Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er ákjósanlegt að brjóta málin
til mergjar í dag. Gættu þess að tala ekki
stanslaust um vandamál þín við einhvern
sem ekki getur sett sig í þín spor.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú gætir fengið stórkostlegt tækifæri
í dag. Að mörgu er að hyggja varðandi
helgina og ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
Upplýsingar og hugmyndir flæða óhindrað
milli heimilismanna.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er aldrei til annars en góðs
að sækja sér aukinn fróðleik á hvaða sviði
sem er. Varastu allan oflátungshátt og
leyfðu öðrum að njóta sigursins með þér.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ástvinum er hugsanlega sama þótt
þeir séu að drukkna í verkefnum tengdum
þér. Samskipti þín við systkini þín eru sér-
lega uppörvandi og gefandi.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hefur safnað að þér upplýsingum
og getur nú farið að vinna úr þeim. Skrif-
aðu undir mikilvæg skjöl í dag.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er ekki auðvelt að halda ró
sinni í þeim hamagangi sem er í kringum
þig. Þú verður að hlýða á þína innri rödd.
Taktu þér tak sem fyrst og komdu lagi á
hlutina.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú þarft að ljúka verkefni en hafðu
áhyggjur af því seinna. Nálgastu vandamál
með opnum huga og þá mun lausnin renna
upp fyrir þér fyrr en varir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur verið of upptekin/n
að undanförnu og ekki gefið gaum að þeim
sem næst þér standa. Það kostar tíma og
fyrirhöfn að skilja kjarnann frá hisminu og
þann tíma þarftu að gefa þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú veist af manneskju sem þarf
á hjálp þinni að halda en er of óframfærin
til þess að biðja um hana sjálf. Mundu að
ekki eru allir viðhlæjendur vinir.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú skaltu taka þér tak og fylgja
öllum reglum út í æsar. Farðu í ferðalag
með vinum eða farðu á fjöll.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gættu þess jafnan að hafa borð
fyrir báru. Einbeittu þér að framhaldinu
þannig að allt takist sem best má verða.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ráðgátur eru skemmtilegar, en ekki
þegar þær leggja undir sig hugsanir þínar
og daglegt líf. Haltu þínu striki því þú hefur
engu að tapa.
Er ekki Stefjahrun háttur haustsog angurværðar?“ spyr Ólafur
Stefánsson á Leirnum og heldur
áfram:
Út við sjónrönd blikar bál
brenna kvöldsins ský.
Haustsins galdur glæðir sál,
gleður enn á ný.
Hugarfanginn horfı́ um stund,
hjartað róast fer.
Þó að annars þyngist lund
hjá þjóð í september.
Út um löndin illar spár
eru þuldar drótt.
Hörð er veröld, heimur flár,
á himni stjarnlaus nótt.
Góður vinur Vísnahorns var að
blaða í bókum Magnúsar Kr. Gísla-
sonar á Vöglum í Blönduhlíð í
Skagafirði (þess er orti hið fræga
sönglag, Undir bláhimni) og sá þá
meðal annars þessar vísur, sem
eiga vel við á tímum gangna og
rétta:
Margan seiðir mann að þér,
mörkin breið – og hálsar.
Uppi á heiðum eru mér
allar leiðir frjálsar.
Vítt til beggja veggja er enn
vegur seggja ei þröngur.
Fjöllin eggja fríska menn
fram að leggja í göngur.
Helgi R. Einarsson skrifaði mér á
þriðjudag: „Þegar ég las limrurnar
í Horninu þá datt mér í hug:
Ef að á oddinn þú setur
allt sem þú mikils metur
ert hamingjusamur
og tungunni tamur
þá ferðu vel undir vetur.“
Undir þessi orð Péturs Stef-
ánssonar geta margir tekið:
Það er margt sem yndi eykur
á ævi minnar stuttu ferð.
Þegar allt í lyndi leikur
leik ég mér að vísnagerð.
Matthías Jochumsson mælti af
munni fram:
Allt hið blíða yngir mig
allt hið fríða kætir;
allt hið stríða egnir mig,
allt hið þýða bætir.
Horfðu á bjarta himininn
haltu spart í auðinn;
fyrir hjartahlýindin
hörfar svarti dauðinn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@sismnet.is
Vísnahorn
Stefjahrun og
göngur og réttir
Í klípu
„ÞAÐ MUN LÍKLEGA TAKA NOKKRA DAGA
FYRIR MIG AÐ SNÚA TIL BAKA EFTIR
MÁNAÐARDVÖL Á SPÍTALANUM.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞAÐ SEGIR HÉR AÐ ÞÚ SÉRT GÁFAÐUR, HEIÐARLEGUR
OG TRÚVERÐUGUR. HVERS VEGNA HELDUR ÞÚ AÐ ÞÚ
MYNDIR KOMA ÞESSU FYRIRTÆKI TIL GÓÐA?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að njóta þáttarins
sem hann tók upp.
VEISTU HVERS
HEIMURINN ÞARFNAST?
SVO ÞUNGRA KLEINUHRINGJA
AÐ ÞAÐ ÞARF VINNUVÉLAR TIL
AÐ LYFTA ÞEIM!
AF HVERJU TALA
ÉG VIÐ ÞIG? ÞVÍ ÉG HEFÖLL SVÖRIN,
FÉLAGI!
ÞÚ VEIST,
HEPPNI EDDI...
...ÉG TALDI OKKUR ALDREI
FÆRA UM AÐ VALDA
ALGJÖRRI EYÐILEGGINGU!
HÚN VAR EKKI
ALGJÖR...
...VIÐ ERUM ENN
UPPISTANDANDI
Víkverji hefur hingað til ekki taliðsig vera áþreifanlega gamlan,
svona rétt nýskriðinn yfir þrítugt.
Engu að síður hrannast yfir hann
viðvörunarmerkin um að hugsanlega
sé hann ekki lengur jafn „hipp“ og
„kúl“ og hann áður var. (Ef hann var
það nokkurn tímann.) Sést það til
dæmis á því að fólkið sem nú er
„hipp“ og „kúl“ notar ekki lengur
orðin „hipp“ eða „kúl“ til að lýsa
sjálfu sér.
x x x
Víkverji lendir samt í mestu vand-ræðunum við að ríghalda í
æskuljómann þegar kemur að því að
fylgjast með tónlistinni. Áður fyrr
gat Víkverji svo gott sem nafngreint
rótarana í vinsælustu sveitunum, en
þeir tímar eru löngu liðnir. Nú voru
til dæmis í vikunni tónleikar með
bresku söngkonunni Jessie J. Því
ágæta tónafljóði hefur verið lýst af
fjölmiðlum sem „stjörnu“, „stór-
stjörnu“, eða „ofurstjörnu.“ Miðað
við hinar hástemmdu lýsingar hélt
Víkverji um stund að Paul McCart-
ney og David Bowie hefðu tekið upp
samstarf og ætluðu sér að spila sína
helstu (elli)smelli í höllinni. Svo gott
var það nú ekki, og Víkverji bíður
þess nú að fá inni á elliheimilinu.
x x x
Annað ellimerkið kom um helgina,þegar Víkverji og frú skelltu sér
í bíó og sáu þar vinsæla framhalds-
mynd. Hjónakornunum þótti mynd-
in svo sem ágæt, en vera þeirra í
bíóinu hífði upp meðalaldur áhorf-
endaskarans allnokkuð.Allt í kring-
um þau sátu krakkar, sem hegðuðu
sér eins og unglingar, en litu út fyrir
Víkverja eins og smábörn. Áttaði
hann sig þá á því, að hann er fyrir lif-
andis löngu síðan búinn að missa allt
aldursskyn.
x x x
Allt fram streymir endalaust, ogVíkverji áttar sig á því að þetta
mun einungis ágerast eftir því sem
árunum fjölgar og hárunum fækkar.
Honum líður samt alltaf ennþá eins
og hann sé rétt um tvítugt, allaveg-
ana þangað til hann hittir fólk sem
er í raun um tvítugt. Raunveruleik-
inn kemur þá eins og blaut tuska í
andlitið á honum. víkverji@mbl.is
Víkverji
Jesús segir við hann: Ég er vegurinn,
sannleikurinn og lífið. Enginn kemur
til föðurins, nema fyrir mig.
(Jóh. 14:6)
Fæst íapótekum,Krónunni,
Hagkaup,NettóogGrænheilsa.Umboð:Celsus.
Duft í kalt vatn eða boost
Þægileg inntaka
Styður:
Efnaskipti og öflugri brennslu
Minni sykurlöngun
Slökun og svefn
Vöðva og taugastarfsemi
Gott á morgnana eða kvöldin
1/3 tsk = 350mg - ekkert bragð
ENGIN
MAGAÓNOT
Mikill virkni
Náttúrulegt
Þörungamagnesíum