Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 11
Gestgjafar Þórir Andri Karlsson, kollegar hans og nemendur í Tjarnarskóla eru gestgjafar erlendu hópanna. ráðagerða í Vasa í Finnlandi fyrir tæpu ári. Þórir Andri og Birna Dís voru fulltrúar Tjarnarskóla. Brjóta niður staðalímyndir „Við skiptumst á hugmyndum, bárum saman bækur okkar og lögð- um línurnar í stórum dráttum. Einn- ig ræddum við formsatriði, eins og tilhögun samvinnunnar, völdum for- rit til að hafa samskipti okkar á milli og fyrir ýmis verkefni og þvíumlíkt. Verkefninu Involve me and I learn var hleypt af stokkunum til að efla samskipti og tengslanet annars veg- ar milli nemenda og hins vegar milli okkar kennaranna. Markmiðið er líka að þjálfa nemendur í að tala ensku, kynna þá fyrir ólíkri menn- ingu og sögu og ekki síst að brjóta niður staðalímyndir. Mér finnst sér- staklega áhugavert og lærdómsríkt að kynnast kennsluháttum ólíkra þjóða,“ segir Þórir Andri. Nemendur Tjarnarskóla sátu ekki aðagerðalausir í aðdraganda heimsóknarinnar. Þeir þurftu að skila af sér margvíslegum verkefnum til að vera í stakk búnir til að taka á móti gestunum og eiga sjálfir mögu- leika á að heimsækja skóla í útlöndum. Meðal annars gerðu þeir kynningarmyndband um skólann sinn og sömdu frambærilega fyrirlestra á ensku um Reykjavík og Ísland. Þá tóku þeir ásamt hinum þátttökulöndunum þátt í keppni um lógó verk- efnisins Involve me and I learn og var lógó nem- anda í Tjarnarskóla val- ið úr mörg hundruð lógóum. Vináttutengsl Í tengslum við verkefnið fóru Birna Dís og Sigríður Thorsteinsson, sem einnig er kennari í Tjarnarskóla, með fimm nemendur úr 9. og 10. bekk í sex daga heimsókn í skóla í Ljubljana í Slóveníu og Trieste á Ítalíu í mars síðastliðnum. Þar hittu þau fyrir álíka stóran hóp skólafólks og frá jafn mörgum löndum og nú sækir Ísland heim. „Nemendur Tjarnarskóla eru enn í sambandi við krakkana sem þeir kynntust í ferð- inni. Þótt þeir séu komnir í fram- haldsskóla buðust þeir og foreldrar þeirra til að hýsa og vera gestgjafar þriggja unglinga sem nú eru í heim- sókn.“ Þórir Andri segir að nemendur sem leggi sig mest fram í verkefninu og sýni góð samskipti eigi meiri möguleika en aðrir. „Annars reynum við að gefa öllum áhugasömum tæki- færi. Það eru mikil verðmæti fólgin í svona samstarfi unglinga af ólíku þjóðerni. Þeir bæði þroskast og fá víðari sjóndeildarhring auk þess sem þeir upplifa önnur lönd með öðrum hætti en væru þeir túristar.“ Leiðsögn á ensku Nemendur, sem fóru með er- lendu gestina í göngu um borgina, hafa þó trúlega upplifað sig sem leið- sögumenn. Enda voru þeir búnir að undirbúa sig vel og gátu frætt gestina um það helsta sem fyrir augu bar. Og meira að segja á ensku. Í gær var svo mikið húll- umhæ þegar öllum var boðið í Gufu- nesbæ þar sem hóparnir gátu blandað geði, farið í leiki og grillað. Gullni hringurinn er svo á dagskrá í dag. En áherslan er vitaskuld ekki bara á leiki og dægrastyttingu fyrir gestina. Alvörumálin eru rædd á fundum þar sem tengiliðirnir meta hvernig til hefur tekist og taka ákvarðanir um næstu skref. „Eitt af verkefnum vetrarins verður samtal milli nemenda allra skólanna um hvernig þeir meta sjálfa sig og hvert þeir stefna í lífinu,“ upplýsir Þórir Andri. Grikkland og Spánn eru hand- an við hornið, ef Erasmusstyrkurinn dugar. Morgunblaðið/Styrmir Kári Tengsl Erasmusverkefnið eflir tengslanet milli nemenda og einnig kennara. Markmiðið er að þjálfa nemendur í að tala ensku, kynna þá fyrir ólíkri menningu og sögu og ekki síst að brjóta niður staðalímyndir. Lógó Anna Lucia Helga- dóttir vann samkeppnina um besta lógó verkefnisins. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015 Sjónmælingar eru okkar fag Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind sími 5288500 Optical Studio í Keflavík sími 4213811 Optical Studio í Leifsstöð sími 4250500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.