Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2015 Bækur M eðal gesta á Bókmenntahá- tíð í Reykjavík fyrir skemmstu var íraski rithöf- undurinn Hassan Blasim, en smásagnasafn hans, Þúsund og einn hnífur, kom út á íslensku fyrir stuttu í þýðingu Sölva Björns Sigurðs- sonar. Blasim tók meðal annars þátt í pall- borðsumræðum með nígerísk-bandaríska rit- höfundinum Teju Cole undir stjórn Sjón þar sem þeir ræddu hlutskipti innflytjenda og innflytjendabókmenntir, en Blasim hefur búið í Finn- landi síðasta áratug frá því hann flúði frá heimalandi sínu. Blasim skrifar á arabísku og er þekktastur á Vestur- löndum fyrir smásagnasöfn sem hlotið hafa ýmis verð- laun, þar á meðal verðlaun breska blaðsins Independent, sem veitt eru höfundum sem skrifa á öðru tungumáli en ensku, og Pen- verðlaun í flokki þýddra bóka. Verk hans hafa aftur á móti ýmist ekki verið gefin út í Arabalöndum eða þau hafa verið bönnuð við útgáfu. Stríð alla ævi Hassan Blasim fæddist í Írak 1973 og ólst upp í Kirkurk og Bagdad í eins herbergis íbúð með foreldrum sínum, fimm bræðrum og einni systur. „Það var frábært að eiga fimm bræður,“ segir hann og hlær, „það abb- aðist enginn upp á mig í skólanum.“ Þegar hann var sex ára hófst stríð milli Íraks og Íran og upp frá því hefur verið stríð í heimalandi hans – „ég þekki ekki annað en stríð“ eins og hann orðar það. Frá því Blasim var mjög ungur langaði hann til að verða rithöfundur og segir að það hafi ekkert annað komist að þó að móðir hans, sem var ólæs, hafi talið hann geðbil- aðan og ekki skilið af hverju hann var alltaf að lesa, meira að segja þegar frí var í skól- anum. Blasim las þó ekki bara bækur, hann las líka dagblöð og í einu þerra rakst hann á krossgátu sem honum fannst allt of erfið svo hann ákvað að gera eigin krossgátu og senda blaðinu. Þar tóku menn gátunni feginshendi, birtu hana og sendu honum greiðslu fyrir og báðu um fleiri gátur. „Móðir mín varð himin- lifandi,“ segir hann, „en hún sat þó fast við sinn keip að hún vildi að ég yrði lögfræð- ingur.“ Af stríðinu við Íran spratt mikill hryllingur sem bættist við þann óhugnað sem spratt af blóðþorsta einræðisstjórnar Saddams Huss- eins. Í Þúsund og einum hníf eru ótrúlega grimmilegar sögur, en þær eiga sér stoð í raunveruleikanum sem Blasim segir hrylli- legri en við getum gert okkur í hugarlund í öryggi Vesturlanda. Eitt dæmi, sem hann notar einmitt í einni sögu, er að á opnu svæði þar sem hann lék sér við félaga sína í Kirk- urk fóru iðulega fram aftökur á hermönnum sem höfðu hlaupist undan merkjum eða til- heyrðu andspyrnuhópi Kúrda – þeir voru bundnir við staur og skotnir fyrir augum al- mennings. Líkin voru síðan látin standa uppi dögum og vikum saman til að vekja ótta, en þegar líkamsleifarnar voru loks fjarlægðar sáu strákarnir sér leik á borði og notuðu staurana sem markstangir þar til kom að næstu aftöku. Fjögurra ára gönguferð Ekki var þó bara að Blasim vildi verða rit- höfundur heldur fór hann líka að fást við kvikmyndagerð og stundaði nám í henni við kvikmyndaskóla í Bagdad. Hann vakti athygli fyrir stuttmyndir og leikrit og sú athygli var ekki öll af hinu góða, því leyniþjónusta Sadd- ams Husseins tók að fylgjast með honum. Hann sá sér þann kost vænstan að forða sér úr Bagdad 1998 og hélt norður í land þar sem hann gerði meðal annars kvikmynd um líf í Kúrdahéruðum Íraks undir dulnefni. Ekki minnkaði áhugi hyskis Saddams við það og Blasim kaus að forða sér úr landi árið 2000. Líkt og tíðkaðist með listamenn almennt var hann ekki með vegabréf. „Þeir vildu ekki að rithöfundar færu úr landi því þeir myndu þá skrifa eitthvað óþægilegt fyrir stjórnina,“ segir hann og ekkert annað í boði en að fara fótgangandi að næturlagi yfir landamærin í fjalllendi við Íran. Þaðan hélt hann svo til Tyrklands, þaðan fótgangandi til Búlgaríu, svo Serbíu og áfram norður á bóginn til Finnlands. Alls tók gönguferðin fjögur ár og hann framfleytti sér með því að vinna þau störf sem til féllu, róta í rusli og betla þegar ekki var annað í boði. „Þetta er sama leið og flóttamenn eru að fara í dag og vissulega er hún erfið og hættuleg en ég fór hana vegna þess að verra beið mín. Fólkið sem er að flýja frá Sýrlandi í dag er í sömu stöðu, það vill ekki fara en neyðist til þess vegna þess að það er verra að fara ekki. Ég fór alla þessa leið án vega- bréfs, en ef ég hefði verið bandarískur her- maður að fara til Íraks að drepa einhvern hefði ég ekki þurft vegabréf og enga áritun. Sá Vesturlandabúi sem vill fara til Afríku til að drepa dýr þarf ekki heldur áritun eða til Austurlanda fjær til að kaupa kynlífsþjónustu eða Mið-Austurlanda til að kaupa fornminjar eða Suður-Ameríku að kaupa eiturlyf. Við getum ekkert farið nema með því að lauma okkur úr landi, fæturnir eru okkar vegabréf.“ Eins og fram kemur hélt Blasim til Finn- lands og þegar ég spyr hann af hverju svarar hann að bragði: „Ég spurði menn hvert ég ætti að fara og þegar ég heyrði að í Finn- landi gerðist aldrei neitt og að Finnar væru allir þunglyndir og reyktu og drykkju allt of mikið fannst mér eins og þeir væru að lýsa mér,“ segir hann og hlær við. Tungumálið er fangelsi Af lestri Þúsund og eins hnífs má ráða að Hassan Blasim hefur lifað hörmulega tíma í Írak og lífið þar og æska hans þrengja sér inn í sögurnar. Hann segir og að vissulega sé mikið af hans lífi í bókinni og ekki bara af honum sjálfum heldur minnist hann líka vina sinna sem margir eru látnir. Að því sögðu segist hann ekki vera að skrifa sig frá einu eða neinu. „Ég hef oft verið spurður um það hvort skrif mín séu leið til að vinna úr hörmulegri reynslu, hvort bækurnar séu liður í einhverri meðferð, en það er að minnsta kosti ekki meðvitað. Mig hefur eiginlega allt- af langað til að verða rithöfundur og ef ég hefði lifað friðartíma hefði ég eflaust skrifað um friðsamlega hluti eins og ég skrifa um stríð og hörmungar vegna þess að það er það sem blasti við mér. Í því felst engin meðferð eða lækning, eða í það minnsta ekki svo ég viti. Bókmenntir eru fyrir mér eins og leikur og þraut, leikur að máli og merkingu, og líka við tunguna, glíma við bókmenntaarabísku sem staðið hefur í hundruð ára. Þú hefur kannski heyrt því haldið fram að bókmennta- arabísku eða sígilda arabísku skilji allir, að það sé hægt að fara í hvaða arabískt land sem er og tala við þá sem maður hittir, en það er ekki rétt. Í hundrað ár hefur enginn talað sígilda arabísku í Írak, þú getur ekki ávarpað fólk á götum úti á þannig arabísku, það fer að hlæja. Við tölum íraska arabísku og okkur dreymir á íraska arabísku en þegar við förum í skóla og eigum að læra sígilda arabísku þá er hún eins og erlent tungumál. Bókmenntaarabískan, sem ég nota til að skrifa sögurnar mínar, er eins og veggur á milli tilfinninga og tjáningar, en ég er að glíma við tunguna og vona að næsta bók verði nær þeirri tungu sem er mér eðlislæg. Við höfum mörg fangelsi í arabalöndum og tungumálið er eitt þeirra.“ Á fleiri en eitt heimaland Fimmtán ár eru liðin síðan Hassan Blasim hélt frá heimalandi sínu og hann hefur ekki snúið aftur heim og getur ekki snúið aftur. Hann segist þó ekki sakna þess sérstaklega, nú sakni hann Finnlands, því þar er heimili hans í dag og þar á hann konu og barn. „Svo sakna ég líka Íslands,“ segir hann og hlær við, „því ég legg af stað heim á morgun og get ekki hugsað um annað en að koma hing- að aftur. Kannski get ég komið hingað næsta sumar og fengið aðstöðu til að skrifa. Konan mín kom líka hingað fyrir stuttu, en hún er jarðfræðingur, og þegar mér var boðið hvatti hún mig til að fara. Það má segja að ég búi í rými á milli landa, ég á fleiri en eitt heima- land og þeim fjölgar sífellt.“ Síðustu tvær sögurnar í bókinni gerast ut- an Íraks, annars vegar í Hollandi og svo hins vegar í Finnlandi. Í síðarnefndu sögunni er sagt frá innflytjanda sem vaknar með bros fast á andlitinu og lendir í hremmingum vegna þess, þar á meðal átökum við finnska kynþáttahatara, snoðinkolla. Við ræðum um stund það hlutskipti fjölmargra flóttamanna að flýja ofbeldi stjórnvalda í öryggi og frið Vesturlanda, þar sem þeir verða síðan fyrir ofbeldi frá almenningi og Blasim segist sjá merkjanlega aukningu á andúð í garð inn- flytjenda í Finnlandi frá því hann kom þang- að fyrst. „Norrænt samfélag var svo opið og frjálslynt, en það hefur breyst, en að því sögðu þá er enn von sem birtist til dæmis í því hvernig almenningur hefur brugðist við flóttamannavandanum, þar sem venjulegt fólk hefur risið upp og lýst yfir vilja til að hjálpa. Það er líka rétt að hjálpa fólki sem er á flótta undan stríði, en síðan eiga menn að krefjast svara um það af hverju það sé stríð og af hverju fólk er að flýja, af hverju það sé byrjað nýtt kalt stríð milli Rússa og vest- urveldanna þar sem íbúar Mið-Austurlanda eru notaðir sem peð. Björgum börnunum núna, en tölum líka um hið raunverulega vandamál.“ HASSAN BLASIM OG ÞÚSUND OG EINN HNÍFUR Leikur að máli og merkingu Íraski rithöfundurinn Hassan Blasim skrifar um stríð vegna þess að það er það sem blasað hefur við honum nánast alla ævi. Ljósmynd/Katja Bohm ÍRASKI RITHÖFUNDURINN HASSAN BLASIM FLÚÐI HEIMALAND SITT OG HÉLT FÓTGANGANDI TIL FINNLANDS. ÓHUGNAÐURINN Í ÍRAK ÞRENGIR SÉR INN Í SÖGUR HANS, ENDA ÞEKKIR HANN VART ANNAÐ EN STRÍÐ. * Bókmenntaarabískan,sem ég nota til aðskrifa sögurnar mínar, er eins og veggur á milli til- finninga og tjáningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.