru börn þeirra
Lýður, f. 1993, og Pétur Axel, f. 1993;
Jónína Lýðsdóttir, f. 20.7. 1969,
hjúkrunarfræðingur og leið-
sögumaður í Reykjavík en maður
hennar er Eggert Benedikt Guð-
mundsson, rafmagnsverkfræðingur,
MBA, og eru börn þeirra Unnur, f.
1992, og Jakob, f. 1998. Langafabörn-
in eru nú átta talsins.
Systkini Lýðs: Anna Jónsdóttir, f.
26.4. 1924, húsfreyja og verslunar-
eigandi, lengst af á Hólmavík, nú í
Reykjavík; Ólafía Jónsdóttir, f. 10.11.
1928, ljósmóðir á Hólmavík; Lilja
Jónsdóttir, f. 19.8. 1931, bóndi á
Skriðinsenni við Bitrufjörð; Anna
Guðrún Jónsdóttir, f. 1.11. 1932,
hjúkrunarfræðingur, búsett á Ak-
ureyri.
Foreldrar Lýðs voru Jón Lýðsson,
f. 13.5. 1887, d. 14.8. 1969, bóndi á
Skriðinsenni og hreppstjóri í Bitru-
firði, og Steinunn Guðmundsdóttir, f.
4.11. 1889, d. 19.6. 1991, ljósmóðir og
húsfreyja á Skriðinsenni.
Lýður fagnar tímamótunum í dag
með nánustu fjölskyldu og vinum.
Úr frændgarði Lýðs Jónssonar
Lýður
Jónsson
Anna Þorleifsdóttir
húsfr. á Haugi
Eiríkur Eiríksson
b. á Haugi í Miðfirði
Anna Jakobína Eiríksdóttir
húsfr. á Dröngum
Guðmundur
Pétursson
b. á Dröngum
í Árneshreppi
Steinunn
Guðmundsdóttir
ljósmóðir og húsfr.
á Skriðinsenni
Hallfríður Jónsdóttir
húsfr. á Dröngum
Pétur Magnússon
b. á Dröngum
Anna Lýðsdóttir
kennari á Akureyri
Hermann Sigtryggsson,
kennari, íþrótta- og
tómstundafulltrúi á Akureyri
Guðrún Jónsdóttir
húsfr.
Magnús Jónsson
b. í Hlíð í Þorskafirði, í Sælingsdals-
tungu og á Óspakseyri
Anna Magnúsdóttir
húsfr. á Stað og
Skriðinsenni
Lýður Jónsson
oddviti á Stað í Hrúta-
firði, síðar hreppstj. á
Skriðinsenni
Jón Lýðsson
hreppstj. á Skriðins-
enni í Bitrufirði
Hallfríður
Brynjólfsdóttir
húsfr. á Kollsá
og Skriðinsenni
Jón Jónsson
b. á Kollsá,
síðar hreppstj.
á Skriðinsenni
Veiðimaðurinn Við Álftá á Mýrum.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015
Jóhann Pétur Sveinsson fæddistá Varmalæk í Lýtings-staðahreppi 17.9. 1959. Hann
var sonur Sveins Jóhannssonar,
bónda og kaupmanns, og Herdísar
Björnsdóttur kaupmanns.
Sveinn er sonur Jóhanns Péturs
Magnússonar, b. á Mælifellsá, og
Lovísu, dóttur Sveins Gunnars-
sonar, bónda og hagyrðings á Mæli-
fellsá. Lovísa var systir Indíönu,
móður Andrésar H. Valberg, for-
stjóra og hagyrðings, föður Gunnars
V. Andréssonar blaðaljósmyndara.
Herdís er dóttir Björns Sigurðs-
sonar, bónda á Stóru-Ökrum, og Sig-
ríðar Gunnarsdóttur húsfreyju.
Jóhann Pétur var tvíkvæntur.
Fyrri eiginkona hans var Þórhildur
Guðný Jóhannesdóttir en seinni eig-
inkona hans Jóninna Harpa Ingólfs-
dóttir.
Jóhann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Hamrahlíð 1978
og embættisprófi í lögfræði frá Há-
skóla Íslands 1984. Hann lauk prófi í
norskum félagsmálarétti frá Osló-
arháskóla árið 1985 og varð héraðs-
dómslögmaður árið 1988.
Jóhann Pétur varð lögfræðingur
Bjargráðasjóðs 1984. Árið 1986 opn-
aði hann eigin lögfræðistofu og varð
lögfræðingur Öryrkjabandalags Ís-
lands 1987.
Jóhann Pétur var ritari Sjálfs-
bjargar, landssambands fatlaðra
1980-82, varaformaður Sjálfsbjargar
1984-88 og var kosinn formaður
samtakanna 1988. Hann var formað-
ur Framsóknarfélags Seltjarnar-
ness frá 1990-94 og forseti Banda-
lags fatlaðra á Norðurlöndum frá
1992.
Í minningargrein um Jóhann Pét-
ur sagði Siv Friðleifsdóttir m.a.:
„Það var mikið lán að kynnast Jó-
hanni. Fólki leið vel í návist hans.
Hann var glaðlyndur, ráðagóður og
réttsýnn. Vegna mannkosta sinna
eignaðist hann mjög marga vini á
lífsleiðinni. Jóhann var félagssinn-
aður og tók virkan þátt í ýmsum fé-
lagsstörfum. Hæst bar brautryðj-
endastörf hans í þágu fatlaðra.“
Jóhann lést 5.9. 1994.
Merkir Íslendingar
Jóhann Pétur Sveinsson
103 ára
Sigríður Fanney Isaksen
90 ára
Elísa G. Jónsdóttir
Jón Sveinsson
Kristín Kjartansdóttir
85 ára
Áslaug Árnadóttir
80 ára
Kristín Bergljót Jónsdóttir
Sigurbjartur Helgason
75 ára
Laufey Erla Kristjánsdóttir
Sigrún Margrét Jónsdóttir
Unnur Karlsdóttir
70 ára
Guðjón Magnússon
Guðríður Þórhallsdóttir
Guðrún Guðmundsdóttir
Guðrún Helga Marons
Aradóttir
Gunnar Þórðarson
Hallmann Sigurðsson
Hávarður Emilsson
Þórhannes Axelsson
Þröstur Reynisson
60 ára
Álfrún Sigurðardóttir
Ása Sigurlaug
Halldórsdóttir
Brynjólfur Jónsson
Elizabeth Cook
Guðbrandur Magnússon
Guðný Hannesdóttir
Hanna Jórunn Sturludóttir
Inga Jóna Sturludóttir
Jónína Helga Jónsdóttir
Sigrún Karlsdóttir
Sjöfn Guðmundsdóttir
Skapti Steinbjörnsson
Valgeir Jónasson
Vjaceslavs Bucnikovs
Þorsteinn Þorgeirsson
Örn Óskarsson
50 ára
Árni Gunnar Ingólfsson
Elfa Benediktsdóttir
Gunnþór Hermannsson
Hrafnhildur Jónsdóttir
Hrefna Sigurðardóttir
Hulda Dóra Styrmisdóttir
Kristbjörg Auður Eiðsdóttir
Kristinn Geir Briem
Lára Magnea Jónsdóttir
Lovísa Steinþórsdóttir
Rannveig Guðjónsdóttir
Sævar Björn Baldursson
Valborg Salóme
Ingólfsdóttir
Zoran Miljkovic
Þorsteinn Jónsson
40 ára
Fe Amor Parel
Guðmundsson
Hildur Óskarsdóttir
Jónas Þór Unnarsson
Linda Björg Magnúsdóttir
Marcin Marian Kowalczyk
Michael James Annetts
Oddný María Birgisdóttir
Steinn Óskar Sigurðsson
Þorgerður Sævarsdóttir
30 ára
Alexandre Julien Lambert
Andri Már Halldórsson
Axel Freyr Gíslason
Ingi Lárus Ágústsson
Jóhann Már Helgason
Kinga Holeksa
Pratana Sorasit
Reynir Láruson
Sonja Björk
Jóhannsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Þórunn ólst upp á
Siglufirði, býr á Akureyri,
lauk BA-prófi í listfræði
frá Háskóla Íslands og er
nú að leita að vinnu.
Maki: Friðþór Smárason,
f. 1982, starfar við jarð-
gangavinnu í Noregi.
Börn: Guðbjörg Sóley, f.
2010; Stefanía Sveinlaug,
f. 2012, og Andri, f. 2014.
Foreldrar: Þórður Jóns-
son, f. 1942, og Guðbjörg
Björnsdóttir, f. 1949, d.
2008.
Þórunn Soffía
Þórðardóttir
30 ára Þorbjörg býr í
Reykjavík, lauk BA-prófi í
stjórnmálafræði, BSc-
prófi í umhverfis- og nátt-
úrufræði, er að ljúka MA-
prófi í hagnýtri siðfræði
og er baráttukona í um-
hverfis- og náttúruvernd.
Foreldrar: Frank Bakke, f.
1952, læknir í Bandaríkj-
unum, og Steinunn Hjart-
ardóttir, f. 1954, félags-
ráðgjafi sem starfar á
skóla- og frístundasviði
Reykjavíkurborgar.
Þorbjörg
Sandra Bakke
30 ára Jón ólst upp í Þor-
lákshöfn, býr í Reykjavík,
lauk BA-prófi í fjölmiðla-
fræði og er að ljúka MS-
prófi í markaðsfræði og
alþjóðaviðskiptum.
Maki: Fjóla Signý Hann-
esdóttir, f. 1989, við-
skiptastjóri og frjáls-
íþróttakona.
Foreldrar: Hjörtur Sand-
holt, f. 1952, rafvirki, og
Árdís Jónasdóttir, f. 1953,
starfsmaður hjá Reykja-
víkurborg.
Jón Steinar
Sandholt
Árin segja sitt1979-2015
Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans
Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás.
Laugarásvegi 1
104 Reykjavík • laugaas.is
)553 1620
Verið velkominn
Lauga-ás hefur frá 1979
boðið viðskiptavinum
sínum uppá úrval af
réttum þar sem hráefni,
þekking og íslenskar
hefðir hafa verið hafðar
að leiðarljósi.