Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 15
Óvenjuleg brúðkaupsstytta í formi hamingjusams lundapars. Lundinn sem er við Ísland heitir Fratercula arctica en til eru aðrar tvær lundategundir en báðar eru þær á Kyrrahafinu, segir Jóhann Óli. Hann lýsir fuglinum á skemmtilegan hátt í grein á vef Náttúruminjasafns Íslands frá því í sumar og gefur leyfi til að vitnað sé í hana hér: „Lundinn flýgur beint með hröðum vængjatökum, venjulega lágt yfir haffleti. Hann stendur uppréttur og á auðvelt með gang. Lundi er samanreknari en stærri svart- fuglar, höfuðlag er annað og engar vængrákir. Afar félagslyndur og með flókið samskipta- kerfi, hann tjáir sig með alls kyns fettum og brettum, höfuðrykkjum, göngulagi, fluglagi, vængjablaki og gapi, svo nokkuð sé nefnt,“ stendur þar. Betri í kafi en á flugi „Ég hef stundum sagt að það eigi að svipta hann flugréttindunum, hann er miklu betri í kafi en á flugi,“ segir Jóhann Óli, enda er lundinn mörgæs norðursins. Langstærstur hluti lundastofnsins verpir hér á landi og eru stærstu byggðirnar í Vest- mannaeyjum og á Breiðafirði. Talið er að hér verpi um þrjár milljónir para og stofninn síð- sumars sé um 10 milljónir fugla. Annars verpa lundar víða við Norður-Atlantshafið, frá Maine-fylki í Bandaríkjunum og Bretagne- skaga í Frakklandi um Bretlandseyjar, Fær- eyjar og Noreg norður til Svalbarða. „Lundinn er orðinn verðmætasti fugl lands- ins, hann er búinn að slá út æðarfuglinn og dúnútflutning algjörlega. Þetta er ekki byggt á beinharðri tölfræði en ég held að ég leyfi mér að fullyrða þetta,“ segir hann. Jóhann Óli segir að hingað séu gerðir út leiðangrar eingöngu til að ljósmynda og skoða lunda. Á sumrin sé líka siglt daglega með ferðamenn umhverfis Lundey og Akurey á Kollafirði til að skoða lunda. Aðstöðu til lunda- skoðunar hafi verið komið upp í Hafnarhólma á Borgarfirði eystri og lundarnir á Bjargtöng- um séu þekktir fyrir spekt. Hann er ennfremur vinsæll hjá sívaxandi hópi þátttakenda í hvalaskoðunarferðum. Jóhanni Óla finnst lundaskoðun og -dráp ekki fara saman. „Það fer ekki saman að sýna lunda og veiða lunda. Eins og í Vest- mannaeyjum, þeir gera mikið úr lundanum en þetta er alls ekki góður staður til að skoða hann því það er búið að veiða hann svo lengi þar. Hann verður svo styggur þar sem hann er veiddur,“ segir hann en í greininni rekur hann þetta nánar: „Hér er um auðlind að ræða, sem ber að umgangast með virðingu, eins og reyndar á við um náttúruna í heild sinni. Það fer fyrir brjóstið á mörgum ferðamönnum, að lundi sé veiddur og á hann erfitt með að skilja þennan „barbarisma“ okkar, við erum jú ekki á flæði- skeri stödd þegar kemur að framboði á mat.“ Hann segir samt hvergi betra að skoða lunda en á Íslandi og mælir með Látrabjargi eða Borgarfirði eystri. Sunnudagsblað Morgun- blaðsins heimsótti versl- unina Lundann við Hafnar- stræti og fékk leyfi til að mynda þar ýmsar vörur. Morgunblaðið/Styrmir Kári Lundaseglar til að setja á ísskáp. Litaglaði goggurinn er skrautlegur og heillandi.Jón Ólafsson málar lunda fyrir hljómsveit sína. 27.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Lundinn hefur verið tákn RIFF, alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík, frá upphafi. „Þegar við vorum að fara af stað með hátíðina tókum við eftir því að þessar stóru kvikmyndahátíðir í kringum okkur hafa einhverra hluta vegna dýr sem merki. Björninn er tákn hátíðarinnar í Berlín og ljónið er í Feneyjum,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnandi RIFF. „Þá fóum við að velta fyrir okkur hvaða dýr við ættum að velja; hrossið, kindina eða örninn?“ segir hún en eins og sjá má varð lundinn ofan á. „Lundinn er alveg ferlega flottur og fallegur,“ segir hún en rifjar upp að jafnvel á þess- um tíma hafi hann verið orð- inn svolítið túristalegur en þetta var árið 2005. „Við ákváðum því að fara í kynningarherferð og bæta ímynd lundans með því að gera hann svolítið fyndinn og skemmtilegan. Við vildum ekki falla í þá gryfju að gera hann að ein- hverju tuskudýri heldur vildum hafa hann reisulegan og flottan,“ segir Hrönn en útlendingarnir tóku þessu uppátæki mjög vel og tók hún strax eftir því að lundinn var vinsæll hjá útlend- ingunum. Síðan þá hefur lundinn tekið á sig ýmsar myndir, allt frá því að vera bróderaður eða gylltur yfir í að klæðast latexi eins og á há- tíðinni sem nú stendur yfir. Lundinn í ár er sköpunarverk Sögu Sig. ljósmyndara og Fríðu Maríu Harðardóttur förðunar- meistara ásamt fleirum. „Vísunin er í ofurhetju en út af kosninga- réttarafmæli kvenna ákváðum við að hafa lundann kvenkyns,“ segir hún. Áður hefur lundinn einnig klæðst smóking og reykt vindil umkringdur íslenskum leikarastjörnum og í fyrra var hann „ljóti lundinn“, ógnvaldur sem minnti á King Kong. Hrönn segir að síðarnefnda plakatið frá því í fyrra hafi notið mikilla vin- sælda meðal gesta hátíðarinnar og selst vel. Grafíski hönnuðurinn Bjarney Hinriksdóttir er höfundur þess en plakatið fékk viðurkenningu FÍT í veggspjaldaflokki. Lundinn er því orðinn verð- ugur fulltrúi Íslands í kvikmynda- heiminum. „Túristarnir halda hreinlega ekki vatni yfir lund- anum.“ Reisulegur og flottur LUNDINN ER TÁKN RIFF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.