Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015
Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is
Full búð af
flottum flísum
Hjá Parka færðu flottar flísar
í hæsta gæðaflokki frá þekktum
ítölskum framleiðendum.
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Skólastarfið í Tjarnarskóla ermeð svolítið öðrum brag envenjulega þessa dagana.Þrjátíu gestir, 16 nemendur
og 14 kennarar frá fimm löndum, eru
í heimsókn. Þeir eru frá Finnlandi,
Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Slóveníu.
Þótt hefðbundið skólastarf sitji
kannski á hakanum þar til eftir helgi,
er tímanum með gestunum fjarri því
kastað á glæ að mati kennara skól-
ans. Enda þykir fátt betur til þess
fallið að mennta unglingana en að
kynna þá fyrir fólki frá öðrum lönd-
um, menningu þess og sögu.
Heimsóknin er liður í Erasmus-
verkefninu Involve me and I learn,
eða Leyfðu mér að vera með og ég
læri, sem Tjarnarskóli sótti um styrk
til að taka þátt í. Um leið og styrk-
urinn var í hendi hófst undir-
búningur af fullum krafti. Umsjón
verkefnisins féll að miklu leyti í hlut
kennaranna Þóris Andra Karlssonar
og Birnu Dísar Björnsdóttur.
Krydd í skólastarfið
„Mér líður eins og ég sé kominn
í túristabransann,“ segir Þórir Andri
í gríni, nýkominn frá að sækja hóp-
ana frá Grikklandi og Slóveníu á
flugvöllinn. Ítalirnir voru þegar
komnir í hús og von var á gestunum
frá Finnlandi og Spáni síðar um dag-
inn. Þóri Andra finnst gestagang-
urinn gott krydd í skólalífið.
Kollegar hans og nemendur
Tjarnarskóla eru sama sinnis. Öll
hafa lagt sitt af mörkum til að gera
dvöl gestanna sem ánægjulegasta og
hafa foreldrar nemendanna ekki síð-
ur lagt sig í framkróka við að skipu-
leggja alls konar skemmtilegheit fyr-
ir hina erlendu gesti. Sund- og
skautaferðir og stuttar ferðir í ná-
grenni borgarinnar eru á döfinni, til
dæmis í Bláa lónið, og þá verða þeir á
vaktinni ef norðurljósin láta á sér
kræla. „Gott hópefli fyrir foreldrana
sem og okkur hin,“ segir Þórir Andri.
Erasmusverkefnið gengur út á
gagnkvæmar heimsóknir og verkefni
sem stuðla að kynnum milli unglinga
í þátttökulöndunum. Til að koma
verkefninu af stað hittust kennarar
frá löndunum fimm til skrafs og
Fjölþjóðlegur
gestagangur
Tjarnarskóli tekur þátt í Erasmusverkefninu Involve me and I learn, sem gengur
út á gagnkvæmar heimsóknir og verkefni sem stuðla að kynnum milli unglinga í
þátttökulöndunum. Núna eru nemendur og kennarar skólans í gestgjafahlutverki.
Kennararfundur Kennarar bera saman bækur sínar og leggja línurnar.
Bílaleikur Nemendurnir fundu sér margt til skemmtunar í Gufunesbæ.
Kremfress er karlmaður sem notar
krem, rafbarbari er tölvuþrjótur og
barsvar spurningakeppni sem fer
fram á bar, samkvæmt Slangur-
orðabókinni, gagnvirku safni slang-
urorða á netinu sem opið er al-
menningi. Öllum er frjálst að skrá
slangurorð eða nýyrði sem þeir
nota eða hafa heyrt. Einnig má
setja athugasemdir eða skýringar
við orð sem þegar er búið að skrá.
Slangurorðabókin hefur verið á
netinu frá árinu 2010. Ekki er ólík-
legt að margir hafi slegið sér upp á
mannamótum með því að hafa á
takteinum ýmis snjöll orð sem þar
er að finna. Eða sett upp öndlit
þegar þeir taka sjálfur. Til hægð-
arauka fyrir notendur er slangrinu
skipt í flokka; fjölmiðlar, mann-
gerðir, matur og útlit að ógleymd-
um dónalega flokknum. Nýjasta
skráða slangrið er derra fyrir der-
húfu. Undir liðnum óyfirfarin orð
frá lesendum eru líka ýmis furðu-
orð. Kannast lesendur við orðið
dalasýslulegur?
Ritstjórar slangurorðabókarinnar
eru íslenskufræðingarnir Einar
Björn Magnússon og Guðlaugur Jón
Árnason.
Vefsíðan www.slangur.snara.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rafbarbari Þeir sem nýta sér tölvukunnáttu til að brjótast inn í tölvukerfi hafa
löngum verið kallaðir tölvuþrjótar eða hakkarar. Rafbarbari er þó ekki út í hött.
Öndlit, kremfress og rafbarbari
Hvað er hamingja? Hver er geð-
veikur og hver ekki? Hvernig er að
upplifa jaðar skynsviðsins? Hvað
skiptir máli í því stutta ferðalagi
sem lífið er? Þessar spurningar og
raunar lífið sjálft eru viðfangsefni
á dagskrá sem kallast Hamingjan
og úlfurinn og hefst kl. 20 í kvöld í
Salnum – tónlistarhúsi Kópavogs.
Jónas Sigurðsson tónlist-
armaður, oft kenndur við Ritvélar
framtíðarinnar, ræðir um og leikur
tónlist sína og Héðinn Unn-
steinsson, höfundur sögunnar
„Vertu úlfur“, leggur út af lífsorð-
unum fjórtán, einföldum kennisetn-
ingum sem hjálpa honum á hverj-
um degi, auk þess að fjalla um
lífsreynslu sína og hamskipti.
Hamingjan og úlfurinn er nokkurs
konar samtal við áheyrendur, en
þeir félagar hafa undanfarið átt
slíkt samtal á ferðum sínum um
landið.
Dagskráin Hamingjan og úlf-
urinn hefur fengið góðar viðtökur,
meðal annars verið lýst sem upp-
lifun sem enginn mætti missa af;
„óviðjafnanlega inspírerandi,
kraftmiklu og hrífandi stefnumóti
með tveimur einstaklega heillandi
og sönnum karlmönnum“.
Samtal um hamingju í Salnum – tónlistarhúsi Kópavogs
Hvað skiptir máli í því stutta
ferðalagi sem lífið er?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hamingjan og úlfurinn Jónas Sigurðsson tónlistarmaður og Héðinn Unn-
steinsson, höfundur Vertu úlfur, fjalla um allt milli himins og jarðar.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Búlgarski félagsfræðingurinn Shaban
Darakchi heldur hádegisfyrirlest-
urinn Kyngervi og kynhneigð í Búlg-
aríu eftir fall Sovétríkjanna í fyrir-
lestrarsal Þjóðminjasafnsins kl. 12 í
dag.
Sósíalismi í Austur-Evrópu hefur
haft mikil áhrif á stóðu kynjanna og
viðhorf til kynhneigðar innan aust-
antjaldssamfélaganna. Í fyrirlestr-
inum verður m.a. skoðað hvernig
pólitísk fortíð og mótun kynhlutverka
og kynhegðunar á tímum sósíalisma í
Búlgaríu hafði áhrif á breytingar á
kynhlutverkum innan Evrópusam-
bandsins og í alþjóðlegu samhengi.
Darakchi er með doktorspróf í
kynjafræði frá South-Western Uni-
versity – Neofit Rilski í Búlgaríu og
starfar sem rannsakandi við búlg-
örsku vísindaakademíuna.
Fyrirlesturinn er fluttur á ensku, er
öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Hádegisfyrirlestur RIKK í
Þjóðminjasafni Íslands
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Búlgaría Kynhlutverk og kynhegðun í
Búlgaríu í brennidepli í fyrirlestrinum.
Kyngervi og
kynhneigð