Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gróðurhúsum hefur fækkað veru- lega mikið í Hveragerði á undan- förnum árum. „Þegar mest var voru um 50.000 fermetrar af gróðurhús- um í bænum. Í lok árs 2010 voru 24.000 fermetrar af gróðurhúsum eftir og hefur þeim fækkað enn meira síðan,“ segir í greinargerð sem fulltrúar S-listans í Hveragerði lögðu nýlega fram í bæjarstjórn. Þar kemur m.a. fram að gróðurhús hafi horfið hratt úr miðbænum á undan- förnum árum. Fulltrúar S-listans lögðu til að hafist yrði handa við gerð varð- veislumats gróðurhúsa í bænum. Matið yrði síðan lagt til grundvallar ákvörðun bæjarstjórnar um verndun einstakra gróðurhúsa í Hveragerði. „Eitt meginsérkenni Hveragerðis eru gróðurhúsin. Gróðurhúsin hafa verið hluti af Hveragerði frá upphafi byggðar árið 1929 og eru þar af leið- andi órjúfanlegur hluti af ímynd bæjarins og eitt meginsérkenni hans ásamt hverasvæðinu í miðju bæjar- ins,“ segir í greinargerðinni. Þá er vitnað í greinargerð Péturs Ár- mannssonar, arkitekts, um verndun húsa og yfirbragð byggðar í Hvera- gerði. Hann segir að gróðurhús hafi verið einkennandi fyrir bæinn. Án þeirra verði miðbærinn vart svipur hjá sjón. Tillaga S-listans var felld með at- kvæðum meirihlutans sem lagði fram bókun. Í henni kom fram að hafin sé vinna við endurskoðun aðal- skipulags bæjarins. „Þar telur meiri- hlutinn rétt að varðveislugildi gróð- urhúsa verði skoðað eins og annarra mannvirkja í bæjarfélaginu,“ segir í bókuninni. Engin ný gróðurhús í byggingu Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, sagði að enn séu þó- nokkuð mörg gróðurhús í Hvera- gerði. Það verði skoðað hvernig hægt verði að varðveita heildarmynd og ímynd bæjarins við endurskoðun aðalskipulagsins. Sú vinna er nýlega hafin og gæti tekið 1-2 ár. „Gróðurhúsum hefur fækkað í Hveragerði. Það gerðist ekki síst á árunum fyrir hrun,“ sagði Aldís. „Verktakar sáu þá möguleika í að kaupa gróðrarstöðvar í miðbænum með það í huga að byggja þar íbúðar- hús. Þau áform strönduðu mörg í hruninu, en gömlu gróðrarstöðvarn- ar voru þá farnar.“ Aldís sagði að yfirleitt hefði verið um að ræða litlar gróðrarstöðvar, sem margar voru komnar til ára sinna og stóðu á verðmætu bygging- arlandi. Garðyrkjubændur sáu þarna tækifæri til að selja fyrirtæki sín og aðstöðu á góðu verði. Nú hefur verið skipulögð íbúðabyggð í mið- bænum þar sem aðallega er gert ráð fyrir einbýlishúsum og parhúsum. Þar er heimilt að vera með minni at- vinnustarfsemi sem truflar ekki ná- grennið. „Eftir sem áður erum við víða með gróðrarstöðvar í bæjarfélaginu,“ sagði Aldís. Þær eru gjarnan í út- jaðri byggðarinnar. Engin ný gróð- urhús eru í byggingu og engar um- sóknir um leyfi til að byggja gróðurhús. „Staðan er sú að það er ekki verið að auðvelda fólki á Íslandi að stunda garðyrkju og ylrækt,“ sagði Aldís. „Garðyrkjubændur hafa barist fyrir því árum saman að fá að kaupa raf- orku til sinnar góðu og vistvænu framleiðslu á sama verði og stóriðj- an. Raforka er einn stærsti útgjalda- liðurinn hjá mörgum garðyrkju- stöðvum. Á meðan ástandið er svona er ekki mjög fýsilegt fyrir ungt fólk að fara út í þessa atvinnugrein, því miður. Það skrifast á ríkisstjórnir undanfarinna ára að hafa ekki komið í gegn þessu mikla réttlætismáli, að lækka raforku til garðyrkju, sem skiptir svo miklu fyrir atvinnugrein- ina og landið í heild.“ Færri gróðurhús í Hveragerði en áður  Bæjarstjóri segir ekki létt fyrir ungt fólk að hefja ylrækt Morgunblaðið/Ásdís Hveragerði Gróðrarstöðvum hefur fækkað á undanförnum árum. Skoða á varðveislugildi gróðurhúsa líkt og annarra bygginga í bænum. Aukablað alla þriðjudaga Alsilkiundirföt Glæsileg gjöf Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is/yfirhafnir DÚNÚLPUR m/hettu og ekta skinni (þvottabjörn)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.