Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2015 V ladimir Vladimirovich og Irina Vladimirovna eru rúmlega þrí- tug hjón með þrjú ung börn, Milina er níu ára og tvíburarnir Samir og Kemal eru sex ára. Við fáum okkur sæti á kaffihúsi og börnin þiggja eplasafa og sitja stillt og prúð á með- an mamma og pabbi tala. Þau tala hrafl í ensku og við notum netið í símanum til að hjálpa okkur við þýðingar þegar við strönd- um. Þau segja að vandamálin hafi byrjað hjá þeim vegna trúarskoðana þeirra, en þau eru baptistatrúar, en langflestir landsmenn músl- imatrúar. Þau tóku skírn í fyrra og fljótlega fór lögreglan að ofsækja þau. „Við megum ekki vera baptistatrúar og vorum sökuð um að vera hryðjuverkamenn, of- stækismenn og jafnvel segja þau að við séum eiturlyfjaneytendur og allt af því að við erum baptistar,“ útskýra þau. „Maðurinn minn var handtekinn og sat inni í viku. Hann var barinn þar daglega,“ segir Irina. „Við fórum og kvörtuðu til háttsettra yfirvalda en það var ekkert hlustað á okkur,“ segir hún. Áttu gott líf Irina vann í ferðamennskugeiranum í heima- landinu og Vladimar vann á flugvellinum í innflutnings- og útflutningsdeild. Þau höfðu það gott, áttu íbúð og tvo bíla og skorti ekk- ert. Lífið gekk sinn vanagang og þau ferð- uðust stundum erlendis og börnin voru í skóla og leikskóla. En það breyttist allt vegna trúarskoðana þeirra. Eftir síendur- teknar ofsóknir af hendi lögreglunnar sáu þau sér ekki annað fært en að flýja heima- landið. Þau skildu eftir allar sínar verald- legar eigur, kvöddu vini og vandamenn og flugu til Íslands í gegnum París. Þau lentu hér 16. ágúst með börnin og örfáar flíkur í ferðatösku. Þau útskýra að Ísland hafi orðið fyrir valinu vegna þess að það er langt í burtu og umkringt hafi og eigi engin landa- mæri við önnur lönd. „Okkur finnst það öruggara að vera umkringd hafi, langt í burtu frá heimalandinu og hér er fámennt,“ segir Irina. Vilja búa á Íslandi Litla fjölskyldan vissi ekkert um Ísland þeg- ar þau lögðu af stað í þessa örlagaríku ferð. Þau sóttu um hæli hjá lögreglunni í Reykja- vík stuttu eftir komuna. Nú bíða þau svara frá íslenskum yfirvöldum og vita ekki hversu löng sú bið verður, kannski nokkrir mánuðir. Þau búa nú í einu herbergi og bíða örlaga sinna. „Við viljum vinna og við viljum læra íslensku og ensku líka. Við viljum að börnin okkar geti farið í skóla hér. Ef við fáum að vera hér dreymir okkur um að geta kannski eftir 4-5 ár opnað hér úsbeskan veitingastað með mat frá landinu okkar en mér finnst svo gaman að elda. Við viljum bara hafa lítinn stað, ekkert endilega stóran. En fyrst þurf- um við að fá að vera hér áfram,“ segir Irina og Vladimir bætir við: „Ísland er mjög gott land og svo fallegt.“ Börnin þrjú skilja ekki alvarleika málsins. „Við höfum ekkert sagt börnunum allt því við viljum ekki gera þau stressuð. Þau vita að við viljum ekki fara aftur heim, en við segjum ekki af hverju. Þeim líkar mjög vel hérna en spyrja daglega hvenær þau megi fara í skólann. Þau vantar vini til að leika við,“ segja þau en málið er í ferli og á meðan bíða þau. „Við viljum endilega vinna, við viljum ekki sitja svona aðgerðalaus. Við eyðum dögunum í að kenna börnunum ensku, og ég er að reyna að læra sjálf ensku,“ segir Irina. Þau fara gjarnan með börnin í göngutúra til að stytta þeim stundirnar. Þau segjast bíða þolinmóð og vilja ekki vera með óþarfa kröfur. „Það væri stórt vandamál ef við fáum ekki dvalarleyfi hér því við getum ekki farið aftur til Úsbek- istan. Ég held að maðurinn minn yrði drep- inn,“ segir Irina. „Við myndum heldur ekki vilja fara til Frakklands, þar eru svo margir flóttamenn og svo mikill fólksfjöldi.“ Mikil spilling í heimalandinu Irina og Vladimir segja heiminn ekki vita hversu slæmt ástandið sé í Úsbekistan. Landið sé að lokast frá umheiminum og því sé stjórnað af mafíunni, útskýra þau. „Lög- reglan kemur oft í skólana og sækir börn til að láta þau fara að sópa göturnar og há- skólanemar eru skikkaðir til að tína bómull í september og október og hafa ekkert val. Þau verða að fara,“ segja þau og hlæja þeg- ar ég spyr hvort þau geti neitað. „Nei, það er ekki í boði.“ Lögreglan hefur lokað fjöldanum öllum af búðum og veitingastöðum því eigendur geta ekki borgað mútur sem þeir krefjast og spillingin er yfirgengileg að þeirra mati. Þjóðfélagið er gegnsýrt af spillingu, segja þau. „Við megum ekki eiga neinn erlendan gjaldeyri, löggan hirðir allt,“ segja þau. Barinn og sveltur í fangelsi Irina útskýrir að þau hafi gift sig 20. júlí 2014 og tekið skírn í leiðinni. Í júní á þessu ári hófust ofsóknirnar. Hún lýsir atburða- rásinni: „Maðurinn minn og vinir hans voru að labba úti á götu þegar lögreglan kom og barði þá og henti þeim í fangelsi. Ég vissi ekki af því. Ég leitaði að honum út um allt, hringdi í lögreglu og alla spítala og vissi ekki hvar hann væri. Ég var hrædd og sagði börnunum ekki frá þessu. Eftir sjö daga Fangelsaður vegna trúar VLADIMIR OG IRINA ERU KOMIN TIL LANDSINS ÁSAMT BÖRNUM SÍNUM ÞREMUR Í LEIT AÐ BETRA LÍFI. ÞAU FLÚÐU TRÚAROFSÓKNIR OG SPILL- INGU Í ÚSBEKISTAN OG SEGJAST EKKI GETA SNÚIÐ TILBAKA. ÞAU ÓTT- UÐUST UM LÍF SITT Í HEIMALANDINU OG SÁU ENGAN ANNAN KOST EN AÐ SKILJA ALLT EFTIR OG FLÝJA. ÍSLAND VARÐ FYRIR VALINU ÞVÍ AÐ ÞAU VILDU KOMAST EINS LANGT Í BURTU OG MÖGULEGT VAR. ÞAU VONAST TIL AÐ FÁ HÉR ALÞJÓÐLEGA VERND OG DREYMIR UM AÐ OPNA VEITINGASTAÐ Í FRAMTÍÐINNI MEÐ MAT FRÁ HEIMALANDINU. Texti og myndir: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Irina og Vladimir halda á tvíbur- unum Samir og Kemal og systir þeirra Milina stendur hjá. * Ég leitaði aðhonum út umallt, hringdi í lögreglu og alla spítala og vissi ekki hvar hann væri. Eftir sjö daga kom hann heim allur lemstraður af bar- smíðum. Ég bara grét og spurði hvað hefði gerst, hvort þetta hefði verið lögreglan. Í Úsbekistan er forsetalýðræði og býr þar 31 milljón manna. Flestir, eða um 90%, eru músl- imatrúar. Tungumálið heitir ús- bek en flestir tala einnig rúss- nesku. Landið var hluti af Sovétríkjunum til ársins 1991. Landið er í miðri Asíu og á landamæri að fimm löndum, Kasakstan, Tadsjikistan, Kirg- istan, Afganistan og Túrkmen- istan. Helstu atvinnuvegir snú- ast um bómullarrækt, gull, úraníum og gas. Landið er 448,978 km2 að stærð. Árleg laun eru 5.600 $ eða sem sam- svarar 720 þúsund krónum. Úsbekistan MÁLEFNI FLÓTTAMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.