Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015 Félagsstarf fer oft af stað með trukki á haustin og SveinbjörnHalldórsson, löggiltur fasteignasali hjá Gimli, sem er 52 ára ídag, færist þá allur í aukana. „Ég held upp á tímamótin með Oddfellowbræðrum á fyrsta stúkufundi starfsársins,“ segir afmæl- isbarn dagsins. Sveinbjörn hefur verið formaður Ferðaklúbbsins 4x4 og formaður Samút, Samtaka útivistarfélaga, undanfarin ár. Hann segir að í félög- unum sé alltaf eitthvað um að vera, en nú beri hæst vinnu við að inn- rétta og hanna húsnæði við Síðumúla í Reykjavík. Skrifstofa ferða- klúbbsins sé flutt í húsnæðið og stefnt sé að því að taka veislusal og fundarsal í notkun í desember. „Það er mikið líf hjá okkur,“ segir hann og bætir við að svonefnd stórferð sé hápunkturinn á hverju ári. Yfirleitt sé farið á 80 til 100 bílum í þessar ferðir í mars og nú sé verið að skipuleggja ferð um Vestfirði á næsta ári. „Það er áætlað að það verði um 120 til 130 bílar í ferðinni,“ segir hann. Markmið Ferðaklúbbsins 4×4 er meðal annars að standa vörð um ferðafrelsi og að ná til sem flestra sem áhuga hafa á ferðalögum um landið á fjórhjóladrifsbifreiðum. Í sumar var til dæmis unnið við að stika og fara yfir vegslóða á Fjallabakssvæðinu í samstarfi við um- hverfisstofnun og sjálfboðaliðasamtökin. Auk félagsins, sem starfar í Reykjavík, eru tíu landsbyggðardeildir og framundan er landsfundur og árshátíð. Samút sinnir síðan samskiptum við yfirvöld. „Þetta eru allt skemmtileg og gefandi félagsstörf,“ segir Sveinbjörn. Góðir Sveinbjörn Halldórsson gerir bílinn tilbúinn fyrir næstu ferð. Afmæli á fyrsta haustfundinum Sveinbjörn Halldórsson 52 ára L ýður fæddist 17.9. 1925 og ólst upp á Skrið- insenni í Bitrufirði: „Skólagöngu sveita- barna á þessum tíma var þannig háttað að farandkennarar komu tímabundið á veturna og kenndu til skiptis á sveitabæjunum. Þá breyttust bæirnir í kennslustofu og heimavist og var þá oft mann- margt og kátt í kotum. Ég lauk því fullnaðarprófi í minni heimasveit.“ Lýður ólst upp við almenn bústörf á Enni en fór fljótlega eftir fermingu að vinna í vegavinnu við frumstæðar aðstæður: „Þá var hesturinn þarfasti þjónninn enda ekki komnir vegir að öllum bæjum í Bitrunni. Hestakerrur voru notaðar við vegavinnuna og hakar og skóflur helstu verkfærin. Dagkaupið var þá níu krónur.“ Lýður fór 16 ára á haustvertíð á fimm tonna línuveiðabát frá Smá- hömrum við Steingrímsfjörð en 19 ára fór hann suður til Reykjavíkur og nam smíðar við Handíða- og mynd- listarskólann einn vetur. Helsta áhugamál hans á þessum árum voru smíðar og refaveiðar. Lýður keypti fyrsta jeppann sinn með föður sínum árið 1946 og kom að byltingu í vegagerð með því að vinna á fyrstu alvörujarðýtunni sem kom í Strandasýslu. Hann ók Hólmavíkur- rútunni og Dalarútunni 1949-53 og stundaði bílaviðgerðir sem sjálf- menntaður bifvélavirki. Þegar Lýður og eiginkona hans giftu sig, árið 1951, fluttu þau til Reykjavíkur, bjuggu fyrst í Karfa- voginum en byggðu sér síðan hús við Garðsenda 1954-1956. Þá hætti Lýð- ur rútubílaakstri og gerðist vörubíl- stjóri hjá Þrótti til að geta verið nær sístækkandi fjölskyldunni. Hann var síðan vörubílstjóri nær óslitið en var á síldveiðum 1962-63 með aflaskip- stjóranum Benedikt Ágústssyni. Ár- ið 2001 fluttu þau hjónin sig um set yfir í Fossvoginn í minni íbúð þar sem þau búa enn. Veiðar á sjó og landi Lýður hefur sinnt smíðum og ýmsu handverki og stundað útskurð frá barnsaldri. Hann smíðaði að mestu sjálfur sumarhús þeirra hjóna Lýður Jónsson, bílstjóri og þúsundþjalasmiður – 90 ára Á Þingvöllum Lýður og Mundheiður með fjölskyldunni í tilefni af demantsbrúðkaupi þeirra hjóna árið 2011. Hagleiks- og veiðimaður Samhent hjón Þessi mynd af Lýði og Mundheiði var tekin fyrir 20 árum. Reykjanesbær Aría Ísold Kjærnested fæddist 1. júlí kl. 11.24. Hún vó 4.230 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Ruth Kjærnested og Einar Haukur Björnsson. Nýir borgarar Mosfellsbær Davíð do Carmo Njarð- arson fæddist 26. september 2014. Hann vó 3.728 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Njörður Ólason og Erica do Carmo Ólason. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is Hljóðeinangrandi glerveggir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.