Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 26
U ndanfarin hálfan annan áratug hef- ur Jose García verið áberandi í íslenska veitingastaðaheiminum. Eru liðin um 16 ár síðan hann eignaðist ítalska staðinn Caruso, sem núna er fluttur í Austurstræti. Jose er líka mað- urinn á bak við veitingahúsið Casa Grande úti á Ægisgarði. Veitingastaðurinn þar hét áður Tapashúsið og var opnaður fyrir tveim- ur og hálfu ári, en í sumar var nafninu breytt í Casa Grande og tækifærið notað til að breyta áherslunum í matseðlinum. „Það þótti gæta ruglings meðal neytenda á Tapashúsinu og Tapasbarnum, og með nýja nafninu gátum við líka leyft okkur að draga úr vægi tapas-rétta á matseðlinum,“ segir Jose og lýsir Casa Grande í dag sem stað sem býður upp á rétti undir áhrifum Mið- jarðarhafsmatseldar, með tónum frá Portú- gal, Spáni og Ítalíu. Veitingastaðurinn er í gömlu og friðuðu húsi, sem áður stóð skammt frá Kirkjusandi en var síðan flutt á núverandi stað og gert upp í leiðinni. Er veitingastaðurinn á tveim- ur hæðum og býður upp á útsýni yfir Esj- una, Reykjavíkurhöfn, og út að Hörpu. Féll fyrir veðurfarinu Jose er upphaflega frá Hondúras en kom fyrst til Íslands árið 1985. Hann hafði nokkr- um árum áður verið við nám í skóla í Banda- ríkjunum þar sem íslenskur samnemandi hans sýndi honum ljósmyndir frá landinu. „Ég hugsa að ein myndin hafi verið tekin á Reykjalundi en hún sýndi heitan pott í for- grunni og hvíta snjóbreiðuna allt um kring. Ég hugsaði strax með mér að þennan stað þyrfti ég endilega að heimsækja einhvern tímann,“ segir Jose. „Ég held svo aftur til Hondúras og er í skóla í fimm ár til við- bótar, en stendur til boða að fara í skiptinám í lok námsins. Nokkur lönd voru í boði og Ís- land þar á meðal, og í mínum huga kom ekk- ert annað land til greina.“ Hondúras er heitur og sólríkur sælureitur í Mið-Ameríku, þar sem trén svigna undan kókoshnetum og ávöxtum og heimamenn vefja fyrirtaks vindla úr blöðum tóbaksplönt- unnar sem vex á svæðinu. Íslendingar furða sig örugglega margir á að Jose fann það strax fyrsta veturinn að hann vildi mun frek- ar vera á Íslandi; og það út af veðrinu. „Mér fannst alltaf of heitt í Hondúras. Ég er ekki mikið fyrir að vera í heitu loftslagi. Ég lenti á landinu í júlí og fannst miðnæt- ursólin áhugaverð, en svo kom haustið, skammdegið, rigningin og snjórinn og það fannst mér alveg æðislegt.“ Samfélag og veitingahúsa- menning í mótun Á þeim tíma sem Jose hefur búið á landinu hefur hann séð miklar breytingar eiga sér stað, og ekki síst á síðasta áratug að veit- ingastaðamenningin hefur gjörbreyst. Veit- ingastöðunum hafi fjölgað til muna og kemur það til bæði af því að streymi ferðamanna hefur aukist og eins að heimamenn eru orðn- ir mun duglegri að fara út að borða. Segir Jose ánægjulegt að Íslendingum þyki í dag orðið sjálfsagt að skjótast á veitingastað í miðri viku til að lífga upp á tilveruna. „Til að laða að fleiri viðskiptavini og dreifa álaginu betur yfir vikuna bjóðum við líka upp á 2- fyrir-1 tilboð á mánudögum og þriðjudögum og höfum „happy hour“ milli fimm og sjö alla virka daga.“ Jose segir helsta vanda íslenskra veitinga- húsa hvað álagið vill þjappast á síðustu daga vikunnar, og vilja allir borða á sama tíma. Á veitingastöðum í stórborgum á borð við New York er ekki óalgengt að sama borðið sé notað þrisvar eða oftar á einu kvöldi en slíku er ekki að fagna á íslenskum veitingastöðum. „En þetta er að breytast, meðal annars vegna menningarlífsins í Hörpu og leikhús- unum á svæðinu. Fólk ýmist kemur snemma í mat, fyrir sýninguna, eða seinna um kvöld- ið eftir að viðburðinum er lokið. Hjálpar þetta okkur að dreifa álaginu um helgar.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg JOSE KOM TIL LANDSINS ÚT AF KULDANUM Miðjarðarhafstónar við Reykjavíkurhöfn VEITINGASTAÐURINN Í GAMLA HÚSINU VIÐ ÆGISGARÐ HEFUR FENGIÐ NÝTT NAFN OG NÝJAR ÁHERSLUR Á MATSEÐLINUM. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Jose sá fyrst ljósmynd af Íslandi þegar hann var í námi í Bandaríkjunum og heillaðist strax. Casa Grande er í gömlu endurbyggðu húsi og með sérlega gott útsýni yfir höfnina. Matur og drykkir Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Þorkell *Bandarískar borgir eru með mjög mis-mikinn fjölda veitingastaða miðað viðíbúafjölda. Íbúar San Francisco og ná-grennis hafa hlutfallslega besta úrvalið,eða 21,44 veitingastaði á hverja 10.000íbúa. Það sem meira er að hlutfallskyndibitastaða er í lægri kantinum, eða 0,95 skyndibitastaðir á móti hverjum „alvöru“ veitingastað. Hlutfallslega flestir staðir í San Francisco 400 g skelfiskur, risahörpu- skel, humar og tígrisrækja 50 ml hvítvín 25 g smjör 200 ml rjómi. 2-3 msk. hvítlauksolía 1. tsk. púðursykur 20 g steinselja 10 g graslaukur Salt og pipar Smjör og skelfiskur sett á vel heita pönnu og steikt gullin- brúnt, bætið þá hvítvíni á pönn- una og sjóðið í ca. 1 mín. Því næst er rjóma, púðursykri og hvítlauksolíu bætt saman við og smakkað til með salti og pipar. Berist fram með grænu salati og góðu brauði. Skelfiskur Casa Grande
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.