Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 23
halda minningu þinni á lofti. Ég
er svo þakklát fyrir að hafa getað
verið með þér þessa síðustu daga
haldið í hönd þína og kvatt þig
þegar að því kom. Megi góður
Guð varðveita þig, elska þig enda-
laust. Þín afastelpa,
Elísabet (Ellý).
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Elsku besti afi minn, ég á erfitt
með að trúa að þú sért farinn.
Nú hrynja yfir mig minningar
sem við áttum saman og þær
minningar verða ávallt í mínu
hjarta. Þú varst sönn hetja í mín-
um augum og varst alltaf til stað-
ar þegar ég þurfti á þér að halda
og var ég svo lánsöm að fá að vera
til staðar fyrir þig í þínum veik-
indum. Ég er afar þakklát fyrir að
hafa getað rétt hjálparhönd þeg-
ar þú þurftir á því að halda, elsku
yndislegi, afi minn. Nú veit ég að
þú ert kominn á góðan og frið-
saman stað. Ég á eftir að sakna
þín rosalega mikið.
Hvíldu í friði, elsku fallegi eng-
laafi minn.
Hér er smá sem ég samdi til
þín:
Haltu í hönd mína og leiddu
mig áfram veginn góða.
Höndin mín og höndin þín
samasem gæfa og framtíðin.
Afahöndin alltaf svo hlý og blíð
sárt ég mun sakna þín.
(E.H. Ólafsdóttir)
Elísabet Hjálmarsen
Ólafsdóttir.
Nú þegar ég sest hér niður til
að skrifa nokkur orð um hann
elsku afa þá hellast yfir mig fal-
legar minningar. Ég var svo lán-
samur að eiga afa og ömmu sem
bjuggu í sömu raðhúsalengju og
við fjölskyldan. Var ég því nánast
daglegur gestur á heimilinu og
hlýrra viðmót var ekki hægt að fá.
Við borðuðum alltaf hjá þeim á
aðfangadag og afi elskaði að
hlusta á sálmana í útvarpinu. Það
fyllir mig jólaanda að hlusta á
sálmana eins og afi. Alveg frá því
ég var lítill hafði ég gaman af því
að spyrja afa spurninga og heyra
frá honum hinar ýmsu sögur og
skoðanir. Það var svo gaman að
hlusta á hann tala og hann virtist
vita svo ótal margt. Maður kom
aldrei að tómum kofunum hjá
honum. Það er varla til það mál-
efni sem ekki var hægt að tala um
við hann. Hann var líka duglegur
að kynna sér nýjungar í heimin-
um. Kynnti sér nýja tækni, nýja
síma og fleira, og var mjög virkur
á facebook. Hann elskaði íþróttir
og hélt mikið með sínum liðum,
Arsenal, Leeds og Fram. Samt
var hann sanngjarn og hreinskil-
inn. Hann elskaði að horfa á fal-
legan bolta og talaði ekki illa um
hin liðin sem hann hélt ekki með.
Ef þau spiluðu flottan bolta þá
hreifst hann af því og lét þá skoð-
un sína í ljós. Hann skrifaði oft
hvatningarorð á heimasíðu Fram
þegar á móti blés hjá liðinu og
enginn sá ljós í myrkrinu. Afi
hafði mjög gaman af því að fara á
rúntinn með okkur krökkunum.
Þar var yfirleitt stoppað niðri á
bryggju og keyptur ís. Hann elsk-
aði ís. Á labbinu með honum átti
hann það til að lyfta skyndilega
annarri löppinni upp og sparka
létt í rassinn á okkur krökkunum.
Þetta fannst mér alltaf æðislega
gaman og mjög fyndið, óvænt og
kjánalegt. Skemmtilegar minn-
ingar á ég einnig um diktafón sem
afi átti og við lékum okkur við að
tala inn á hann og hlusta á aftur
og aftur. Að þessu hlógum við
mikið. Jólin 1994 fórum við með
afa og ömmu til Orlando. Afi og
amma fóru mjög reglulega til
Bandaríkjanna. Þarna úti eyddi
afi miklum tíma með mér. Við fór-
um saman á NBA-leik og sáum
Orlando Magic spila. Shaquille
O’Neal líka. Eftir þetta var Or-
lando Magic okkar lið. Við fórum í
bíó og fengum okkur stóran popp
með miklu smjöri, að amerískum
sið. Eftir þá bíóferð villtumst við
og áttum í miklum erfiðleikum
með að rata heim. Þetta varð góð
minning og töluðum við oft um
þennan bíltúr um Orlando. Afi gaf
mér minn fyrsta gítar, kenndi
mér fyrstu gripin. Kynnti mig
fyrir gömlum klassískum bíó-
myndum. Hann sagði mér marg-
ar skemmtilegar sögur og fyllti
mig af miklum fróðleik um ýmsa
hluti. Það má með sanni segja að
hann Halli afi minn hafi átt stóran
þátt í því að gera mig að þeirri
persónu sem ég er í dag. Ég mun
aldrei gleyma þessum merka
manni sem ég var svo heppinn að
eiga sem afa. Mér þykir líka ótrú-
lega vænt um að börnin mín hafi
fengið að kynnast honum aðeins.
Ég mun sakna þess að eiga ekki
eftir fleiri stundir með þér, afi
minn. Ég mun ylja mér við fal-
legar minningar um þig um
ókomna tíð. Mér er svo kært að
hafa átt kost á því að kveðja þig á
spítalanum. Blessuð sé minning
þín, elsku afi minn.
Ólafur Haraldur
Helgason (Onni).
Þeim Reykvíkingum fer nú
fækkandi, sem uxu úr grasi um
miðja síðustu öld þegar þjóðin
öðlaðist fullt sjálfstæði, stjórnar-
farslegt sem efnahagslegt. Heið-
ursmaðurinn Haraldur Haralds-
son var góður fulltrúi þeirrar
kynslóðar, sem var ákveðin í að
nýta þetta frelsi til að byggja upp
nýtt og betra þjóðfélag.
Ungur missti hann föður sinn
og stóð móðir hans þá ein uppi
með fjögur börn. Hann fór því
snemma að vinna fyrir sér, fyrst í
sveit en árið 1949 hóf hann störf
hjá Slippfélaginu, næstelsta
hlutafélagi landsins sem enn er
starfandi. Hann markaði spor í
atvinnulífinu þegar hann tók þátt
í stofnun Málningarverksmiðju
Slippfélagsins árið 1952 þar sem
hann átti 45 ára farsælan starfs-
feril, fyrst sem verkstjóri og síðan
verksmiðjustjóri.
Ég kynntist Haraldi fyrir um
tuttugu árum í tengslum við starf
mitt hjá Morgunblaðinu en átti
síðan eftir að hafa frekari kynni af
honum á vettvangi Sjálfstæðis-
flokksins.
Var auðheyrt að hann hafði
mikla þekkingu á atvinnulífi
borgarinnar og þá sérstaklega
starfseminni við höfnina og upp-
byggingu atvinnusvæðisins í
Vogahverfi. Var mjög ánægjulegt
og fræðandi að eiga samtöl við
hann um þau mál.
Stjórnmálaskoðanir Haralds
mótuðust á miklum umbrotatím-
um þegar þjóðfélagið tók meiri
breytingum á nokkrum áratugum
en það hafði áður gert öldum
saman. Hann talaði aldrei tæpi-
tungu og þurfti maður ekki lengi
að velkjast í vafa um afstöðu hans
til manna og málefna.
Haraldur sjálfstæðismaður í
bestu merkingu þess orðs. Hann
lagði áherslu á nauðsyn þess að
atvinnurekstur byggi við góð skil-
yrði til verðmætasköpunar enda
væri slíkt grundvöllur öflugs vel-
ferðarkerfis, sem væri ekki síður
mikilvægt.
Haraldi þótti vænt um flokkinn
sinn og var dyggur stuðnings-
maður hans en hikaði ekki við að
koma með skarpa gagnrýni ef
honum fannst ráðamenn ekki
breyta í samræmi við sjálfstæð-
isstefnuna.
Hann tók virkan þátt í fé-
lagsstarfi flokksins í Reykjavík
og sat lengi í stjórn Sjálfstæðis-
félagsins í Fella- og Hólahverfi.
Lagði hann ætíð gott til á fundum
og kom oft með ábendingar um
það sem betur mætti fara í sínu
hverfi eða þjóðfélaginu í heild.
Mikill áhugi hans á þjóðmálum
varð til þess að hann fór að blogga
undir nafninu Halli gamli. Var
hann um tíma í hópi afkastamestu
bloggara landsins og gaf þar
mörgum yngri manninum ekkert
eftir. Á bloggsíðu hans kom líka
vel í ljós að fjölskyldan var
stærsti fjársjóður hans.
Að leiðarlokum langar mig til
að þakka Haraldi fyrir ánægjuleg
kynni og góðvild í minn garð um
leið og ég votta fjölskyldu hans
einlæga samúð. Minningu um
góðan dreng mun ég halda í heiðri
meðan mér endast dagar.
Kjartan Magnússon.
Fleiri minningargreinar
um Haral Haraldsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
INGIBJARGAR GUÐFINNSDÓTTUR,
Skólastíg 8,
Bolungarvík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Hrafnistu á 3G fyrir góða umönnun, nærgætni og hlýhug.
.
Þorsteinn Einarsson, Hildur Magnúsdóttir,
Guðfinnur Einarsson, Heidi Hansen,
Gísli Einarsson, Lára Gísladóttir
og fjölskyldur þeirra.
Elsku maðurinn minn, pabbi, tengdapabbi
og afi,
GUNNAR INGIBERG GUÐMUNDSSON,
Boðaþingi 22, áður Nýbýlavegi 104,
Kópavogi,
lést 10. september. Útförin fer fram frá
Digraneskirkju föstudaginn 18. september kl. 13.
.
Halldóra Hallfreðsdóttir,
Díana Dröfn Ólafsdóttir, Guðmundur Karl Reynisson,
Heimir Logi Gunnarsson,
Guðlaug H. Gunnarsdóttir, Guðmundur Tr. Ólafsson
og afabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT SIGMUNDSDÓTTIR,
Lautasmára 25,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum síðastliðinn
föstudag. Útförin fer fram frá Hjallakirkju
föstudaginn 18. september kl. 11.
.
Eygló Dröfn Hraundal, Hjalti Reynir Ragnarsson,
Vera Björk Hraundal, Albert Már Eggertsson,
Anna Margrét Hraundal, Anna Cecilia Inghammar,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓHANNA GÍSLÍNA VIGFÚSDÓTTIR,
frá Sólvangi, Árskógsströnd,
lést mánudaginn 14. september á
dvalarheimilinu Hlíð. Útför hennar fer fram
frá Stærri-Árskógskirkju laugardaginn
26. september kl. 14.
.
Bjarni H. Hjaltason, Anna G. Sigurðardóttir,
Bjarki V. Hjaltason,
Elín Hjaltadóttir,
Reynir G. Hjaltason, Helga Ó. Finnbogadóttir,
Vignir Hjaltason, Edda B. Kristinsdóttir,
Vigdís E. Hjaltadóttir, Guðmundur Þ. Jónsson,
barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
BRYNDÍSAR KJARTANSDÓTTUR,
Fífuseli 37,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
hjartadeildar Landspítalans fyrir góða
umönnun og hlýju í hennar garð.
.
Karl Arason,
Sigríður Sigurðardóttir, Eiríkur Ingimagnsson,
Kjartan B. Sigurðsson, Unnur Erla Malmquist,
Birgir Sigurðsson, Hildur Loftsdóttir,
Arnar Þór Ingólfsson, Unnur S. Kristleifsdóttir,
Ari Karlsson, Elfa S. Sigurðardóttir,
Guðlaugur K. Karlsson, Sigrún Ö. Sigurjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HULDA INGIBJÖRG
SIGURBJÖRNSDÓTTIR,
áður til heimilis að Skagfirðingabraut
37, Sauðárkróki,
lést þriðjudaginn 8. september á Sjúkrahúsi
Suðurlands. Hún verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju
föstudaginn 18. september kl. 14.
.
Dætur, tengdasynir,
barnabörn, tengdabörn,
barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
Ástkær maður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANN KARL BJARNASON,
Svarthömrum 68,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur að heimili sínu 14.
september. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 23. september kl. 15.
.
Álfhildur S. Jóhannsdóttir, Þórarinn Gunnarsson,
Gunnar Þór Jóhannsson, Þóra Egilsdóttir,
Guðmundur I. Jóhannsson,
Kristín Jóhannsdóttir, Sumarliði Kristmundsson,
Bjarni J. Jóhannsson,
Jóna Gr. Ragnarsdóttir, Ísak Jóhann Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
INGA GUÐRÚN GUNNLAUGSDÓTTIR
sjúkraliði,
Víðihlíð 10,
andaðist á dvalarheimilinu Grund
14. september. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. september kl. 13.
.
Sigurjón Hreiðar Gestsson,
Sigríður Sigurjónsdóttir, Eiríkur Steingrímsson,
Gunnlaugur Sigurjónsson, Þórdís Arnardóttir,
Rúnar Sigurjónsson, Kristín Loftsdóttir,
Arney Eva, Inga Guðrún, Halla,
Jón Hreiðar og Ragna Steinunn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN ÁSLAUG SIGMUNDSDÓTTIR,
lést 7. september síðastliðinn á
Heilbrigðisstofnun Hvammstanga.
Minningarathöfn fer fram frá
Hvammstangakirkju 21. september kl. 13.
Jarðsett verður í Mosfellskirkjugarði (nýja) kl. 18.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar
Hvammstanga, með þökk fyrir einstaka umönnun, nærgætni og
hlýhug.
.
Baldur Skarphéðinsson,
Eiríkur Sören Guðnason, Þorgerður Kristinsdóttir,
Guðrún Nikólína Guðnadóttir, Guðmundur Sigurgeirs.,
Sigmundur Vilberg Guðnason, María Brink,
Auðbjörg Kristín Guðnadóttir, Þormar Þór Garðarsson,
Svanhvít Gróa Guðnadóttir, Þorvaldur Steingrímsson,
Margrét Þórunn Guðnadóttir, Unnur Kolka Leifsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN FANNDAL ÞÓRÐARSON,
frá Laugarási við Ísafjarðardjúp,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 21. september kl. 15.
.
Margrét Magnúsdóttir,
Hanna Sigurjónsdóttir, Bjarnþór Gunnarsson,
Helga María Jónsdóttir, Styrmir Sigurðsson,
Magnús Jónsson, Erna Ragúels,
Halldór Jónsson, Guðrún Benediktsdóttir,
Jón Þór Jónsson, Oddný Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.