Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 22
Spreybrúsar í ýmsum litum verða að vera til taks. K jarni Irma samanstendur af þeim Arnari Orra Bjarnasyni smið, Heimi Sverrissyni leikmyndahönnuði, Harry Jóhannssyni leik- myndahönnuði, Ögmundi Jónssyni smið, Ragnari P. Steinssyni, Bjarna Þór Sigurbjörnssyni, Sveinbergi Þór Birgissyni og Aroni Bergmann Magnússyni. „Við stofnuðum Irma Studio 2013 og þá aðallega í kringum leikmyndagerð og leik- myndahönnun. Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið hratt. Mjög fljótlega fóru fyrirtæki að leita til okk- ar í tengslum við ýmis önnur verkefni sem tengd- ust innanhússhönnun,“ útskýrir Harry Jóhannsson. „Mest höfum við unnið að bíómyndum og auglýs- ingum en svo er alltaf þessi hönnunarþáttur, þar sem einstaklingar eða fyrirtæki koma til okkar og sækja þjónustu,“ segir Heimir en Irma hefur með- al annars unnið mikið fyrir Björk Guðmundsdóttur í húsgagnasmíði, auk þess hefur Irma unnið mikið fyrir leikhúsin. „Við komum allir úr ólíkum áttum, Ömmi kemur úr leikhúsinu, Arnar Orri er mennt- aður hönnuður og trésmiður þannig að það mynd- aðist strax víðtæk reynsla úr öllum áttum og þeg- ar kemur að því að hanna einhvern hlut þá hafa allir einhverja skoðun,“ bætir hann við. Harry segir það einskonar mottó hjá fyrirtækinu að vinna verkefnin alla leið. „Það er einhvern veg- inn alltaf meira að gera í þessu. Við erum að vinna núna fyrir bandarískt fyrirtæki þar sem við erum að smíða innréttingar og húsgögn, en þeir leituðu til okkar því að þeir sáu vinnuna okkar úti í bæ og vildu þar af leiðandi fá okkar handbragð á það sem þeir eru að gera á Íslandi.“ Heimir segir að þar sem þeir hanni aðallega leikmyndir fyrir bíómyndir og auglýsingar vinni þeir allt öðruvísi en aðrir hönnuðir. „Við hugsum allt öðruvísi og komum úr allt annarri átt. Tíminn er sjaldan með okkur í liði.“ Spurðir um sérstöðu fyrirtækisins álíta þeir sig vera eitt af mjög fáum fyrirtækjum á landinu sem sjái nánast um allan þátt ferlisins. Allt frá hönnun leikmyndar í að smíða hana, hanna gervilimi, lík og útfærsluna og magn gerviblóðs þegar maður er stunginn í magann. Aðspurðir hvað hafi verið áhugaverðasta verkefni sem þeir hafi tekið að sér eru Harry og Heimir sammála um að þau séu öll áhugaverð á sinn hátt. Hvort sem verkefnið er íslensk auglýsing með litlu fjármagni eða rándýr Hollywood-mynd. „Mér finnst sílíkon- og skúlptúrvinna alltaf mjög áhugaverð. Ég var að vinna hjá Matthew Barney í New York. Eftir að ég kom heim fór ég svo að vinna í Noah og var tekinn inn sem skúlptúristi þar. Fyrir mig er það svona eftirminnilegast því að þar var ég að gera það sem ég fíla rosalega vel og finnst rosalega skemmtilegt en það er sjald- an sem maður kemst í þannig vinnu,“ segir Heim- ir og bætir Harry því við að stundum hoppi þeir frá því að þurfa að vita allt um línubáta í eins hreyfils flugvélar, traktora frá 1950, vatns- og reykbrellur eða að verða sérfræðingar um græn- lenska sleðahunda,“ segir hann og hlær. „Smæðin er kosturinn við að vera að vinna í þessum bransa á Íslandi, hérna tekur maður bara upp símann og leiðin að upplýsingum er stutt enda símaskráin okkar orðin stór eftir þó nokkur ár í þessum bransa.“ Heimir Sverrisson leikmyndahönnuður, Ögmundur Jónsson smiður og Harry Jóhannsson leikmyndahönnuður. Morgunblaðið/Árni SæbergVinnustofan er skemmtilega innréttuð og hefur að geyma ýmsa áhugaverða muni. Fingur úr sílíkoni sem gerðir voru fyrir kvikmynd síðasta sumar. INNLIT Í IRMA Allir hafa skoðun IRMA ER LEIKMYNDAHÖNNUNARSTÚDÍÓ SEM SÉRHÆFIR SIG Í LEIKMYNDAHÖNNUN FYRIR AUGLÝSINGAR, KVIKMYNDIR OG LEIKHÚS EN STÚDÍÓIÐ HEFUR EINNIG TEKIÐ AÐ SÉR ÁHUGAVERÐ VERKEFNI FYRIR EINSTAKLINGA OG FYRIRTÆKI. SÉRSTAÐA IRMA LIGGUR ÞÓ AÐALLEGA Í ÞVÍ AÐ ALLT FRÁ HÖNNUN TIL SMÍÐI ER UNNIÐ AF STÚDÍÓINU. Sigurborg Selma Karlsdóttir Sigurborg@mbl.is Hauskúpan er af fullorðnum en sú svarta er þrívíddarprentuð hauskúpa af barni. Heimili og hönnun *Japanska hönnunarhúsiðNendo kynnti nýverið hillunaNest úr koltrefjum. Nest ereinstök að því leytinu til aðhún er stækkanleg og gerirfólki kleift að draga aðra hlið-ina út og móta þannig stærri hillu. Má því segja að hún að- lagi sig rýminu á ákveðinn hátt. Hillur sem laga sig að rýminu 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.