Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015
Danski rithöfund-
urinn Vibeke
Nørgaard Niel-
sen heldur í
kvöld, fimmtu-
dagskvöld,
klukkan 20 erindi
í Vatnasafni í
Stykkishólmi um
efni bókar sinnar
Listamaður á
söguslóðum –
Johannes Larsen á ferð um Ísland
1927 og 1930.
Gunnar Gunnarsson rithöfundur
og vinur hans, danski rithöfund-
urinn Johannes V. Jensen, áttu
frumkvæði að veglegri útgáfu Ís-
lendingasagnanna í Danmörku í til-
efni þúsund ára afmælishátíðar Al-
þingis árið 1930. Til að gera veg
sagnanna sem mestan fengu þeir
hinn þekkta listmálara Johannes
Larsen til að túlka sögusviðið í
myndum. Larsen fór í tvær erfiðar
ferðir um Ísland á árunum 1927 og
1930, kynntist landi og þjóð og vann
verk sitt á aðdáunarverðan hátt.
Ólafur Túbals, bóndi og listmálari í
Múlakoti, var aðalfylgdarmaður
hans. Myndir Larsens eru hófstillt
og blæbrigðarík listaverk.
Nørgaard Nielsen hefur kynnt sér
ítarlega dagbækur Larsens og Ólafs
og ferðast í fótspor þeirra um Ís-
land.
Fjallar um teikn-
ingar og skrif
Larsens frá Íslandi
Vibeke Nørgaard
Nielsen
Tengdist öllum í höllinni
Morgunblaðið/Golli
Blá og flott Jessie J litaði á sér hárið blátt fyrir Íslendinga. Hún ætlaði að reyna að sjá norðurljósasýningu strax eftir tónleikana og endaði á því að segja:
„Vonandi get ég komið aftur til ykkar sem fyrst. Þið voruð frábær. Takk fyrir mig.“ Aðdáendur hennar sögðu sigri hrósandi á leiðinni út: „Ég ætla aftur.“
arnar mun betur en snjallsími.
Viti menn. Unglingarnir lögðu frá
sér símann og dilluðu sér í takt við
takfast lag. Hversu margir for-
eldrar hafa reynt að segja við
unglinginn sinn: leggðu nú frá þér
símann, og ekkert gengið?
Jákvæð skilaboð
Poppstjarnan talar mikið við
áhorfendur á tónleikum sínum. Á
því var engin undantekning í
Laugardalshöllinni. Hún sagði að
áhorfendur sínir hér á landi væru
kurteisir. Það þögnuðu bara allir
þegar hún talaði. Og hún hefur
skilaboð fram að færa, góð og já-
kvæð skilaboð sem trúlega 5.000
ungmenni tóku með sér út í lífið.
Hún spurði frétta af Íslandi.
Reyndi að bera fram Grindavík,
segja Jórunn og fékk derhúfu lán-
aða úr sal. Það var pínu fyndið.
Þá var hún að fara að flytja
lagið „Do It Like A Dude“ en hafði
týnt derhúfunni sinni. Öll hljóm-
sveitin var komin með húfur og
tilbúin að slá í en stjörnuna vant-
aði sína húfu. Spurði einhvern
strák hvort hún mætti fá hans
húfu lánaða sem var lítið mál.
Þetta er bara ein saga af mörgum
um hve nálægt hún var áhorf-
endum.
Jessie J er poppstjarna í
hæsta gæðaflokki. Hljómsveitin
var mögnuð, bakraddasöngurinn
var glæsilegur og stjarnan skilaði
sínu. Efast um að til sé betri söng-
kona í dag.
Hápunktarnir voru fjölmargir
og kunnu stelpurnar sem voru í
kringum mig nánast öll lögin.
„Flashlight“, „Price Tag“, „No-
body is Perfect“ og önnur stórgóð
lög kunnu allir upp á 10. Þegar
hún bað salinn um að syngja þá
tók salurinn svo sannarlega undir.
Jessie J sagði frá því að hún
kynni ekki vel við það að vera
fræg og kynni í raun ekkert að
vera fræg. En hún kann svo sann-
arlega að vera flott á sviði og fá
áhorfendur með sér. Það tókst.
Stífur og stirður
Hún endaði tónleikana á
„Bang Bang“-laginu sínu sem við
feðgin höfum sungið svo oft í sum-
ar. Það var ekki að sjá á salnum
að hann hefði verið að dansa í 90
mínútur. Það var svakaleg keyrsla
og stuð og endirinn var frábær.
Í dag er ég enn með suð í eyr-
um og axlirnar eru heldur stífar
enda eldri dóttirin orðin 9 ára.
Það er ekkert grín að vera með
hana á háhesti heila tónleika. En
það sem hún var glöð og ég efast
um að brosið fari af henni næstu
daga. Allir muna nefnilega eftir
fyrstu stórtónleikunum sínum og
ég er ánægður að hafa farið með
hana á þessa tónleika því skilaboð
Jessie J hitta svo sannarlega í
mark og ekki skemma lögin.
»Hún spurði fréttaaf Íslandi. Reyndi að
bera fram Grindavík,
segja Jórunn og fékk
derhúfu lánaða úr sal.
Snjallsímar Jessie J bað gesti sína að setja símann í vasann og horfa á eitt
lag án hans, kannski dansa ef þeir vildu. Sagðist vilja sjá framan í fólk.
AF TÓNLEIKUM
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Eftir tónleika Jessie J er égkominn um borð í Jessie J-lestina. Ég er enginn
lestarstjóri en er orðinn aðdáandi.
Eldri dóttir mín er mikill aðdá-
andi og við skelltum okkur saman
á tónleika.
Eftir glæsilega upphitun
Glowie datt allt í dúnalogn í góðan
hálftíma eða svo en eftirvæntingin
í salnum var mikil eftir stjörn-
unni. Jafnvel þegar hljóðmað-
urinn kom til að stilla gítar eða
söngstatíf eða hvað sem er þá
ærðist fólk af fögnuði. Stjarnan
lét aðeins bíða eftir sér en keyrði
síðan af stað í glæsilegt 90 mín-
útna ferðalag.
Sagði sögur af sjálfri sér
Jessie höfðar til stúlkna sem
eru óöruggar og lætur þeim líða
vel. Það er magnaður hæfileiki.
Hún höfðar líka til fleiri að sjálf-
sögðu. Á milli laga stoppaði
hljómsveitin og gítarleikarinn
plokkaði gítarinn á meðan ofur-
stjarnan sagði sögur af sjálfri sér.
Að það sé allt í lagi að vera stund-
um í vondu skapi og fleira.
Unglingarnir hlusta greini-
lega vel á það sem stjarnan hefur
að segja því í einu laginu fékk hún
snjallsímakynslóðina til að leggja
frá sér símann. Bara hlusta. Sagði
að það væri til nokkuð sem héti
heili og hann geymdi minning-
MAZE RUNNER 6,9
NO ESCAPE 5:45,8
STRAIGHTOUTTACOMPTON 10:15
ABSOLUTELY ANYTHING 5:30
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
Póstsendum hvert á land sem er | Laugavegi 178 | Opið mán-fös 10-18, lau. 10-14 | S. 551-2070/551-3366 | www.misty.is
Þú svífur á þessum!
Stærðir: 36-41
Verð: 12.870/15.870
2
frábærir Nýtt íMisty
SOPHIE
- létt fylltur
í D-G skálum
á kr. 7.990
og buxur
kr. 3.550
SOPHIE
- þunnur, en
haldgóður í
D-G skálum
á kr. 7.990