Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ísíðustu vikuvar JeremyCorbyn kos- inn leiðtogi breska Verkamanna- flokksins með meiri yfirburðum en bjartsýnustu stuðningsmenn hans höfðu leyft sér að gæla við. Corbyn flokksleiðtogi liggur mjög langt til vinstri í Verka- mannaflokknum og flokkurinn er sjálfur vinstra megin við miðju stjórnmálanna, eins og alkunna er. Corbyn hefur setið í rúma þrjá áratugi á þingi (Stjórn- artíð Thatcher hafði staðið í 4 ár af 11 er hann settist á þing) Michael Foot var á síðustu metrum sinnar formannstíðar í Verkamannaflokknum er Cor- byn kom á þing. Í þeim kosn- ingum hafði Járnfrúin sveiflað handtösku sinni óþyrmilega. Foot staulaðist laskaður úr embætti. En við kjör Corbyns hugsa menn til Foots. Hann hefði verið kallaður „harð- línukommi“ hér á landi. Slíkri línu hefur Corbyn fylgt allan sinn feril í Verkamannaflokkn- um. Aðeins þröngur hópur í þinginu þekkti til hans og hvað frægastur er hann fyrir það að hafa verið fyrrverandi flokks- leiðtogum óþjáll í taumi. Verkamannaflokkurinn var lamaður eftir afhroðið sem hann beið undir forystu Foot. Neil Kinnock fékk það verkefni að færa flokkinn nær miðjunni svo hann ætti einhverja mögu- leika á meirihluta. Hann fékk tvö tækifæri til að sanna sig. Kinnock tapaði fyrir frú Thatcher í kosningunum 1987. Lengi þóttu horfurnar væn- legar fyrir Kinnock í næstu kosningum þar á eftir en hann tapaði óvænt fyrir Íhaldsflokki John Major. Ekki löngu síðar höfðu þeir Tony Blair og Gordon Brown hafist til valda í flokknum. Blair færði hann snarlega enn nær miðjunni en Kinnock hafði gert og fór raunar yfir hana með flokkinn á sumum sviðum. „Nýi Verkamannaflokkur“ Blairs var svo sannarlega orð- inn kosningavænn og í þing- sætum talið varð hann sig- ursælasti leiðtogi í sögu flokksins. Eftirmennirnir, Gordon Brown og Ed Miliband, höfðu aðra stríðsgæfu en Blair og náðu hvorugur að merja sig- ur. Jeremy Corbyn þótti ekki eftirsjá í þeim Blair og Brown, en Miliband var honum fremur að skapi. Varla hefur þó Cor- byn haft nokkra minnstu von um að sinn leiðtogatími mundi nokkru sinni koma. Íhaldsmenn geta ekki leynt gleði sinni yfir úrslitum leið- togakjörsins. Fullyrt er að flokksbundnir íhaldsmenn hafi látið skrá sig í hrönnum í Verka- mannaflokkinn, borgað 3 pund í félagsgjöld til að tryggja að Corbyn næði kjöri. Yfirburðir hans voru þó svo miklir að fráleitt er að atkvæði úr óvæntri átt hafi ráðið niðurstöðunni. Mjög var um það rætt að næði Corbyn kjöri yrði fljót- lega blásið til hallarbyltingar gegn honum. Stuðningur hans meðal almennra félaga og verkalýðsforystu flokksins, sem hefur mikið atkvæðalegt forskot á aðra, er mikill, en í öf- ugu hlutfalli við stöðuna í þing- flokknum. Þar er leiðtoginn beinlínis einangraður. En orð- rómur, um að „Brútus og bræð- ur hans“ í þingflokknum séu teknir að brýna kuta sína, hef- ur þagnað. Hið ótvíræða umboð sem Corbyn fékk í leiðtoga- kjörinu gerir snemmbæra bylt- ingu nær óhugsandi. Hann þarf að hafa sýnt sig vanæfan og óvinsælan leiðtoga áður en slík atlaga er gerð. Tapi hann t.d. í kosningum í heimastjórnarhér- uðum, sveitarstjórnarkosn- ingum og fari illa út úr skoð- anakönnunum verður honum ekki lengi vært. Íhaldsmenn láta eins og þeir séu vinningshafar í lottói, sem eftir á þó að draga í. Engu er líkara en þeir séu þegar farnir að fagna kosn- ingasigri árið 2020. En þeir eru til sem benda á ósopið kál í aus- unni. Vera megi að annað and- rúmsloft sé í Bretlandi nú en oftast áður. Vísa megi á önnur lönd til varúðar. Obama hafi vafalítið verið einn allra vinstrisinnaðasti öld- ungadeildarþingmaðurinn þeg- ar hann náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Óþekktur þingmaður, Bernie Sanders, sem er enn lengra til vinstri en Obama var, er kominn með meiri stuðning í Demókrata- flokknum en Hillary, sem var óhugsandi. Og svo eru það óvæntustu kosningaúrslit í sögu Bretlands: Sjálfur Win- ston Churchill, sigurvegari Seinna stríðs, margvalinn mesti Breti allra tíma, steinlá fyrir hinum óburðuga Clement Attlee. Á fótboltamáli er stað- an þeirra á milli Attlee 2 og Churchill 1. Það horfir vissulega ekki vel fyrir þá sem vilja að Corbyn verði næsti forsætisráðherra Breta enda stefna hans og boð- uð úrræði margreynd með en- demis árangri. En í stjórnmálum kemur fyr- ir að illa grunduð hrifning, sem kemur skáhallt á skynsemina, ráði meiru um úrslit en köld rökhyggja er fyrirfram fær um að skynja. Hvað er að gerast í breskum stjórn- málum er spurt og svörin eru bland í risapoka} Ný staða og gömul Þ að var auðvelt að hrífast með fót- boltaáhugamönnum sem hoppuðu nánast hæð sína þegar íslenska karlalandsliðið náði þeim áfanga að komast á Evrópumótið í knatt- spyrnu. Ég telst reyndar ekki í hópi hörðustu aðdáenda liðsins en fannst þó mikið til koma enda í fyrsta skipti sem svo stórum áfanga er náð í sögu liðsins. Ætli starfsmannastjórar landsins séu þegar komnir með margar beiðn- ir um sumarfrí á tímabilinu 10. júní til 10. júlí á næsta ári? En þá daga fer Evrópukeppnin fram í Frakklandi. Miðað við stemninguna í þjóðfélaginu bendir allt til þess að stór hluti þjóðarinnar verði erlendis næsta sumar. Flugfélögin eru kannski þegar byrjuð að skipuleggja viðbótarflugferðir til að koma á loftbrú yfir til meginlandsins. Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck er orðinn stór- stjarna og jafnvel voru sumir svo æstir í kjölfar sigursins að þeir vildu koma honum á Bessastaði. Hann er hinn vinalegasti í viðtölum á sjónvarpsskjánum og býr greini- lega yfir forystuhæfileikum til að fá hvern landsliðsmann til að leggja sitt af mörkum til að liðið skili sínu með ein- stökum árangri. Löglærðir hafa fundið það út að Lars Lagerbäck getur orðið forseti Íslands að því gefnu að hann öðlist íslenskan ríkisborgararétt. En líklega vilja fleiri að hann haldi áfram að þjálfa landsliðið, í það minnsta fram yfir keppnina í Frakklandi. Áhugi minn á landsliðinu varð reyndar enn meiri þegar ég las að sigurinn gæti mögulega haft áhrif á hagvöxt landsins. Haft var eftir hagfræðingi að aukin bjartsýni og þjóðarstolt gæti haft jákvæð áhrif á efnahagslíf þjóða. Þó erfitt sé að mæla bjartsýni þá hefur það sýnt sig að væntingar hafa áhrif á hegðun fólks. Þegar heil þjóð fyllist bjartsýni og finnst sem allir vegir séu færir eft- ir slíkan árangur hlýtur það að hafa áhrif á næstu misserum. Spáð er 4,2% hagvexti á þessu ári. Þessi nýtil- komna staðreynd að Ísland verður meðal 24 þátttökuþjóða á Evrópumótinu gæti mögulega ýtt enn frekar undir vöxtinn. Eigum við þá ekki bara að blása í lúðra, panta flug til Frakklands og leiguíbúð á Airbnb? Kannski verðum við öll í Frakklandi að fylgjast með mótinu í knatt- spyrnu. En bíðum nú aðeins við. Erum við kannski að hlaupa fram úr okkur sjálfum í gleðivímunni því hverjir ætla að taka á móti öllum ferðamönnunum næsta sumar? Búist er við að fjöldi ferðamanna nái 1,2 milljónum á þessu ári og allt stefnir í að þeir verði enn fleiri á næsta ári. Það hefur sýnt sig að við erum ekki enn búin að ná tökum á þessum mikla gestafjölda til landsins. Það má velta því fyrir sér hvernig það gangi ef stór hluti landsmanna verð- ur ekki á staðnum. Þá er hætta á að framleiðnin sem tölu- vert vantar upp á hjá okkur í samanburði við önnur lönd hríðfalli meðan á mótinu stendur. Gæti það gerst að ferða- menn óski eftir að fá að sjá raunverulega Íslendinga en ekki einungis aðra ferðamenn? margret@mbl.is Margrét Kr. Sigurðardóttir Pistill Hverjir vilja frí til að fara á EM? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Nokkrir af sigursælustubridsspilurum heimsins ásíðustu árum liggja núundir þungum ásökunum um kerfisbundið svindl. Hafa þær leitt til þess, að Ísrael, sem vann Evr- ópumótið í brids á síðasta ári, og Mónakó, sem varð í öðru sæti, hafa hætt við að senda lið á heimsmeist- aramót, sem hefst á Indlandi nú í lok september. Svíar og Danir fá keppn- isrétt í staðinn. Málið hófst í lok ágúst þegar Norð- maðurinn Boye Brogeland sakaði Ísr- aelsmennina Lotan Fisher og Ron Schwartz um svindl. Ísraels- mennirnir, sem eru á þrítugsaldri, hafa undanfarin þrjú ár verið eitt „heitasta“ bridspar heims og unnið hvert mótið á fætur öðru. Brogeland, sem spilaði raunar með þeim í at- vinnumannasveit í Bandaríkjunum áður, lagði fram ýmis gögn, sem bentu ótvírætt til þess, að Ísraelsmennirnir gæfu hvor öðrum upplýsingar með ýmsum öðrum hætti en þeim sem reglur spilsins leyfa, svo sem með því hvernig þeir snéru spilabakkanum þegar þeir lögðu hann á borðið, með látbragði og jafnvel hóstum. Ísraelsmennirnir brugðust ókvæða við, hótuðu Brogeland lögsókn og kröfðust milljón dala í skaðabætur. En bridssamband Ísraels hóf þegar rannsókn á málinu og í ljós hefur komið, að spilararnir tveir hafa lengi verið grunaðir um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Bridsheimurinn var rétt að jafna sig á þessum umbrotum þegar nýjar svindlásakanir komu fram, nú á hend- ur Ítölunum Fulvio Fantoni og Clau- dio Nunes. Þeir eru stigahæstu brids- spilarar heims og hafa unnið heimsmeistaramót og Evrópumót bæði fyrir hönd Ítalíu og Mónakó, sem þeir spila fyrir nú. Eins og með Ísraelsmennina hefur lengi verið orð- rómur um að þeir vissu lengra en nef þeirra næði við bridsborðið og nú í vikunni kom í ljós, að hópur heims- kunnra bridsspilara hafði, að und- irlagi Brogelands, legið yfir sjón- varpsupptökum af leikjum Mónakó á Evrópumótinu á síðasta ári. Nið- urstaðan þótti ótvíræð: Að þeir Fan- toni og Nunes gæfu hvor öðrum merki með því hvernig þeir legðu spil á borðið þegar þeir spiluðu út í fyrsta slag. Legðu þeir útspilið lóðrétt á borðið benti það til háspilastyrks í út- spilslitnum en lárétt að liturinn væri veikur. Hvorki Fantoni né Nunes hafa tjáð sig um ásakanirnar en bridssamband Mónakó tilkynnti í gær að liðið muni ekki keppa á HM. Gefið hefur verið til kynna, að eitt eða jafnvel fleiri alþjóðleg bridspör verði afhjúpuð með sama hætti á næstunni. Alveg gáttaður „Ég er eiginlega alveg gáttaður á þessu,“ segir Jón Baldursson, leik- reyndasti spilari Íslands, um þessi mál. Hann hefur oft spilað við þá Fantoni og Nunes og segist ekki hafa orðið var við neitt misjafnt. „Ég hélt bara að þeir væru svona góðir. En gögnin sem hafa verið lögð fram benda til þess að þeir hafi svindlað alla tíð.“ Líkja má svindli í brids við lyfja- notkun í íþróttum og þeir sem hafa rangt við ná með því töluverðu for- skoti á aðra. Þótt atvinnumennska í brids sé almennt ekki hálaunastarf getur sá hópur spilara, sem bestum árangri nær, náð afar ábatasömum samningum. „Og þegar peningar eru annars vegar verður freistingin meiri,“ segir Jón. Hann segist ekki geta sagt fyrir um það hvaða áhrif þessi mál nú hafi á keppnisbrids í framtíðinni en aug- ljóslega verði þau einhver og fylgst verði betur með spilurum við borðið. Tæknin hjálpi því nú sé allt sem ger- ist á stórmótum myndað og tölvu- skráð. „Það hefur í raun opnast ný vídd sem áður var hulin.“ Bridsspilarar sakaðir um að svindla Lóðrétt Fantoni og Nunes spila við þá Sigurbjörn Haraldsson og Jón Bald- ursson á Evrópumótinu í brids á síðasta ári. Fantoni hefur spilað út – lóðrétt. Nokkur fræg svindlmál hafa komið upp í alþjóðlegum keppn- isbrids. Tvö þessara mála komu upp á heims- meistaramóti. Árið 1965 voru Bretarnir Terence Reese og Bor- is Schaphiro sakaðir um að sýna hve mörg hjörtu þeir hefðu á hendinni með fjölda fingra sem þeir sýndu þegar þeir héldu á spilunum. Árið 1975 voru tveir ítalskir spilarar, Gianfranco Facchini og Sergio Zucchelli, sakaðir um merkjasendingar með því að stíga hvor á fætur annars. Nýlega voru tveir þýskir spil- arar, báðir læknar, settir í al- þjóðlegt keppnisbann eftir að ljóst þótti að þeir gæfu upplýs- ingar um stuttliti með því að hósta. Þannig þýddi einn hósti stutt lauf, tveir hóstar stuttur tígull o.s.frv. Hóstað og sparkað SVINDL Í BRIDS Svindl? Terence Reece með 3 fing- ur á spilunum. Hann var með 3 hjörtu á hendinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.